þriðjudagur, júlí 18, 2006

Ruben Ramos & The Mexican Revolution.

Og nei ég er ekki að grínast, þetta er nafn á hljómsveit sem var á Hróarskeldunni.

Ég held ég hafi verið að skrifa eitthvað hérna "um daginn" hvað instant kaffi væri nú alveg hreint snjallt þar sem að kaffivélin mín; Butler: A smart move gaf upp öndina.
Sem minnir mig á það, ég verð nú að fara í það að rífa það kvikindi í sundur fyrst ég er nú búinn að finna hamarinn minn....
Allavega, instant er ennþá mjög fínt í mínum huga. Þ.e.a.s. ekki fínt as in posh, bara fínt as in mér líkar það.
Fleiri plúsar fóru að koma í ljós þegar við fengum gesti og maður bauð upp á kaffi. Þá er maður alveg laus við það að hafa hellt upp á of þunnt eða sterkt kaffi. Maður lætur gestina blanda sjálfa og þannig er líka séð um þá staðreynd að misjafn sé smekkur manna. Mjög fínt.
Til að byrja með skellti ég bara bolla með vatni í inn í örbylgjuofninn en það fannst Siggu ekki nægilega posh þannig að hún tók sig til og verslaði handa okkur rafmagnsketil. Melissa heitir hún og er straumlínulöguð samkvæmt nýjustu tískukröfum samfélagsins. Ekkert sérstaklega fjölhæf, það er on takki og sé honum vippað í gagnstæða átt fer hann á off. En hún er flott og mér líkar hún.
Ég hef notað hana Melissu mína oft og leyft gestum að prófa, aldrei hefur hún brugðist. Ég notaði hana meira að segja rétt áðan, engin vonbrigði þá heldur.
En ég get ekki treyst henni! Það var nefnilega lítið letur á henni sem ég rak augun í um daginn.

Fullt nafn er: Melissa; A smart move!


Maður ætti alltaf að lesa smáa letrið.

7 Comments:

Blogger AM said...

Góður. Instant er æði. Almennilegur espresso er betri en instant er samt æði. Flugvélamatur kaffiheimsins.

þriðjudagur, júlí 18, 2006  
Blogger Tinna said...

Ó mæ god. Ég veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja.

miðvikudagur, júlí 19, 2006  
Blogger Gummi said...

Lestarkaffi er samt furðuvont...enda lestarkaffi.

Það hefur stundum virkað fyrir mig að byrja í miðjunni og vinna svo í báðar áttir. Hjálpar það eitthvað?

miðvikudagur, júlí 19, 2006  
Blogger AM said...

Nú er klukkan t.d. 8:02 á miðvikudagsmorgni og ég sit með instant, sterkt og gott þar sem ég hafði enga þolinmæði til að setja mokkakönnuna á gasið. Ég vil koffín núna.

miðvikudagur, júlí 19, 2006  
Blogger Gummi said...

Ég líka! Instantly!

miðvikudagur, júlí 19, 2006  
Blogger Tinna said...

H J Á L P!
Ég get ekki tekið þátt í þessum samræðum.

fimmtudagur, júlí 20, 2006  
Blogger Gummi said...

Þetta er samt allt að koma hjá þér...

fimmtudagur, júlí 20, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home