sunnudagur, nóvember 06, 2005

VÍÍÍÍÍÍÍ

Ó man hvað það er gott að vinna chelsea! Hef náttúrulega ekki hugmynd um hvernig tilfinningin er en ég held að pattarnir mínir í manchester veldinu séu á blindafylleríi. Næstum viss um það. Ég væri það. Ég er það! Það var alveg mögnuð stemning á barnum sem að við Sigga fórum á til að horfa á leikinn. Írskur pöbb, helvíti skemmtilegt bara.
Leiðinlegt reyndar að Fletcher skyldi skora, vil helst ekki sjá hann í liðinu, enda gerði hann voða lítið annað en að senda boltann í fæturnar á andstæðingnum eins og hann gerir alltaf. Smith var helvíti þéttur á miðjunni og það leit soldið út fyrir að leikmennirnir sem fengu hvað hörðustu gagnrýnina frá Keane hafi bara tekið sig saman í andlitinu og prooved him wrong, eins og maður á auðvitað bara að gera.

Ég er að fara í tvö viðtöl í þessari viku. Eitt á þriðjudaginn kl 13:30 og annað á fimmtudaginn kl. 9....það verður erfitt. Hef ekki séð þann tíma á úri núna í að verða 2 mánuði. Ég kem væntalega til með að útlista þessi viðtöl seinna í vikunni.
Svo lenti ég næstum í árekstri á föstudaginn. Var að hjóla á fullu í grenjandi rigningu og það svínaði bíll fyrir mig. Ég nelgdi niður á báðum dekkjum og byrjaði að renna í rigningunni bíllinn sá mig aldrei og hélt sínu striki. Ég var kominn alveg á hlið og setti löppina út, ætlaði að spyrna mér í bílinn ef hann drullaði sér ekki í burtu, sem hann gerði ekki en sem betur fer stoppaði ég rétt áður en ég smurðist upp við hann. Er ekki frá því að ég hafi pissað smá í mig, nokkra dropa bara, ekkert alvarlegt. Blótaði helvítis bílstjóranum í sand og ösku og var í svolitlu adrenalín sjokki þannig að ég fann mér smá skjól frá rigningunni og kveikti mér í rettu.

Og svona í lokinn vil ég óska Davíð til hamingju með Everton sigurinn, dreg það ekki í efa að það hafi glatt hans litla hjarta, hefur sjálfsagt drukkið svona 14 kaffibolla yfir leiknum.



Davíð hefur sjálfsagt verið jafn ánægður og ég á mínum sjöttu jólum.

2 Comments:

Blogger TaranTullan said...

Vissi ekki að þú værir að blogga, og þið. Veit það núna.
Kveðja

mánudagur, nóvember 07, 2005  
Blogger Gummi said...

hehe, ég vissi heldur ekki um þig fyrr en í gær :)

mánudagur, nóvember 07, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home