föstudagur, október 13, 2006

Natpotter!

Thad er thad sem vid erum kalladir, sem vinnum á næturvakt. Gef nú ekki mikid fyrir thad eeeen ég fæ ad borda hérna, thannig ad mín vegna mega thau kalla mig jólasveininn. Kokkarnir taka alltaf frá smá af matnum sem var í bodi um kvöldid, alltaf einhverjar ógurlegar kræsingar. Svo ef ég er í studi fæ ég mér ís í eftirmat.

Ég tharf ad skrifa mikid af tölum hérna á næturnar. Ekki beint madurinn sem kvartar undan thví EN ég er búinn ad komast ad frekar skemmtilegum sjúkdóm sem ég er med. Thad er ekki nokkur leid ad ég geti skrifad sömu töluna 3svar í röd! 222 kemur t.d. alltaf til med ad líta út eins og 22 og svo eins og einhver hafi kramid geitung thar á eftir. Helvíti magnad, finnst mér.

Klukkan er 02:47. Thad er rosalega skrýtid bragd af sumum pennunum hérna.

Fór á djammid um daginn. Vid settumst inn á bar sem heitir Heidis(Hædís) beer bar. Tharna er reynt ad skapa thýska stemningu og farid alveg alla leid. Barthjónarnir eru látnir ganga í svona ekta klisju - thýsku - mjólka beljur - sveita - gamladags fötum. Svo er ödru hverju spilad eitthvad thýskt bjórdrykkjulag svona rétt til ad koma lidinu í gírinn. En thad er nú bara fyndid. Thad sem er ekki fyndid er leikur sem hægt er ad fara í á barnum. Thú getur keypt 6 nagla(segjum bara ad vid höfum verid 6) og svo er farid ad trjábút og keppst vid ad negla naglann nidur, eitt högg í einu. Sá sem er sídastur til ad takast thetta tharf ad gefa bjór á línuna.

Klukkan er 03:12. Blýantarnir er ekkert mikid skárri.

Allt saman afar skemmtileg hugmynd, eda hvad? NEI! Ég tapadi ekki, eda neitt svoleidis. Ég kemst bara ekki yfir thad ad einhverjum skuli hafa dottid thad í hug ad láta fulla vitleysingja hafa hamar og nagla, á bar/skemmtistad!?! Madur er tharna í rólegheitunum ad sötra bjórinn sinn og thad eru naglar fljúgandi hægri og vinstri!


Fer samt ábyggilega einhvern tímann aftur thangad...

5 Comments:

Blogger AM said...

Næturgagn?

laugardagur, október 14, 2006  
Blogger Gummi said...

Stytting á Natportiér eða eitthvað álíka, ef ég geng út frá því að þú sért að tala um "Natpotter" en ekki..eh..bjór?

laugardagur, október 14, 2006  
Blogger Hlynur Gauti Sigurðsson said...

21. des kl 20.10

sunnudagur, október 15, 2006  
Blogger Gummi said...

21. des kl. 12:15

sunnudagur, október 15, 2006  
Blogger Hlynur Gauti Sigurðsson said...

Þú kannski bíður eftir mér í keflavík.

mánudagur, október 16, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home