þriðjudagur, júlí 11, 2006

Mikið labb.

1.438.222 m2 er stærðin á svæðinu og þýðir bara mikið labb. Ég hata að labba.
En ég er búinn að vera svona lengi að koma þessari hátíð frá mér vegna þess að ég var að vona að ég kæmist í myndirnar sem að Keli tók á festivalinu en þar sem að hann líkist mér mjög hvað varðar leti þá nennir hann ekki að skella þeim á netið og þar af leiðandi nenni ég eiginlega ekki að segja frá því sem gerðist, eitthvað svo tómlegt án mynda.
Gæti svo sem reynt að stikla á stóru...
Laugardagur kom. Steikjandi sól. Ég og Sigga byrjuðum að drekka klukkan 11:30 sökum hita og aðgerðarleysis. Keli sómalíukrakki gat ekki hugsað sér að byrja með okkur.
Dagurinn leið átakalaust til kl. 16:30. Þá var haldið á tónleikasvæðið að heyra í Deftones. Sigga lét sig hverfa. Deftones voru góðir. Söngvarinn kann bara ekki að syngja live, sem er alltaf svolítið fyndið. Hitinn að drepa allt lifandi. Settumst í skugga eftir Deftones. Heyrðum í Primal Scream taka sínu helstu slagara. Keli ekki enn byrjaður að drekka og ég barðist við að reyna að pissa á almannafæri. Gekk ekkert alltof vel.
Á meðan við biðum eftir TOOL voru Free Hole Negro, Thaaström og Silver Jews ekki að heilla þannig að við sátum sem fastast. Helstu umræðuefnin voru skítalykt, af hverju Keli gæti ekki skitið á almenningsklósettum, af hverju ég gæti ekki pissað á almannafæri, hvaða helvítis hiti þetta væri eiginlega, hvort það gæti verið að sætum actually í hlandpolli og af hverju það væru ekki fleir berbrjósta kellingar hérna?
Svo kom TOOL og skellti fram þvílíku showi að ég hélt ég myndi byrja að slefa. Af hlægjandi fólki í kringum mig að dæma voru miklar líkur á því ég væri nú þegar byrjaður á því. En þetta voru sem sagt laaaaangbestu tónleikar sem ég hef séð á þessari ævi. Söngvarinn söng jafnvel, ef ekki betur, en hann gerir á diskunum og hef ég aðeins heyrt í einum manni sem getur gert það. Nefnilega Kóngurinn; Eddie Vedder!
Trommusláttur sem fékk ungann mann eins og mig verða veikann í hnjánum. Svakalegt alveg hreint. Eina sem sló á gleði mína voru tónleikarnir sem voru eftir TOOL. Keli heimtaði að fá að sjá Kanye West og voru það hrottaleg leiðindi, hefði betur farið og hellt yfir mig bjór á tónleikum með Ricardo Villalobos sem voru að spila í næsta tjaldi.
Týndum svo Siggu eftir afar skemmtilegan misskilning og auðvitað týndum við henni þegar bæði síminn minn og hennar voru orðnir batterílausir. Eftir ca. 2 tíma hafði henni nú tekist að finna tjaldið og var ekki sú hressasta. Sakaði mig um að hafa stungið hana af. Alltaf fyrst til að hugsa það versta um mig þessi elska ;D
Sunnudagurinn var tekinn snemma sökum óbærilegs hita og nettri þynnku. Keli brá sér til KöPen til að fá að kúka í heimahúsi. Magnað alveg hreint. Ég fékk aftur á móti ræpu og var það stundum tæpt að ég kæmist á kamarinn til að legga klósettpappír yfir setuna í tæka tíð.
Ég og Sigga drifum okkur á tónleikasvæðið klukkan 14:30 af því að hana langaði að sjá Damian JR. Gong Marley, son hins síreykjandi, sígaulandi, sídauða Bob Marley. Damian Marley sá sér hinsvegar ekki fært að mæta. Sjálfsagt verið massaskakkur einhverstaðar á vitlausum flugvelli að leita að rútu. Nú jæja, Insen - Alva Noto & Ryuichi Sakamoto var ekki málið, þannig að við skelltum okkur á Artic Monkeys í staðinn. Þeir voru fínir. Fórum svo og heyrðu The Strokes taka nokkur lög en það kom ekki til greina að missa af Placebo þannig að við yfirgáfum Strokes eftir hálftíma. Placebo voru rosalega góðir. Allt sem ég hafði búist við af þeim kom beint á sviðið og bitchslappaði mig allhressilega. Mjög gaman. Hitinn, rykið og fólksföldinn gerði það aftur á móti að verkum að ég var að kafna og þurfti að færa mig út fyrir tjaldið. Gerði ekki mikið, heyrði og sá allt sem mig langaði að heyra frá þeim. Keli mættur aftur.
Hlustuðum þar næst á Franz Ferdinand. Aldrei verið mikill fan þeirra og það breyttist ekkert við þessa tónleika. Siggu langaði svo að sjá Goldfrapp og fylgdi ég henni þangað. Mínútu fyrir showið aflýsir hún tónleikunum, sjálfsagt verið með ræpu greyið.
Fórum til baka og hlustuðum á byrjunina á Roger Waters flytja The Dark Side of The Moon. Mig langaði meira heim. Þar sem ég er frekur lítill krakki var það samþykkt. Þegar við komum til Köpen og vorum búin að kveðja Kela fórum við í það að leita að Taxa. Gekk ótrúlega illa. Náðum loks að veifa í einn. Hann sér hvað við erum með mikinn farangur og opnar skottið með takka inn í bílnum. Ég opna hurðina og spyr hann hvort hann viti hvar systir mín búi. Hann horfði eitthvað skringilega á mig og játti því. Bætti svo við að ég mætti alveg loka hurðinni.
"Ha?"
"Já, já. Þú mátt loka hurðinni núna."
Ég gerði það og dró töskuna fyrir aftan bíl, ætlaði að vippa henni í skottið. Nei, nei. Brunar kallinn ekki bara af stað og það með opið skottið! Við Sigga litum á hvort annað vægast sagt furðu lostin. Skyldum þetta ekki alveg en gátum svo sem reiknað það út að við vorum ekki búinn að baða okkur í 5 daga og það væri líklega svolítil skítalykt af okkur. WHO KNEW!?!
Næsti leigubílstjóri lét það ekki fara fyrir brjóstið á sér og keyrði okkur á leiðarenda, með opinn gluggann. Það hefi verið hægt að skera í þessa fýlu. Held ég fari ekki aftur á Hróarskeldu nema að Pearl Jam komi aftur þangað(fat chance) eða að mér verði lofað rigningu allann tímann.

