föstudagur, ágúst 11, 2006

Exellent.

Var að horfa á Simpson þegar ég var að hugsa um titil. Burns sagði "exellent". Svo verslaði ég líka kaffi í morgun, BKI. Undirtitillinn á því var "exellent". Þar með mætti rólega reikna með því að dagurinn í dag verði most exellent!

Guðni og Lovísa komu og fóru. Náði varla að blikka auga en gaman að sjá bróa sinn og spúsu hans, þó stutt væri. Þó stutt væri tókst okkur samt að tortíma 2 hvítvínsflöskum og 20 bjórum. Gaman.

Að halda að þessi dagur verði most exellent er áreiðanlega ávísun á hann verði ömurlegur, það er alltaf þannig. Staðfesting kemur seinna.(Ég fór s.s. í vinnuna í millitíðinni og þessi dagur var eiginilega sá besti sem ég hef upplifað á spítalanum).

Lítið annars að gerast hjá mér þessa dagana. Bíð, eins og krakki eftir nammidegi, eftir því að geta hætt í þessari vinnu. Er byrjaður að leita að nýrri.

Tengdó að koma í næstu viku. Rigningu spáð héðan og fram á þriðjudag.

Mikið held ég að þau verði svekkt ef að það rignir allan tímann sem þau eru hérna. Ég fagna þessari veðurbreytingu. Hver dagur sem að hitinn fer niður fyrir 20 gráður og ég svitna ekki tíu kílóum af mér er gulls ígildi.

Þegar ég var á leiðinni heim úr vinnunni í gær varð mér litið á stýrið og sá þetta kvikindi:

Hann(hann heitir Grúmull) náði að hanga þarna á í þessar tíu mín. sem það tekur mig að hjóla heim úr vinnunni og skemmti sér held ég bara ágætlega. Skreið út um allt stýrið, sem gerði það reyndar að verkum að, kellingin sem ég er, varð stundum að stýra bara með hægri, stundum bara með vinstri og stundum ekki með neinni. Það var þegar hann tók spretti á milli. Ég var svo upptekinn af honum Grúmli að ég hjólaði næstum á ljósastaur. Ekki gat ég skotið honum í burtu því að ég er svo mikil kelling. Það minnir mig á þegar ég bað orm afsökunar af því að ég steig á hann...

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Excellent

laugardagur, ágúst 12, 2006  
Blogger Garðar said...

indeed... i mean, excellent

laugardagur, ágúst 12, 2006  
Blogger Gummi said...

I know...get ekki sagt það sama um daginn í dag...brjálaður! Helvítis lötu, heimsku, fokking fæðingarhálfvitar sem ég er að vinna með eru að gera mig gráhærðann! Lét þau líka heyra það...



..ég er stuttu snæri frá því að go AK47 on their asses.

laugardagur, ágúst 12, 2006  
Blogger Tinna said...

Ég man eftir orminum.

sunnudagur, ágúst 13, 2006  
Blogger Gummi said...

Hlóst líka ofsalega mikið.

sunnudagur, ágúst 13, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Djöfull er ég brúnn þarna á myndinni.

Takk fyrir okkur brói!

Guðni

þriðjudagur, ágúst 15, 2006  
Blogger Gummi said...

Anytime!

miðvikudagur, ágúst 16, 2006  
Blogger Gugga said...

Hvað á ekkert að blogga á meðan tengdó er í heimsókn og segja okkur hvernig veðrið og allt er???

sunnudagur, ágúst 20, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, hvernig er það?

sunnudagur, ágúst 20, 2006  
Blogger Gummi said...

neh...blogga kannski í kvöld þegar þau eru farin ;)

þriðjudagur, ágúst 22, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home