laugardagur, október 28, 2006

Thad er grasker á front deskinu mínu.

Thad er búid ad skera "GRAND" út í graskerid. Mér finnst thad skondid, thar sem ad mér finnst bara nákvæmlega ekkert "grand" vid thetta hótel. Laumadist inn í stærstu svítuna sem er í bodi hérna um daginn og mér finnst hún ekki upp á marga fiska. Thetta hótel er náttúrulega búid ad vera starfrækt í hundrad og sjö ár en thad er kannski ótharfi ad thad líti thannig út líka!?

Englahelvítin eru hérna ennthá. Thad voru nú ekki mikil læti í theim í gær fyrir utan tvo kannski sem voru búnir ad taka adeins of mikid af spítti;

Hells Angels:
"Hey mate! How are you doing? Great? Good, that´s great! Is there anything famous in Odense? Anything to look at? Can you call us a taxi? We are going down town. Where is down town? Are we down town now? You got a map? What time is it?"(án thess ad draga andann)

GMG:
"Well, we have the H. C. Andersen house."

Their gláptu á mig eins og gúbbifiskar sem höfdu gleymt hvernig ætti ad anda.

GMG:
"He was a writer."
HA:
"We know all about that! Where is our taxi?"
GMG:
"Do you want to go down town?"
HA:
"Yeahyeahyeah!"
GMG:
"You are down town."
HA:
"That´s great, mate! Exellent! We´ll see you later, mate!"

Ég hef ekki séd thá sídan.

Hinir voru bara sallarólegir, fóru í gufu og slöppudu bara af og almennt mjög kurteisir, thessir annars helvítis glæpamenn.

Í nótt er skipt yfir í vetrartímann hérna og ég fæ thad skemmtilega hlutverk ad stilla ALLAR klukkurnar á hótelinu(og thær eru margar) einn klukkutíma aftur. Eins og thad sé ekki nógu mikid bögg thá var ég ad komast ad thví ad thetta thýdir ad vaktin mín lengist um einn klukkutíma OG ég fæ ekkert aukalega fyrir thad!!

Luca sagdi ad úrid mitt væri mjög "matcho"...

6 Comments:

Blogger Hlynur Gauti Sigurðsson said...

farðu þá bara fyrr heim.

sunnudagur, október 29, 2006  
Blogger Gummi said...

I would if I could.

sunnudagur, október 29, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert skemmtilegur.

mánudagur, október 30, 2006  
Blogger Gummi said...

Meinarðu skemmtilegri en pabbi?

mánudagur, október 30, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Sjitt, í augnablikinu að minnsta kosti. Hann er að drepa mig; ef það er ekki fótbolti eru það óskiljanlegir ljóðabálkar á ensku. Ég var næstum því farin út að skjóta mig en ákvað að drulla aðeins yfir hann í staðinn. Fékk svo móral um leið. Ótrúlegur harðjaxl sem ég er...

miðvikudagur, nóvember 01, 2006  
Blogger Gummi said...

ha ha :D

miðvikudagur, nóvember 01, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home