mánudagur, apríl 10, 2006

Tröppur eru tól djöfulsins.

Það fannst manninum allavega sem kom á bráðamóttökuna, snemma á laugardagskvöldið, eylítið ölvaður með gat á hausnum.

Ég var að vinna um helgina. Var reyndar að vinna mið. - sun..
Á meðan flest ykkar hafa kannski fengið ykkur mjöð af mörgum gerðum var ég að upplifa eftirfarandi:
Ég keyrði fullan kall með gat á hausnum niður í röntgen. Mikið blóð.
Ég var kallaður út í "hjartastopp" en þegar við komum var maðurinn eiginlega látinn. Þannig að ég og ein stelpa þurftum að fara niður í kjallara, finna stálborð, sækja manninn og keyra hann aftur niður í kjallara.
Ég hljóp með all nokkrar "akút" blóðprufur niður í greiningu.
Ég fór með öðrum yfir á geðdeildina og sótti gamla konu sem var víst búinn að meiða sig. Ég fattaði eftir mjög stutta stund að þetta var sama kona og ég hafði verið að keyra niður í röntgen um daginn, hún mundi ekki eftir mér...
Ég fór með litlan krakka í myndatöku af því að hann var búinn að æla út um allt á bráðamóttökunni. Held ég hafi aldrei séð svona mikið af ælu á einum og sama staðnum, rosalegt alveg hvernig allt þetta magn gat hafa komið úr þessari litlu písl.
Ég hélt í höndina á gamalli konu í lyftunni af því að hún er víst mjög hrædd í lyftum.
Ég fékk rigningu af blótsyrðum frá manneskju sem var nývöknuð eftir aðgerð. Inn á milli skildist mér að hún væri svona pisst off af því að hún var ekkert búinn að borða í 2 daga og ég var greinilega ekki að gera neitt í því, helvítis þorskhausinn sem ég væri...

..jæja, hvernig var helgin þín?

Ég veit bara að ég ætla að slappa af um næstu helgi.




Ef einhverjum langar að hafa samband við mig þá er líklega hægt að gera það í gegnum skype(siggaoggummi), msn(gmgmu@hotmail.com) eða gmail(gummi80@gmail.com). Svo skilst mér að það sé líka skaðlaust að skilja eftir eina eða tvær línur hérna fyrir neðan.

17 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Long time no see... svakalega hefur þér farið aftur í málfræðinni! Gerðu eitthvað í þessu með þágufallið og vandaðu þig þótt ég sé ekki yfir öxlinni á þér dagen rundt.
Smask frá gettu hverjum...

mánudagur, apríl 10, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

ein lína...
tvær línur.....

Gaman að heyra af þér í heilbrigðisgeiranum. Gott að vita af þér þar þegar ég kem til köpen.

Ertu annars ekki í fríi þá????

mánudagur, apríl 10, 2006  
Blogger Gummi said...

mjújú, ég er einmitt í fríi þá, það verður gaman.

Tinna...ég veit alveg af þessu með málfræðina, ég hef satt að segja verið að hafa smá áhyggjur af þessu. Ég virðist vera að gleyma íslenskunni smátt og smátt - sem er lokaliðurinn í að skilja mig algjörlega frá þessu skítalandi sem ykkur hinum hefur ekki tekist að flýja ennþá.

mánudagur, apríl 10, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Já gott að hafa svona mann þegar skjárinn verður á rassgatinu í köben :)

mánudagur, apríl 10, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég gerði mér ekki grein fyrir hversu sárt þú saknar föðurlandsins! Þakka hlýjar kveðjur á klakann sem ber nafn með rentu þegar langt er liðið á vor.

Ekki gleyma að HH er í útrás til Danmerkur og þú getur örugglega fengið vinnu hjá honum sem túlkur. En til þess að skilja hann þarftu náttlega að skilja íslensku líka, ikke?! Kennarabörn mega ekki klikka á málfræðinni, þá fara þau beint til helvítis, burt séð frá unnum góðverkum í þessum heimi.

Gott að Hemmi fer með til KöPen. Muohohohohohohoh!

þriðjudagur, apríl 11, 2006  
Blogger Gummi said...

again...sakna ekki landsins, ég sakna ykkar! Hélt að múttur ættu að vera löngu búnar að fatta það... ;)
HH þarf bara að fara að drífa sig í að kaupa einhverja sjónvarpsstöð hérna svo að ég geti fengið vinnu við það sem ég geri best - sitja á rassgatinu!

Hemmi og Geiri, mér finnst mjög gott hjá ykkur að halda að ég verði ekki á rassgatinu líka þarna með ykkur :D

þriðjudagur, apríl 11, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hér er lítið ljóð fyrir horfinn son móðurborðsins og lítinn lera ættar:

Gummi, þú ert sem runni,
sprettur grænn og fagur og blómstrar vetur, sumar, vor og haust á grundum Merkur Dana.
Þytur í laufi, rennur á götu, halur á hjóli höfuðstór, hugumprúður, hjartahlýr,
vaskur á velli vígamaður,
til orð og æðis, smár.
Ó hve Íslands ögur urðu undur smá er þú sigldir um höfin blá í sautján ár.
Ó hve létt væri að fagna þér blítt og létt (skóhljóð, ó-hljóð) er snýrð þú heim til svartra sanda og bjartra lenda mæðra og feðra sem þig hafa á brjóstum borið.
Komdu heim, ó komdu heim, þó ekki væri nema í huga og hjarta. Þín bíður borgin bjarta, grösug tún, bjór í fötu, þá er enginn Þrándur í Götu er við hittumst heil á ný.
Mundu mig (okkur), ég (við) man (munum) þig (ykkur); DBS! BSRB! DHL! AVID!

miðvikudagur, apríl 12, 2006  
Blogger Gummi said...

Þakka þér(ykkur) kærlega fyrir, snertir strengi á undarlegum stöðum...

DBS? BSRB? DHL? AVID? - ég ekki fatta...

miðvikudagur, apríl 12, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Æ, það vantaði eiginlega "hó!" á eftir skammstöfununum. Prófaðu að lesa þetta upphátt með sérstakri áherslu á "hó-ið":
DBS - hó!
BSRB - hó!
DHL - hó!
AVID - hó!
Finnst þér þetta ekki íslenskt eitthvað? Komiði heim í sumar?

XXX

fimmtudagur, apríl 13, 2006  
Blogger Gummi said...

ach so...nei við komum ekki heim í sumar, ekki eins og stendur allavega.

fimmtudagur, apríl 13, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Bíddu... af hverju ertu svona fálátur? Gæti það stafað af því að þú HEFUR EKKI HUGMYND UM HVER ÉG (VIÐ) ERUM sem yrkjum svo fallega til þín..?

fimmtudagur, apríl 13, 2006  
Blogger Gummi said...

Mig langar að segja Tinna og Arnar... :)

föstudagur, apríl 14, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Arnar, erum við upp eða niður með okkur...?

föstudagur, apríl 14, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Arnar, erum við upp eða niður með okkur...?

föstudagur, apríl 14, 2006  
Blogger Gummi said...

Það er bara svona að skrifa sig alltaf inn sem einhver "óþekkjanlegur". Þetta er internetið!

föstudagur, apríl 14, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég skrifa mig alltaf inn undir eigin nafni, Runni minn. Við Arnar rifumst bara svo um hvernig við ættum að signera ljóðið að anonymus varð að verða fyrir valinu.

föstudagur, apríl 14, 2006  
Blogger Gummi said...

hahaha rugludallar :D

laugardagur, apríl 15, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home