mánudagur, nóvember 14, 2005

Akureyri...

..er merkilegur staður og íslenska er merkilegt tungumál.
"Tveir menn voru handteknir í nótt eftir að hafa riðið húsum í nótt á Akureyri", hljómar ein fréttin á mbl.is sem að ég las í morgun. Ég veit ekki alveg hvort maður á fara nánar í þetta, heldur bara segja; MAGNAÐ og láta þar við sitja.

Annars fór ég þarna til temp team um daginn eins og áður var bloggað um og það er skemmtilegt frá því að segja að það var bara hringt í mig strax daginn eftir og ég spurður hvort mig langaði að mæta í einhverja verksmiðju að gera einhvern andskotann. Svar mitt var einfalt; hell ye! Fékk allar upplýsingar um hvar þetta væri og við hvern ég ætti að tala og átti að mæta kl. 14 og vera til 20 með þúsund kall á tímann. Það var hringt klukkan 11 og ég var bara að taka mig til og solleiðis þegar ég fer að taka eftir því að það er að stíflast upp nefið og einhver hósti að gera sig heimakominn þannig að ég hringi aftur í temp team og það fyrsta sem að er sagt við mig er hvað ég hljómi veikur og ætti bara að vera heima hjá mér! Helvítis djöfull! Jæja, þarf að hringja í þá á eftir og segja þeim að ég sé orðinn hress aftur...sem ég ætla að gera núna svo að ég geti fengið vinnu svo að ég þurfi ekki að leita að mat eins og þessi hérna:

2 Comments:

Blogger Sveinsson said...

Hey! Var ég ekki búinn að banna þér að taka myndir af my backside?

mánudagur, nóvember 14, 2005  
Blogger Gummi said...

Jú en ég get ekki hætt, það er svo mikil eftirspurn!

mánudagur, nóvember 14, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home