laugardagur, mars 25, 2006

Nattevagten.

Nóg að gerast. Ég ákvað að herma eftir henni Guðbjörgu og fá mér svona web counter á síðuna mína, held að vísu að hann sé eitthvað vitlaust stilltur, er ekki alveg viss, þarf að tjékka betur á þessu...kannski ég geri það bara núna!

Neibb, hann er réttur...

Radisson SAS gaurinn hefur ekkert hringt aftur og ég hef ekki reynt að hafa samband við hann. Ástæðan er líklega sú, eins og áður hefur komið fram að þetta er nú ekkert voðalega safe jobb, ekki föst innkoma þó að starfið sjálft sé eitthvað sem ég væri alveg til í fást við. Önnur ástæða er sú að Sigga var í vinnunni á spítalanum á fimmtudaginn og sendi mér sms. Þá hafði henni verið skipað að láta mig vita að það vantaði fólk sem gæti byrjað med det samme. Hún lét líka fylgja með eitthvað númer sem að ég hringdi í og konan á hinum endanum, hún Dorthe, sagðist vilja fá að hitta mig.
Ég ákvað að rýma mína þéttskipuð dagskrá til að geta hitt hana kl. 13:30 í gær. Við settumst niður og spjölluðum aðeins, ekkert um daginn og veginn - ótrúlegt en satt, heldur bara um helstu upplýsingar sem ég þurfti að vita.
EF ég verð ráðinn er í boði 28 tíma vinnuvika, annað hvort vaktin 13:45 til 22:00 eða frá 22:00 til 06:00...NATTEVAGTEN! úúúúúúúú
Hún var nú ekkert voðalega spennt fyrir mér verð ég að segja og var eiginlega bara að tala um vaktina 13:45 - 22:00 við mig. Það var ekki fyrr en ég sagði að ég gæti alveg tekið næturvaktina ef það hentaði betur. Þá lýstist Dorthe alveg upp, hélt hún ætlaði að faðma mig. "Æðislegt, frábært! Það munar svo miklu að geta beðið einhvern um að taka eina og eina næturvakt!" sagði hún. Eftir það fór hún eiginlega bara að skipuleggja vaktaplanið mitt, spyrja mig hvort að ég vildi ekki fá sömu fríhelgar og Sigga og solleiðis. Hún talaði nefnilega þannig að hún myndi ekki setja mig á næturvaktina, það væri bara svo þægilegt að geta beðið mig um að taka eina svoleiðis ef að það þyrfti.
Dorthe náði samt að róa sig á endanum og sagðist ætla að taka helgina í að hugsa málið og myndi láta mig vita á mán. eða þri. sama hvort ég yrði ráðinn eða ekki.
Hún elskar mig, veit það bara ekki ennþá...

Annars hef ég mikið verið að spá í hvað í fjandnum það er við mig sem gerir það að verkum að fólki langar að tala við mig. Þá er ég að meina algjörlega ókunnugt fólk! Bara einhverstaðar út á götu, inn á börum, út í sjoppu, dagur, kvöld - skiptir engu máli. Fólk kemur bara upp að mér og byrjar að tala um eitthvað sem að mér gæti ekki staðið meira á sama um. Enda hlusta ég ekkert á þau, horfi bara á þau þangað til að þau fatta hvað ég er hugsa: Af hverju í andskotanum ertu að tala við mig? Og nú farið þið kannski að halda að ég líti eitthvað stórt á mig en það er bara ekki satt. Þið getið spurt Siggu um þetta, við stöndum stundum bara gapandi yfir þessu. Það skrýtna kannski í þessu er að þetta er ekkert bundið við DK, þetta var alveg sama sagan á Íslandi.
Alveg að verða pirraður á þessu...



Kannski maður þurfi bara að vera með skilti á sér...

4 Comments:

Blogger V said...

ekki get ég skilið afhverju fólk er svona æst í að tala við þig... ég er alveg mjög sáttur við það að þurfa þess ekki að staðaldri!

mánudagur, mars 27, 2006  
Blogger Gummi said...

nákvæmlega!

mánudagur, mars 27, 2006  
Blogger Garðar said...

mér finnst þú frábær!

þriðjudagur, mars 28, 2006  
Blogger Gummi said...

já ætli það ekki....spurning um að fara að nýta sér þetta, fara út í sálfræði og rukka fólk fyrir að tala við mig?

Mér finnst þú líka frábær Garðar!

fimmtudagur, mars 30, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home