fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Temp Team

Nafnið segir þetta allt. Tímabundið lið. Var sem sagt í viðtali hjá þeim í morgun. Var fyrst og fremst að deyja, ég þurfti að vakna svo snemma. Held að ég hafi ekki vaknað svona snemma í 2 eða 3 mánuði! Those were the days.....
Þetta gekk svo sum allt í lagi, byrjaði á að setjast með 3 konum eða eiginlega 2 konum sem voru by the way með hárgreiðslu eins og kellingarnar í The bold and the beutiful, bara ljótara, svo var ein stelpa þarna líka, ekkert merkilegt við hana nema kannski að hún hefur líklega verið laminn soldið oft með "ljóta prikinu" í æsku, soldið óheppin greyið. Við vorum sett inn í fundarherbergi þar sem að kom svo einhver og hélt ræðu um fyrirtækið og hvað bla bla bla bla. Ég gat ekkert fylgst með af því að öll mín einbeiting fór í það að prumpa ekki, mér var alveg rosalega illt í maganum og var í 30 mín. alvarlega að íhuga að láta það flakka og kenna bara annari bold and the beutiful kellingunni um það. En svo hætti hin sem var búinn að standa þarna loksins að tala og fór með stelpuna út í einkaviðtal og tilkynnti að einhver myndi koma og tala við okkur hin. Á meðan við sátum þarna og biðum kepptust þær við að sveifla hárinu frá andlitinu og fóru eitthvað að tala saman. Ég gat ekki heldur hlustað á þær, var að reyna að ákveða mig hvorri þeirra ég ætti að kenna um þessa andskotans fýlu, en svo komu einhverjir og tóku þær í burtu og ég sat einn eftir með flugurnar sem voru byrjaðar að hringsóla í kringum mig eins og hrægammar. Ég lenti á helvíti hressum kalli sem að hafði búið á Grænlandi í 15 ár, takk fyrir! Hver gerir það!? En hann var samt hress og ekkert asnalegur, gull í tönnunum og alles!
Þetta tók klukkutíma. Bara svipuð skilaboð og á vikargruppen danmark, lofa engu en samt einhverju, þannig að núna sest maður bara aftur og horfir á peningana rúlla inn með öl í annari og kebab í hinni!



Við fórum í "charades" í fundarherberginu....

3 Comments:

Blogger Sveinsson said...

The only way is up....or down.. þú munt taka þig vel út í slorinu niðri á höfn.

fimmtudagur, nóvember 10, 2005  
Blogger Gummi said...

hehe, þar sem ég er á botninum akkúrat núna(atvinnulaus) þá held ég að slorið sé a way up!

fimmtudagur, nóvember 10, 2005  
Blogger Sveinsson said...

Held að ég sé ekki besti maðurinn til að tala um vinnu. Ekki alveg mitt uppáhald.

föstudagur, nóvember 11, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home