miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Nopal

Nopal - Party cactus er ótrúlegt en satt nafn á lyfi. Ekki hvaða lyfi sem er, heldur eina lyfinu sem að ég hef einhvern áhuga á(fyrir utan íbúfeni audda(og kannski treo)). Þetta er nefnilega þynnkulyf og náttúrulegt í þokkabót! Ég veit, himnasending alveg hreint. Ég var varla búinn að lesa greinina í blaðinu þegar ég var kominn í aðra buxnaskálmina slefandi á hjólið og beint útí apótek. Nema hvað, starfsfólkið þar hafði bara aldrei heyrt neitt um þetta! Bömmer, ég að vökna um augun og fer heim. Svona viku seinna fatta ég að leita aftur að blaðinu með þessari grein og kemst að því að þetta er náttúrulega selt í einhverri náttúrubúð eða eitthvað og ég aftur á hjólið og niðrí bæ á milljón og þrem. Finn sjoppuna, sem að heitir víst MATAS, og leita eins og hundur að fíkniefnum og enda með að finna þennan umtalaða(af mér) party cactus! Gríp boxið og les utan á það af því mér finnst gaman að hugsa um mig sem ábyrgan einstakling. Nú jæja, eftir um það bil 1/4 úr sekúndu hendi ég einhverjum seðlum(100 kalli) í afgreiðslumanninn, sem er á þessu augnabliki bara að tefja mig, og út hjólið.
Það hefði verið gaman að segja að lassaróni hefði reynt að setjast á bögglaberann hjá mér og dottið af nokkru seinna eeeennn það var bara eitthvað sem að ég las í bók.
Kominn heim og byrjaður að hella í mig, ekkert tilefni, var bara svo forvitinn að vita hvort þetta myndi virka og á öðrum bjór ákvað ég nú samt að lesa utan á þetta pillubox og mér til mikillar vonbrigða átti ég að innbyrða 3 hylki ÁÐUR en ég byrjaði að drekka! Tók þau samt og hélt áfram að drekka. Gaman frá því að segja að þessi svokölluðu "hylki" eru eins og vörubíll að stærð og ég kúgaðist í hvert skipti sem að ég reyndi að troða þessu niður. Áfram heldur drykkjan og lesturinn utan á boxið sömuleiðis. Kemur þá í ljós að ég þarf að troða 3 "hylkjum" í viðbót áður en ég fer að sofa....KRÆÆSTURINN! Ég þurfti að hægja aðeins á drykkjunni til að ég myndi muna eftir að taka þetta aftur. Það reyndist nú reyndar ekki erfitt þar sem að þessi drykkja var einungis til tilraunar(það nennti enginn að detta í það með mér, kannski vegna þess að það var mánudagur, veit það ekki) og það var eiginlega soldið leiðinlegt. Um fjögurleytið var ég orðinn helvíti hífaður og einmanna í þokkabót þannig að ég reyni að finna boxið aftur og treð þessum trukkum oní mig, á barmi þess að æla en lét ekki verða af því þar sem hreinlega of mikið var í húfi. Það er styst frá því að segja að ég svaf eins og barn og vaknaði hressari en andskotinn :) Skrapp bara í hjólatúr í góða veðrinu og ég veit ekki hvað og hvað! Gaman, gaman, kallinn loksins búinn að finna eitthvað sem að virkar vel. EN! Það er náttúrulega þessi augljósi galli á þessu öllu saman: Ef maður er ekki að einbeita sér, er bara ekki möguleiki að muna eftir að taka seinni þrjú hylkinn! Það er einmitt staðreyndin...mér hefur aldrei tekist að muna eftir þessu aftur og þar af leiðandi er ég bara alltaf jafn þunnur!! BRJÁLAÐUR!

Svo er ég búinn að fá skilaboð um að ég verði laminn þegar ég kem af þeim sökum að ég kaupi svo ódýran bjór, þannig að það verður ekkert minnst á það meira....

3 Comments:

Blogger Gummi said...

Hvað er eiginlega "normal" við swim shirt rashguards??

miðvikudagur, nóvember 02, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hmmm.... þynnkulyf you said.... Ég tek sax kassa

fimmtudagur, nóvember 03, 2005  
Blogger Gummi said...

SOLD!! Sendi þá með FeddexX...engin trygging fyrir að það verði eitthvað í kössunum.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home