fimmtudagur, júlí 20, 2006

Zdob Si Zdub

Merkileg hljómsveit. Eða hvað veit ég, sá hana ekki. Skilst að þeir séu frá Moldavíu og frægasta lagði þeirra heitir "Bunica Bate Toba".

Ég hef aldrei verið sakaður um að vera neitt rosalega gáfaður og ég ætla ekki að fara að halda því fram að allar hjúkkur séu heimskar, þvert á móti. Það er aftur á móti ekkert nema loft á milli eyrnanna á hjúkkunum sem ég er að vinna með. En ég er nú bara ég og ætla þessa vegna að leyfa þér að dæma. Þetta er ca. hálftími úr mínum degi á spítalanum:

Síminn hringir. Ég svara.

H(hjúkka): Geturðu sótt fyrir mig röntgenmyndir?
G(það er ég): Ekkert mál.

Ég fer með myndirnar sem voru niður á jarðhæð og fer með þær upp á sjöttu hæð. Fer niður á fyrstu hæð og held áfram að þrífa. Næ reyndar ekki lengra en að setja á mig hanskana þegar síminn hringir aftur:

H: Heyrðu, við erum með röntgen myndir hérna uppi sem þú þarft að fara með niður á bráðamóttöku, stofu 7 og það liggur á! Sjúklingurinn er í slæmu ástandi.
G: Ég kem undir eins.

Upp á sjöttu hæð í snatri, gríp myndirnar og hendist niður á jarðhæð. Á leiðinni rek ég augun í nafnið utan á og þetta eru sömu myndir og ég var nýbúinn að hlaupa með upp. Nú jæja, skítt með það, mistök gerast, fer aftur upp á fyrstu hæð að þrífa. Næ ekki lengra en að setja einungis annan hanskann á mig þegar síminn hringir aftur:

H: Hæ, þú þarft að koma hingað upp í snatri og sækja rúm. Þú þarft svo að keyra það niður á bráðamóttökuna, stofu 7, leggja sjúklinginn í rúmið og keyra hann svo upp á gjörgæslu. Það liggur á! Sjúklingurinn er í slæmu ástandi.
G: uh...ókei.

Eins gott fyrir þau að ég stressaðist ekki upp við þetta því annars hefði ég ábyggilega sofnað á leiðinni upp. En ég s.s. drattast upp á sjöttu hæð, orðinn töluvert sveittur og lækker, næ í helvítis rúmið og drusla því niður. Þegar ég er á leiðinni þangað hitti ég strák sem vinnur við það sama og ég og spyr hvað hann sé að fara að gera.

Strákur: Ég er að fara að sækja sjúkling inn á bráðamóttökuna og keyra hann á gjörgæslu.
G: Magnað, ég líka. Ætli það hafi orði bílslys eða eitthvað?
S: Ég veit það ekki, hef ekkert heyrt.

Við göngum svo rösklega inn á bráðamóttökuna, ég með rúmið á undan mér. Verðum tvö stór spurningarmerki þegar það kemur svo í ljós að við erum að fara inn á sömu stofuna.

G: Jæja, ég er allavega kominn með rúmið, nennir þú kannski að keyra hann upp?
S: Já, já.

H: Hvað ert þú að gera?
G: Hver, ég?
H: Já.
G: Ég er kominn með rúmið sem þið vildu fá frá sjöttu hæð af því að það var ekkert laust upp á gjörgæslu.
H: Ég veit ekki hver sagði þér það en við þurfum ekkert rúm, það er rúm upp á gjörgæslu. Viltu gjöra svo vel að færa þig.
G: uhh....ókei þá.
H: Stilltu rúminu bara upp þarna við vegginn, við þurfum ábyggilega að nota það á eftir.
G: Ég ætti að geta gert það.

Fer aftur upp á fyrstu hæð að þrífa. Næ núna að setja á mig báða hanskana og bleyta tusku áður en síminn hringir.

H: Það er eitthvað rúm hérna niður á bráðamóttökunni sem að á að fara upp á sjöttu hæð. Það er þarna hjá...
G: Ég veit hvar það er.


Mig langaði helst að taka tréklossana af mér og kasta þeim í hausinn á þeim...

4 Comments:

Blogger Hlynur Gauti Sigurðsson said...

Og þetta er venjulegur vinnudagur hjá þér. er allt í lagi með þig. viltu að ég hringi á hjálp, það gæti legið á?

föstudagur, júlí 21, 2006  
Blogger Gummi said...

Þetta er bara hálftími af mínu vinnudegi og nei ég held að ég hafi reddað þessu...

laugardagur, júlí 22, 2006  
Blogger Tinna said...

Er Helgi Björns orðinn hjúkka í Danmörku?

sunnudagur, júlí 23, 2006  
Blogger Gummi said...

híhíhí, ekki svo ég viti en það lítur allt út fyrir að þær hafi farið á námskeið hjá honum...

sunnudagur, júlí 23, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home