laugardagur, apríl 15, 2006

Runni?

Hvað meinarðu með Runni?

Það hefur hægst all verulega á bloggfærslum hjá mér eftir að ég fékk vinnu. Ég gæti bloggað bara einu sinni í mánuði og samt bloggað oftar en Guðni!!!



Það fer fátt framhjá skötuhjúunum.
Við skruppum til Köpen í partý til Rannveigar, massastuð, mikið drukkið, gríðarleg þynnka daginn eftir.

Mér finnst gaman að gera tilraunir, stundum geri ég þær án þess að vita af því.
Ég er nefnilega búinn að komast að því að fólk vorkennir mér ef ég raka mig alveg. Þegar ég fór í atvinnuviðtalið á spítalanum ákvað ég að reyna að vera "hreinlegur" í framan þannig að ég rakaði allt skegg af mér. Undir leyndust tvær bólur og ég mundi af hverju ég hætti að raka af mér allt skeggið fyrir löngu. Önnur var fyrir neðan neðri vörina og hin á milli nefs og vara. Þessar tvær voru í simetrískri línu við þessa sem var á nefinu sem tengdist annari sem hafði tekið sér bólfestu á enninu.
Nú jæja, bólurnar breyttu því ekki að ég fékk vinnuna og þakkaði ég skeggleysinu náttúrulega fyrir þessa nýfundnu lukku mína. Að sjálfsögðu kepptist ég þá við að halda mér "hreinum" í framan næstu vikurnar og mér gekk fantavel í vinnunni, allir rosalega góðir og hjálpsamir.
Auðvitað gafst ég upp á að halda mér "hreinum" í framan og er núna kominn með kleinuhringinn aftur. Nánast um leið og ég hætti að raka mig breytist allt! Enginn nennir að hjálpa mér lengur og á á bara að vera búinn að læra allt um allt á þessum stutta tíma sem ég hef verið þarna. Fólk virðist líka treysta mér betur. Skil þetta ekki.
Til þess að geta kannski kallað þetta tilraun þyrfti ég væntanlega að raka mig aftur og athuga viðbrögð en því nenni ég náttúrulega ekki...



Auk þess að ég held að það fari mér bara betur að vera með smá skegg.

17 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

HVAÐ ER ÞETTA MEÐ K Ö P E N ?????

Mér finnst þú sætari sköllóttur með bólur en með kleinuhring. En það er bara ég...

laugardagur, apríl 15, 2006  
Blogger Gummi said...

Hvað meinarðu? Viltu kalla þetta sjöpen, eins og svíarnir?

laugardagur, apríl 15, 2006  
Blogger Gummi said...

...og útskýrðu "Runni", takk fyrir.

laugardagur, apríl 15, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

köBen Gummi, köBen

laugardagur, apríl 15, 2006  
Blogger Gummi said...

hrmpf. Mín síða, mitt tungumál! HAH!

köpen it is then...

sunnudagur, apríl 16, 2006  
Blogger AM said...

Köben, Köpen, Kaup, Copen...

Mig minnir að runni hafi átt að ríma (illa) við Gummi og svo "ber að sama brunni" en ég man ekki hvort það hélt sér og ég ætla ekki að athuga það þar sem ég nenni ekki að lesa ljóðið einu sinni enn.
Kannski átti það við þennan gróður framan í þér. Kannski það sé okkar að yrkja og þitt að skilja.

sunnudagur, apríl 16, 2006  
Blogger Gummi said...

ach so. þetta var samt nett ljóð, man ekki hvort ég var búinn að segja takk fyrir það. Þannig að..eh..takk :)

sunnudagur, apríl 16, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott að einhver skilur mig á heimili ykkar Siggu. KöBen er málið. Hefurðu látið þér detta í hug að spyrja hana hvort henni finnst betra að kyssa þig með eða án runnans?

mánudagur, apríl 17, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott að einhver skilur mig á heimili ykkar Siggu. KöBen er málið. Hefurðu látið þér detta í hug að spyrja hana hvort henni finnst betra að kyssa þig með eða án runnans?

mánudagur, apríl 17, 2006  
Blogger AM said...

Aldrei er góð vísa of oft kveðin

mánudagur, apríl 17, 2006  
Blogger AM said...

Aldrei er góð vísa oft oft kveðin

mánudagur, apríl 17, 2006  
Blogger Gummi said...

Jú ég hef spurt hana, svarið verður ekki gefið upp hér.
KauPmannahöfn - KauP - KöPen!

þriðjudagur, apríl 18, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hver er eiginlega mesta kellingin á þessu bloggi?

fimmtudagur, apríl 20, 2006  
Blogger Gummi said...

það kemur ekkert blogg hér fyrr en á mánudaginn, sem er næsti frídagur minn...

föstudagur, apríl 21, 2006  
Blogger Sveinsson said...

Hættu að vinna. I'm bored. Það var miklu skemmtilegra þegar þú varst atvinnulaus ræfill..

föstudagur, apríl 21, 2006  
Blogger Gummi said...

sorry...ég skal reyna að láta reka mig hið snarasta!

föstudagur, apríl 21, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

ÞAÐ HEFUR HÆGT VERULEGA Á ÞESSU BLOGGI.

Hvað segiði um að við strykjum drenginn um nokkra þúsundkalla hvert mánaðarlega svo hann geti haldið áfram að fylla líf okkar innihaldi og tilgangi? Eða hver ykkar þrætir fyrir að fyrsta morunverkið, að ropi, prumpi, rúnki og teygjum meðtöldum, sé að kíkja á blogg skeggjaða dvergsins í Danmörku? Ég skora á ykkur - Gummi - reikningsnúmer?

föstudagur, apríl 21, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home