mánudagur, apríl 24, 2006

Dobble Frigg!


Ég veit ekkert hvað er í gangi hérna hjá mér, eða þ.e.a.s. internetinu hérna. Ég veit ekkert hvað gerist þegar ég ýti á "Publish" takkann. Kannski kemur þetta, kannski ekki, kannski kemur þetta fimm sinnum...kemur í ljós.

Ég hjólaði með Siggu í vinnuna áðan, hún þurfti að mæta á vakt, ekki ég - latur. Alltaf í fríi á mánudögum og þriðjudögum, sem er fínt af því að eins og allir vita er ömurlegast að vinna á mánudögum. En ég hjólaði sem sagt með henni til að taka nokkrar myndir af vinnustaðnum:


Þetta er utan á móttökuna og hér er ein af "háhýsinu" eins og þau kalla það:


Ekki nema einhverja 15 hæðir í því flykki. Það eru náttúrulega svo einhver hús í kringum þetta sem tengjast öll niðri í kjallara sem ég ætlaði einmitt að skella mér niður í til að taka mynd af lengsta gangi sem ég hef séð á ævinni. Fór í information og sagðist vera að vinna hérna og hvort ég mætti ekki smella af eins og einni mynd af einum gangi þarna niður í kjallar, tók auðvitað fram að það myndu engir sjúklingar vera á myndinni.
NEI! Það mátti ég ekki!
Þegar ég var að labba í burtu spurði ég sjálfan mig: "Hvað myndi nú Nr. 47 gera í Hitman Contracts?" Hann myndi allavega ekki spyrja um leyfi!"
Þannig að ég snéri við, laumaði mér framhjá information og niður í kjallara, smellti upp nafnskiltinu mínu og tók beina stefnu á ganginn langa og tók myndir. BÚJA!




Problemmet var bara það að það er ekkert geðveik lýsing þarna niðri þannig að það sést voða lítið. Svo er þetta svo sjúkt langur gangur að ég nennti heldur ekki alveg út í enda...you get the picture...Þetta ljós sem er þarna hægra megin, þar er gangurinn ekki einu sinni hálfnaður. Ég með súmmið í botni og samt sést ekki neitt...DAMMIT!

Nú jæja, páskarnir voru nú líka ágætir. Við fengum send 4 páskaegg. Þrjú númer 5 og eitt númer 7 ásamt smá nammi og náttúrulega Kokteilsósu úúúúúújeeeeee! Á einu páskaegginu var fuglaflensan í sínu fínasta formi:


Crazy eyes, greinilegt merki um flensuna.

Svo er spáð sól og 20 stiga hita hérna á morgun....I like!

4 Comments:

Blogger TaranTullan said...

Já!! Það er greinilegt að þú hefðir þurft bigassmotherfuckingwithbiglensoutofthisworld myndavél til að ná ganginum langa Gummi minn *dæs*

þriðjudagur, apríl 25, 2006  
Blogger Gummi said...

Ég þori að veðja að bigassmotherfuckingwithbiglensoutofthisworld hefði ekki dugað mér heldur.....hefði átt að láta Siggu standa út í hinum endanum með kyndil eða eittthvað!

þriðjudagur, apríl 25, 2006  
Blogger Garðar said...

ekki er nú flugstöðin í kastrup stutt þó sýnist mér þetta vera nú ansi lengra...

ánægður með hversu vel fyrsta 47 hitman verkefnið þitt gekk, hlakka til að heyra um fleiri.

þriðjudagur, apríl 25, 2006  
Blogger Gummi said...

takk takk....fólk hefur verið að kasta fram nafninu Iceblue til að afgreiða næst ;)

miðvikudagur, apríl 26, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home