miðvikudagur, apríl 26, 2006

Úrslit í skrefaleiknum.

Það er miðvikudagur og eins og lofað var þá eru úrslitin hér með tilkynnt:

Ekkert ykkar var nálægt því að giska á rétt! Ég gekk ekki nema 64811 skref. Það er náttúrulega no way of knowing hvað maður kemur til með að gera um helgar. Ef ég hefði verið á bráðamóttökunni þá hefði ég mjög líklega labbað meira þar sem það var allt fullt þar. En hvað fékk Gummi að gera? Mjújú, ég fékk að vera á fæðingardeildinni!
Hversu kúl er ég þegar ég segi við strákana að ég komist ekki til að spila fótboltaleikinn á laugardag af því að ég er að fara að fylgjast með kellingum drita út úr sér litlum, mjög svo krumpuðum, ægilega skítugum kraftaverkum. Ekki mjög kúl hann ég, það get ég sagt ykkur!

Góðu fréttirnar eru þær að þið eru öll sigurvegarar! Verðlaunin hafa enn og aftur tekið á sig nýja mynd og eru nú í formi kassa af bjórs sem að þið getið notið með mér þegar þið loksins drullist til að koma í heimsókn :D



Það er dýragarður hérna og allt.

Já, þetta er eitt stórt ljón og eitt lítið ljón að reyna að rífa þessa geit í frumeindir...

6 Comments:

Blogger Garðar said...

vúhúúúú! Ég vann!!! ég er sigurvegari!

Og ég kem til með að koma til að drekka verðlaunin bráðum (veit ekki nákvæmlega hvað ég meina með bráðum) en vittu til :)

Gaman af ljónum

fimmtudagur, apríl 27, 2006  
Blogger AM said...

Andskotinn! Ég veðjaði á að þú færir aftur í tíma. Ég verð að hætta að horfa á sjónvarpið. Annars sagði ég nýja yfirþýðandanum frá þessum leik og hann tjáði mér að hann ætti dýrasta skrefateljara í heimi. Ástæðan er sú að hann kom eitt sinn heim af galeiðunni en var ekki syfjaður þannig að hann fékk sér bjór og kveikti á sjónvarpinu. Í honum var að sjálfsögðu hinn frábæri skjáleikur. Hann ákvað að reyna að toppa þann sem var með hi-scorið. Fimm tímum seinna fór hann að sofa, tveimur dögum síðar fékk hann 45 þúsund króna símareikning og þremur vikum síðar fékk hann skrefateljara í verðlaun frá Símanum.

fimmtudagur, apríl 27, 2006  
Blogger Gummi said...

Ahahahahahahahahahahaha!! minn kostaði nú bara 200 kall og það íslenskar krónur í þokkabót!

föstudagur, apríl 28, 2006  
Blogger Garðar said...

hahahahaaahahaha... 45 þúsund króna skrefateljai! já, minn kostaði heilar 500 íslenskar og inniheldur einnig útvarp...

föstudagur, apríl 28, 2006  
Blogger Garðar said...

hahahahaaahahaha... 45 þúsund króna skrefateljai! já, minn kostaði heilar 500 íslenskar og inniheldur einnig útvarp...

föstudagur, apríl 28, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þeim fer heldur aftur, yfirþýðendunum...

laugardagur, apríl 29, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home