þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Úrgangur...

..er ekki eitthvað sem mér er vel við, heldur ekki hluti sem eru úr endurnýttu dóti. Það er ástæða fyrir því að ég er að segja ykkur þetta og hún er einföld: Það var hringt í mig í morgun og ég beðinn um að mæta í vinnu. Ókídókí sagði ég bara og lagði af stað og hjólaði og hjólaði og hjólaði óóóóóógeðslega langt. Ég hélt að ég væri að fara niður á höfn að gera eitthvað sniðugt en komst mjög fljótlega að þetta var bara nálægt höfninni, á Hafnargötunni, nánar tiltekið. Og þetta var sko ekki slorið sem að ég átti von á! Þetta var bara öðruvísi slor, ÚRGANGS OG ENDURVINSLUSTÖÐ takk fyrir. Jæja, sagði ég þá við sjálfan mig, þetta getur nú ekki verið það slæmt...aldrei á ævinni hef ég haft svona rosalega rangt fyrir mér.
Ég var látinn hafa skóflu og settur inn í risastóra skemmu með einhverjum gömlum kalli með það skakkar tennur að hann hefði getað stungið úr mér augað ef hann hefði brosað, sem hann gerði blessunarlega ekki. Inn í þessari risaskemmu voru færibönd út um allt hreinlega og þau voru að mylja niður eitthvað rusl, sem að ég vil ekki vita hvað var af því það sem ég átti að gera var að skófla því sem féll niður á gólfið upp í aðra skóflu (á gröfu), ekkert erfitt en málið var samt að það var alveg rosalegur gegnumtrekkur þarna í skemmunni og þetta rusl sem að maður var að skófla var þurrt og um leið og maður hreyfði eitthvað við því fór það bara beint upp í augun, nefið, eyrun, munninn og rassgatið á mér!
Gaman að segja frá því að ég hjólaði beint upp á vikarstofuna og sagði að þetta væri staður sem að ég ætlaði aldrei aftur á.....og því var bara furðu vel tekið. Meira að segja skemmtilegra að segja frá því að það var hringt í mig á meðan ég var að blogga þetta og mér boðin vinna á fimmtudaginn og var lofað að það væri betra en ÚRGANGUR OG ENDURVINNSLA sem er bara gott mál, nóg að gera hjá kallinnum, er ekkert að koma heim á næstunni. :)


Nú get ég loksins farið að elda mér almennilegar máltíðir, nú þegar maður er farinn að vinna eins og hundur.

9 Comments:

Blogger Sveinsson said...

Okay..ég er ekki í krampa kasti hérna.

More later.

þriðjudagur, nóvember 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey mr. Trash,
Vissi að það myndi rætast úr litla kútnum einhvern tímann.
Góða lukku með þetta nýja starf þitt.
Býst ekki við að hitta þig aftur þar sem þú virðist búinn að settle niður og kafi í vinnu.
kv,
Garðar

þriðjudagur, nóvember 15, 2005  
Blogger Gummi said...

jah...ég er allvega á kafi í einhverju hérna...

Endilega kíktu samt í heimsókn svo að ég geti sagst vera upptekinn ef einhver hringir og biður mig um að vinna :)

þriðjudagur, nóvember 15, 2005  
Blogger Sveinsson said...

Heh...Gummi bara gegnósa af workethic.

En ég er búinn að jafna mig á mental myndinni sem ég fékk af þér. Á leið í vinnuna með bros á vör og not a worry in the world, raulandi "It's a wonderful world" lagið.

Svo mætirðu á svæðið og tekið um báða fæturnar á þér og dýft ofan í skít.

he he..nú byrja ég að hlæja aftur.

þriðjudagur, nóvember 15, 2005  
Blogger Gummi said...

ye bastard...

þriðjudagur, nóvember 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

you keep on keeping on.
Work it like a poilaroid picture

þriðjudagur, nóvember 15, 2005  
Blogger Gummi said...

Takk Björgvin, ef það væri nú bara til Dominos hérna...

miðvikudagur, nóvember 16, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hmmm... ég myndi ekki kalla það að vinna eins og hundur að láta sjá sig í sorpinu einn dag og fara svo með tárin í augunum og snökta:"ég vill ekki fara aftur þangað, ég varð skítugur" En þú stendur þig samt vel kallinn minn! Við skulum bara vona að botninum á þínum vinnuferli sé náð...
Viggó

miðvikudagur, nóvember 16, 2005  
Blogger Gummi said...

Hefurðu séð hunda vinna? Þeir sleikja á sér klofið...

Hef samt lúmskan grun um að botninum séð ekki náð! Ótrúlega bjartsýnn hvað það varðar...

miðvikudagur, nóvember 16, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home