mánudagur, september 04, 2006

Dave Navarro, AKA: Massive tool.

Mér finnst Magni vera að standa sig alveg rosalega vel í Rock star þáttunum. Ég verð að viðurkenna það að ég held ég hafi aldrei heyrt hann syngja áður, man ekki einu sinni hvað hljómsveitin hans heitir þarna á klakanum.
Man bara að Bjössi var alltaf að segja mér að Magni væri með rosalega rödd. Ég sagði bara alltaf já, já. Hélt að egilstaða stoltið væri að fara með hann Björn minn og að hann væri bara alltaf reglulega að minna á að hann þekkti einhvern frægann.
En god dam it, the boy can rock!
Fantagóður verð ég að viðurkenna og ég fæ, liggur við, gæsahúð þegar sköllótti íslendingurinn stígur á sviðið og sýnir þessum klámstjörnum, dragdrottningum, rónum og kengúruelskendum hvernig á að gera hlutina.
Persónulega held ég þó að hann vinni þetta ekki og ég segi þetta vegna þess að ég er frægur fyrir að hafa nánast aldrei rétt fyrir mér í svona málum. Held að Dilana eigi eftir að verða valin.

Dave Navarro fer rosalega í taugarnar á mér. Hann er bara hálfviti sem veit ekki neitt um neitt. Ofboðslega asnalegur gaur sem kann greinilega ekki að hneppa nema 2 neðstu tölunum á skyrtunni sinni...greyið.

Fór á Miami Vice í gær. Það er massadýrt í bíó hérna og ef að myndin fer yfir einhvern ákveðinn tíma í lengd þá kostar meira!
Hype-ið var betra en myndin. Mér fannst hún ekki neitt spes. Rosalega hæg. Alltof mikið af lööööööööööngum, slómó dans atriðum og almennt lagaval hjá leikstjóranum undir atriðum ekki nógu gott/fjölbreytt. Held ég hafi heyrt tvö eða þrjú lög með Audioslave sem ég persónulega fíla mjög vel...þau pössuðu bara ekkert undir neitt af þessum atriðum sem þau voru notuð í.

Ég er atvinnulaus. Er búinn að vera það síðan á fimmtudaginn. En ég er fara í viðtal á hóteli á morgun fyrir receptionist stöðu þar. My dazzling good looks ættu ekki að vera hindrun...

15 Comments:

Blogger V said...

Varðandi Magna..... sammála!
Varðandi Miami Vice... ósammála!
Varðandi útlitið...... veit ekki alveg! Er þetta holdsveikra hótel???

mánudagur, september 04, 2006  
Blogger Gummi said...

hahahahahohohohohoho....þegiðu.

mánudagur, september 04, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Kengúruelskandi..? Var það það asnalegasta sem þér datt í hug um Tóbí?

Vorum í matarboði hjá herra Hot á laugardag og slógum jólaferðinni fastri. Þú færð nánari upplýsingar um komu og brottfarir eigi síðar en á föstudag. Jíha!

mánudagur, september 04, 2006  
Blogger Garðar said...

Steve Irwin, krókódílakallinn var að deyja. Skata stakk hann í hjartað.

Magni er rokkari! (hélt að ég myndi aldrei halda það)

Varðandi vinnu þá er nóg af henni þar sem ég er og falla svona meðalmannastörf á við að vinna í einu búðinni eða pósthúsinu eða vera annar af 2 bryggjuköllum í skuggan af aðaljobbinu hérna.

Reyndar er bara eitt jobb eftir því hinir eru allir á einhverjum bótum frá dönum sem þeir fá um mánaðarmótin og liggja svo í því (virkilega liggja í því við hliðina á veginum áfengisdauðir).

Starfið er (því þorpið er byggt á klöppum og ekki hægt að gera holræsakerfi svo léttilega) að tæma skítaföturnar!

Vaknaði í morgun þegar einn gaurinn var að banka, ég fór til dyra og þar stóð maður í bláum galla með uppþvottahanska og vildi komast inn. Það var ekkert mál og svo stuttu síðar labbar hann út með skítafötuna mína glaðbrosandi og svo sá ég hann aldrei aftur.

Þetta var Garðar sem talar frá Kuummiit, Grænlandi.

mánudagur, september 04, 2006  
Blogger Gummi said...

Hver sagði að ég væri að tala um Tóbí?

Garðar, I think I´ll pass.

mánudagur, september 04, 2006  
Blogger AM said...

Þú manst eftir því að þú byrjar á því að fá frí 24 til 26. nóv (ef ég man dagsetningarnar rétt). Nema náttúrulega að við komum og gistum á þessu hóteli. Þá getum við hangið í lobbýinu allan daginn með þér.

mánudagur, september 04, 2006  
Blogger Gummi said...

Ég segi bara að ég sé Nr. 47 og þau geti þar af leiðandi ekki orðið eitthvað fúl þó að ég mæti ekki í vinnuna í tvo eða þrjá daga....

Ætti kannski að segja þeim að ég hef einu sinni tekið að mér verkefni einmitt á hóteli?
Gæti hjálpað.

mánudagur, september 04, 2006  
Blogger V said...

Gummi minn... þú mátt ekki rugla saman tölvuleikjum og því sem gerist í hinum raunverulega heimi. Hitman er bara þykjustunni.... það varst ekki þú sem drapst risastóru kjúklingana á Mardi Gras í New Orleans... það var nr. 47. Hins vegar varst það þú sem gast ekki pissað á almannafæri (Hitman myndi aldrei eiga í vandræðum með það)

þriðjudagur, september 05, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Muohohohohoh!

þriðjudagur, september 05, 2006  
Blogger Gummi said...

:D Ég held að hann eigi í massívum vandræðum með það - hef allavega aldrei séð hann pissa!
And FYI, þá er ég búinn að vera gebbað duglegur í að æfa mig í að pissa á almannafæri!

Ps. Ég fékk vinnuna, byrja á morgun!

þriðjudagur, september 05, 2006  
Blogger Gummi said...

Og hér er svo stjörnuspáin mín fyrir daginn í dag, fyrir þá sem hafa gaman af....namly me!

"Fólkið í kringum krabbann sem kann að meta lífsspeki hans á líka eftir að kunna að meta það hvernig þær endurspeglast í lífsmáta hans. Ekki samt útiloka þá sem eru á öndverðum meiði. Lífið verður fljótt leiðigjarnt án fjölbreytni."

þriðjudagur, september 05, 2006  
Blogger AM said...

Til hamingju, Lobbyman.

þriðjudagur, september 05, 2006  
Blogger Gummi said...

Takk, takk.

þriðjudagur, september 05, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Spá tjeindj of plans; hvað heitir hótelið og áttu 5 herbergi laus síðustu helgina í nóv?

miðvikudagur, september 06, 2006  
Blogger Gummi said...

hehe, ég er búinn að tjékka á þessu, ótrúlegt en satt, og ég fæ ekki starfsmanna afslátt fyrr en eftir þrjá mánuði, því miður.

fimmtudagur, september 07, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home