Ekki fann ég holuna til að láta bollann í...

9 Comments:

Blogger AM said...

Takk fyrir að endurnýja vissu mína um að djöfullinn búi í tjaldi og að útilegur séu það hræðilegasta af öllu hræðilegu. Það er greinilegt að þær minna mann óþyrmilega á að maður er í líkama.

þriðjudagur, júlí 11, 2006  
Blogger Gummi said...

Það var lítið. En hann gerir það samt bara þegar það er heiðskírt, sól og 30 stiga hiti + þynnkuprump í stöðugum straumum frá 2 fullvaxta drengjum.
Fínt þegar það er rigning.

miðvikudagur, júlí 12, 2006  
Blogger Garðar said...

hata sól og hita! ekkert erfiðara en að drekka þegar allt gufar bara upp jafnóðum. Hefði viljað vera þarna, Placebo... ahhhh... fór á þá 99 en þeir sem voru með mér vissu ekkert hvaða hljómsveit þetta var og horfðum við bara á 3 lög í mesta lagi.

Sammála með að það þarf annaðhvort rigningu eða Eddie Vedder til að draga mann enn og aftur þangað.

cheerio my old chap

fimmtudagur, júlí 13, 2006  
Blogger AM said...

Ég fór á Placebo í hálftómri höll; þeir stóðu sig það vel að einn félagi minn sem ég rakst á þarna og þykir dálítið sérstakur jós þá lofsyrðum og fannst söngkonan syngja helvíti vel.

fimmtudagur, júlí 13, 2006  
Blogger AM said...

En vera dálítið dimmrödduð.

fimmtudagur, júlí 13, 2006  
Blogger Gummi said...

hehe, var á sömu tónleikum í höllinni og hitti þig einmitt þar og sá þessa konu.

fimmtudagur, júlí 13, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Helvítis holan var horfin 2004...það var sorgarstund fyrir mig og Hlyn að uppgvöta það :D

föstudagur, júlí 14, 2006  
Blogger Gummi said...

Ég skal trúa því! Fyndið samt að allir sem voru þarna 2003 geta fundið nákvæmlega staðinn þar sem hún var :D

föstudagur, júlí 14, 2006  
Blogger Hlynur Gauti Sigurðsson said...

Hola

föstudagur, júlí 14, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home