miðvikudagur, apríl 05, 2006

Shalom.

Daði átti afmæli á mánudaginn, pabbi átti afmæli í gær og Katrín átti afmæli á sunnudaginn. Ég er í Danmörku og af þessum þrem er Katrín þar líka. Meira að segja í sömu borg, tekur mig svona ca. korter að hjóla til hennar.
Af þessum þrem reyndist samt erfiðast að ná í Katrínu, endaði reyndar með því að ég náði bara ekkert í hana og hef ekki ennþá gert...magnað.

Ég er annars að verða of seinn í vinnuna en langði að posta hérna aðeins, aðalega með eitt í huga: Forvitni.
Ég er að drepast úr forvitni. Ég er nefnilega með svona sér síðu sem að aðeins ég kemst inn á. Þar sé ég nákvæmlega hvað koma margir hingað á dag og hvað þeir eru lengi og hvaðan þeir koma og hvert þeir fara. Það sem ég sé ekki er HVERJIR þetta eru. Ég er ekki að heimta að hver og einn sem kemur hingað kommenti eitthvað í hvert einasta skipti, stundum hefur maður bara ekkert að segja, en svona í þetta eina skipti - ef þeir sem leggja hingað sína leið og nenna kannski að renna yfir þetta þvaður sem að ég pikka hérna, myndu nenna að segja tja..."hæ" t.d.. Þarf ekki að vera lengra. Mig langar bara svolítið að vita HVERJIR þið eruð - call it my need to know.

21 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

You´re not on a need-to-know-basis



Guðni ;)

miðvikudagur, apríl 05, 2006  
Blogger Gugga said...

Vúúuu...þýðir þetta að nú sértu búinn að finna númerið á tölvunni minni og sjáir hvað ég sé að gera í hvert skipti...Maður þorir varla en..."hæ". p.s. Erum að koma til Köben(en höfum ekki tíma í meira) á laugardaginn fyrir páska og förum á páskadag. Svona er að vera foreldri, við tökum nóttina fyrir flugið, tímann í fríhöfninni, málsverðinn í flugvélinni og allt með í reikninginn, það er ómetanlegt að geta slakað á í einn sólarhring! En kannski ætlið þið út á lífið í Köben á laugardagskvöldið 15. apríl???

miðvikudagur, apríl 05, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki ég allavega, ég er vinnandi kona og hef ekki tíma í vitleysu;)
Langar nú samt að koma og sjá ykkur, þó það væri ekki nema bara til að tannlæknirinn gæti kíkt aðeins á tönnina mína;)

miðvikudagur, apríl 05, 2006  
Blogger Gummi said...

Guðni, hélt þú vissir það að ég er 007 og þar af leiðandi alltaf on a need to know basis ;)

Nei Gugga, ég er ekki það mikill hakkari. Ég sé bara tölur um umferð til og frá síðunni minni.
Það gæti verið að ég verði nú í Köben þann 15. - er ennþá að vinna í því. Kippi kannski bara tönninni hennar Siggu með ;)

miðvikudagur, apríl 05, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

rock & roll

Hemmi

fimmtudagur, apríl 06, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Going!

3D

fimmtudagur, apríl 06, 2006  
Blogger Garðar said...

Klöver*







Mellan-
mjölk
fetthalt 1,5%























1,5 liter. Svensk mjölk

fimmtudagur, apríl 06, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Blessaður.....vona að KFC hafi ekki brugðist þér síðustu helgi:)

fimmtudagur, apríl 06, 2006  
Blogger Gugga said...

já hvernig væri að fá sér einn öllara með desperate housewife og father....kjartan kíkir á tönnina!!!

fimmtudagur, apríl 06, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég lít reglulega inn. Annars átti Dóra lítinn typpaling á þriðjudaginn. Fæðingin tók aðeins 70 mín. Það er búið að nefna hann Tristan Þór.


Davíð

fimmtudagur, apríl 06, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Forvitni? Paranoia?

föstudagur, apríl 07, 2006  
Blogger Garðar said...

Innilega til hamingju með það Davíð!

kveðja,
Garðar

föstudagur, apríl 07, 2006  
Blogger Gummi said...

Það er náttúrulega alveg hrikalegt að þurfa að frétta svona í kommentakerfinu mínu, Davíð. En til hamingju samt sem áður :D
Þetta er svolítið það sem ég var að meina...þegar maður er svona út í úglöndunum og er að blogga, þá er þetta oft eina(ok kannski ekki eina) leiðin til að fá fréttir af vinum sínum sem maður hittir ekki reglulega á msn eða á skype. Sem minnir mig á það: Davíð, farðu nú og dánlódaðu eins og einu stykki skype, svo að maður geti nú óskað þér almennilega til hamingju á þess að fara á hausinn við það ;)

Forvitni er bara eitt form af paranoia í mínum kokkabókum....

KFC brást sko ekki, hehe.

föstudagur, apríl 07, 2006  
Blogger Gummi said...

og já...ég er alltaf til í einn öllara en mér finnst líklegt að ef ég kemst til köben þá yrði sú heimsókn líklega bara í einn dag....kemur í ljós.

föstudagur, apríl 07, 2006  
Blogger Gugga said...

Já við erum nú bara einn dag, komum lau og förum sun...þannig að það mega ekki vera margir öllarar!!Ekki gaman að missa af fluginu heim um þessa helgi...allt uppselt eftir páska!!!

föstudagur, apríl 07, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

ég lít stundum við hjá þér, í hvert sinn man ég að ég ætla alltaf að fara senda kokteilsósu á ykkur :)

laugardagur, apríl 08, 2006  
Blogger Gummi said...

hahaha

sunnudagur, apríl 09, 2006  
Blogger Gugga said...

Hvað segiði var einhver að óska eftir því að fá Páskaegg???

sunnudagur, apríl 09, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

við tökum á móti öllum gjöfum...

sunnudagur, apríl 09, 2006  
Blogger Gummi said...

..og það er aldrei að vita nema að þessum gjöfum yrði svarað með smá MATHILDE kakómjólk...

mánudagur, apríl 10, 2006  
Blogger TaranTullan said...

Það er nú langt um liðið frá síðasta bloggi, Gummi!!!

mánudagur, apríl 10, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home