sunnudagur, október 15, 2006

Crazy diskó!

Mig dreymdi í nótt, eda thad sem flest ykkar kalla; dag, ad ég væri í vinnunni. Ekki nóg med thad heldur var ég med gleraugu og thar sem ad madur sér yfirleytt alltaf sjálfan sig draumum thá verd ég nú bara ad vidurkenna ad ég var bara smoking hot med thessi gleraugu.
En ég er s.s. tharna í vinnunni(eins og ég er akkúrat núna, skemmtilegt nok) og thad eru einhverjir gestir tharna á vappi. Allt í einu kemur einn gestur, kona, og labbar upp ad front deskinu. Sá aldrei hvadan hún kom en hefdi samt átt ad sjá hana koma. Hún var nefnilega í einhverju svadalegasta diskódressi sem ad ég hef séd á ævinni!
Hún er í mjög gódu skapi og nær ad koma upp úr sér einu ordi ádur en hún flýgur hreinlega á hausinn. Ég byrja náttúrulega ad hlægja en thad eydileggur sko ekki góda skapid hennar.
Hún var ekki full.
Thegar hún er ad labba í burtu flýgur hún aftur á hausinn og aftur og aftur og ég er virkilega ad grenja úr hlátri thó ad hinir gestirnir virdist ekki kippa sér mikid upp vid thetta. Ekki veit ég af hverju en henni fannst greinilega thörf fyrir ad sýna hvad hún væri lipur og hoppar upp á bord. Thad gengur ekki betur en svo ad hún rennur út á endann á bordinu, thad byrjar ad halla og hún dettur nidur...bordinu hvolfdi svo yfir hana med öllu tilheyrandi.
Tharna var ég kominn í svo mikinn hláturskrampa ad ég vakna og get ekki hætt ad hlægja, Siggu til mikillar gledi...hún færdi sig fram í sófa.

Thegar ég sofna aftur fór mig ad dreyma aftur. Nú var ég ad fylgjast med gömlum kínverskum kalli. Hann var ad flýgja eitthvad. Vissi ekki hvad thad var en vissi ad thad var eitthvad hrædilegt og ég vissi thad líka.
Til ad byrja med gekk honum bara nokkud vel ad halda sig frá "thessu" en undir lokinn var kallinn kominn í klípu og ég vard svo skítlogandi hræddur ad ég byrja ad sparka út í loftid.
Vakna hálfur út úr rúminu og bara heppinn ad vera ekki búinn ad flækja lappirnar á mér fyrir aftan haus.

9 Comments:

Blogger Hlynur Gauti Sigurðsson said...

Þessir draumar eiga eitt mjög sameiginlegt.

mánudagur, október 16, 2006  
Blogger Gummi said...

Að ég vaknaði?

mánudagur, október 16, 2006  
Blogger AM said...

Kannski var diskódrottningin að dansa í svefni og dreymdi um kínverska kallinn og sparkaði út í loftið. Þig dreymdi sem sagt draum um hana sem var að dreyma drauminn sem þig dreymdi seinna.

mánudagur, október 16, 2006  
Blogger Garðar said...

mjög athyglisverð kenning!

I buy it!

þriðjudagur, október 17, 2006  
Blogger Gummi said...

eh...að ég vaknaði?

þriðjudagur, október 17, 2006  
Blogger AM said...

Svo skaltu lögsækja David Lynch. Ástæðan er augljós en skiptir samt engu máli.

þriðjudagur, október 17, 2006  
Blogger Gummi said...

Nákvæmlega! Hver þarf svo sem ástæðu fyrir að lögsækja hr. Lynch?

Ég horfði á Mulholland Drive og nú get ég ekki lengur lagt saman tvo og tvo og dreymir stanslaust um síðskeggjaða kínverska kalla.

30 milljónir USD ættu að geta að spara þér leiðinleg réttarhöld.

Denny Crane.(to a midget: "you really shouldn´t smoke, it stops your growth...")

þriðjudagur, október 17, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er auðvelt, þig er að dreyma fyrir stemningu:

Kínverski kallinn = 17. nóv.
Diskódrottningin = 24. nóv.

Þú ert mjöööög berdreyminn.

þriðjudagur, október 17, 2006  
Blogger Gummi said...

Hmmm..ég verd thá ad fara ad safna skeggi og grafa upp diskógallan minn...this should be interesting.

þriðjudagur, október 17, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home