þriðjudagur, júlí 25, 2006

Toumani Diabaté´s Symmetric Orchestra.

Neibb, það er engin ásláttarvilla í þessu nafni. Koma víst frá Afríku eða eitthvað álíka. Ofurhressir guttar hef ég lesið. Sá þá ekki. Þeir voru að spila á sama tíma og G & R. Eins og áður hefur komið fram hefði ég alveg geta sleppt þeim leiðindum og farið á Toumani Diabaté´s Symmetric Orchestra.

Það kom þá ekki bara að þeim degi að ég réðst á Butler: A smart move. Skrúfaði 5 skrúfur úr og var farinn að sleikja varirnar af tilhlökkun. Ég næ samt engu í sundur...hmmmm...snögg yfirlitsferð leiðir í ljós að ég er ekki búinn að skrúfa allar skrúfurnar úr. Við nánari athugun og reyndar allmargar tilraunir með bæði stjörnu og venjulegu skrúfjárni kemur í ljós að þetta eru ekki skrúfur. Ég veit ekkert hvað þetta er og meira að segja hamarinn minn er gagnslaus í þetta verk! Eina sem ég veit er að þetta heldur öllum Butlernum saman og ég á ekki eftir að komast lengra með þetta verkefni. Allavega ekki með þessi tól sem ég á. Bömmer. Var mikið búinn að hlakka til að rífa kvikindið í sundur.

Þetta er eins og ég segi alltaf: Ef það er ekki hægt að gera við það með hamri, þá er einfaldlega ekki þess virði að gera við það.

8 Comments:

Blogger Gugga said...

Þið verðið bara að fara að gifta ykkur og setja óskalista á netið...hahaha!!!

þriðjudagur, júlí 25, 2006  
Blogger Gummi said...

Eða við gætum bara sagt fólki að við séum búin að gifta okkur og það megi senda gjafir á Middelfartvej 58, st.tv. :D

þriðjudagur, júlí 25, 2006  
Blogger AM said...

Hefurðu prófað tætara?

þriðjudagur, júlí 25, 2006  
Blogger Tinna said...

Þetta eru boltar; græjan er lóðuð saman. Fyrir þá sem þekkja til er það eitt merki þess að hún sé í raun ryksuga í dulargerfi. Eða eitthvað. A.m.k. EKKI KAFFIVÉL. En hvað veist þú? Mæli með því að þú hendir henni í gólfið og giftir þig; þótt þú náir henni í sundur eru minni en engar líkur á að þú komir henni saman aftur. Nema kannski með lóðgræju sem kostar meira en ný vél.

þriðjudagur, júlí 25, 2006  
Blogger Tinna said...

P.s. ekki hætta að reykja.

þriðjudagur, júlí 25, 2006  
Blogger Gummi said...

Tætara, nei. En ég þarf greinilega að verða mér út um lóðgræju of some sort eða allavega ná vélinni í sundur svo ég geti notað hana sem ryksugu...

þriðjudagur, júlí 25, 2006  
Blogger AM said...

Farðu hægt í að gifta þig svo Tinna fái ekki áfengiseitrun.

miðvikudagur, júlí 26, 2006  
Blogger Gummi said...

Jííha!

miðvikudagur, júlí 26, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home