þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Vikargruppen Danmark

Já, fyrra viðtalið afstaðið og með sóma þó ég segi sjálfur frá(sem ég og geri). Það er ágætis veður hérna, sem gerði það að verkum að ég svitna óhóflega þegar ég hjóla smá spotta, kann ekki að hjóla hægt. Fátt meira kúl en að mæta lekandi sveittur í viðtal, enda kallin óhemju flottur! Var að spá í að fara úr að ofan en það leit ekki út fyrir að vera stemning fyrir því á staðnum þannig að ég lét það vera. En það gekk semsagt vel og hún, konan sem ég talaði við, var svo ánægð að ég setti það ekki fyrir mig að vinna smá erfiðis vinnu að hún átti jafnvel von á að hringja í mig á morgun bara! Ekki slæmt. Skildis á henni að ég yrði aðalega sendur niður á höfn að púla og smúla, henda og senda, pakka og ...errr.... eitthvað! Fæ loksins að fara í fiskinn, lengi verið draumur(svona cirka 30 mín.) en ekki ónýtt að fá að hreyfa sig smá eftir að hafa setið fyrir framan tölvu í 5 ár. Hlakka til.

Daði félagi benti mér á þessa grein á mbl.is:

"Ný rannsókn: Kynjamunur á húmor
Konur nota fleiri svæði í heilanum en karlmenn þegar þær skoða eða lesa brandara, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Þær benda ennfremur til þess að konur njóti brandara betur en karlar. Umbunarstöð heilans - þar sem virkni verður mikil þegar fólk vinnur til dæmis í fjárhættuspili eða neytir kókaíns - verður virkari í konum en körlum þegar þær fatta brandara.

Greint er frá niðurstöðum rannsóknarinnar í Proceedings of the National Academy of Sciences sem kemur út í dag.

Það kom vísindamönnunum á óvart að konur virðast bregðast röklegar er karlar við bröndurum og búast síður við því að brandarar séu fyndnir. Þótt kynin noti sömu heilastöðvar til að skilja húmor eru karlar ekki eins kröfuharðir og konur og virðast fremur líklegir til að reikna með því að brandarar séu fyndnir.

Vísindamennirnir segja að þessar niðurstöður geti komið að notum í baráttu gegn kvillum á borð við þunglyndi. Fólk noti húmor til að bregðast við streitu, mynda sambönd og húmor geti jafnvel styrkt ónæmiskerfið."




Ég spyr bara: Hvað er ekki fyndið við þetta??

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gott að sjá að Bloggarinn í þér er vaknaður...

Keep On Keeping On

þriðjudagur, nóvember 08, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home