miðvikudagur, október 25, 2006

I'm Ron Burgundy?

Fyrst langar mig að segja; takk, Hemmi. Fékk diskinn í dag. Póstdruslan var búinn að brjóta hulstrið - eitthvað sem ég á sjálfsagt ekki eftir að fyrirgefa í náinni framtíð.

Svo langar mig að segja; Brói, Hemmi, Geiri, Addi og allir sem halda með Liverpool - IN YOUR FACE!!! Ég er búinn að vera að hugsa um þetta síðan á sunnudag en alltaf þegar ég fer að blogga, fer ég að hugsa um eitthvað annað....hey, vá, kaffið í botninum á bollanum er farið að líkjast David Letterman! Ekki langsótt það, bölvaður korgur sá kjaftaskur.

Upptekinn af sjálfum mér? Ekkert svo...

SPRON er bankinn minn og mér hefur líkað allt við hann og þá þjónustu sem ég fæ þar en er samt alvarlega að hugsa um að hætta viðskiptum við þá. Las nefnilega á mbl.is að þar er ekki nógu mikið jafnrétti í gangi:

"Jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs var afhent 15. sinni á Grand Hóteli(ég varð ekki var við neitt) í dag og var það Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, sem hlaut hana í ár." ... "Þar sé starfandi jafnréttisnefnd sem sjái um að framfylgja áætluninni og hlutfall kvenstjórnenda 21 kona af 40 stjórnendum."

Ég hef nú aldrei verið mikið(eða vel) gefinn fyrir stærðfræði en mér finnst vera brotið allsvakalega á jafnræði kynjanna á þessum vinnustað! Veit ekki hvor ég get sætt mig við þetta mikið lengur!
Og ekki nóg með það, þá er einhver hópur kominn með sína eigin viku. Heila VIKU!:

"Femínistavikan hófst í dag með því að Atvinnu- og stjórnmálahópur Femínistafélagsins sendi frá sér tvær áskoranir, annars vegar voru atvinnurekendur hvattir til að leiðrétta launamun kynjanna og hins vegar voru stjórnmálaflokkar hvattir til að grípa til aðgerða til fjölga konum á þingi."

Það má ekki skilja ykkur eftir í rúmlega ár, það er bara allt farið fjandans til! Worry not my brothers. Ég er að koma. Mikið rétt, ég er að flytja heim á klakann ásamt spúsu. Áætluð heimkoma er um miðjan febrúar!
Á næstu dögum, mánuðum, árum, ætla ég að setja saman hóp og eignast mína eigin viku. Hvað ætlum við að gera? Jú, við ætlum að sjá til þess að fólkið sem er hvað hæfast til að vera á þingi sé einmitt á þingi. Við ætlum að koma í veg fyrir að konum sé bara hrúgað inn á þing bara til að vera þar, til að gæta jafnréttis. Það gengur ekki.


I think I´m on to something...

11 Comments:

Blogger AM said...

Haltu kjafti og vertu sætur.

fimmtudagur, október 26, 2006  
Blogger Gummi said...

Ég held að þetta sé út af því að ég hef engan að tala við á nóttunni...

fimmtudagur, október 26, 2006  
Blogger AM said...

Þú hefur séð Shining. Þú veist hvað þú átt að gera.

fimmtudagur, október 26, 2006  
Blogger Hlynur Gauti Sigurðsson said...

redruM

fimmtudagur, október 26, 2006  
Blogger Gummi said...

What, go crasy?

fimmtudagur, október 26, 2006  
Blogger AM said...

Nei, eru ekki einhverjir framliðnir á barnum sem þú getur spjallað við? Danskir burstasölumenn sem hafa drepist á barnum? En eru ekki allir enn sannfærðari um að þú rekir escortservice eftir að þú fórst að ganga með yfirvara?

fimmtudagur, október 26, 2006  
Blogger Gummi said...

hahaha, nei reyndar ekki. Ég gekk ekki um með mottu í nema svona 3 mínútur, rétt til að taka myndina :D

fimmtudagur, október 26, 2006  
Blogger AM said...

En þyrptust þeir ekki að þér í þessar þrjár mínútur? Þú ættir að láta það vaxa aftur og gera tilraun.

fimmtudagur, október 26, 2006  
Blogger Gummi said...

ég stunda það nú ekkert rosalega mikið að raka mig í vinnunni en það má reyna...

fimmtudagur, október 26, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Gummi for president! :D

Kv. 3D.

föstudagur, október 27, 2006  
Blogger Gummi said...

Hell yeah!:D

föstudagur, október 27, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home