sunnudagur, nóvember 05, 2006

Furðulegur sunnudagur.

Er ekki búinn að gera mikið en fékk eitt símtal. Það var kona. Hún var að spyrja mig hvort að það mætti hringja í mig í næstu viku og reyna að selja mér einhverja tryggingu.
Furðulegt að nýta ekki tækifærið og reyna að selja mér eitthvað fyrst hún var nú með mig í símanum.
Jæja, hún um það. Ég sagði henni að ég þyrfti ekki neina tryggingu þar sem að ég væri að flytja til Íslands.

"Já en Gumblunderiozd(svona finnst þeim að eigi að bera fram nafnið mitt, í alvörunni sko!), þetta tekur ekki nema 5 mínútur."

Ég útskýrði fyrir henni, aftur, að ég væri að flytja til annars lands. Það tókst loksins en hún ákvað samt að enda símtalið á að spyrja hvort ég væri alveg viss um að mig langaði ekki að einhver myndi hringja í mig í næstu viku til að reyna að selja mér tryggingu.

Þó að mér leiðist alveg óheyrilega mikið í minni vinnu, þá er ég feginn að vera ekki að vinna við það sem hún vinnur við...hvað sem það nú er. Tala nú ekki um hvað ég er feginn að vera ekki að vinna í úrgangs og endurvinnslustöðinni...ugh!

Svo tapaði Arsenal fyrir liði sem var á góðri leið með að falla - ég hló og frakkinn fór í fýlu.
Svo tapaði Chelsea óvænt. Reyndar alltaf óvænt þegar Chelsea tapar - ég tók smá dans. Hefði viljað geta tekið hann fyrir framan Jose.

Við Sigga erum svo að fara á Borat á eftir...

Ég held að ég sé sofandi...

6 Comments:

Blogger AM said...

Góð helgi fyrir SAF.

mánudagur, nóvember 06, 2006  
Blogger Sveinsson said...

Hvernig er Borat?

mánudagur, nóvember 06, 2006  
Blogger Gummi said...

Borat er góð. Hló mikið.

mánudagur, nóvember 06, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehe, ég og Daði fórum á hana í gær. Ég held bara að þar sé það ógeðslegasta atriði sem til er nokkurn tímann en jafnframt með því fyndnara sem til er!

þriðjudagur, nóvember 07, 2006  
Blogger Gummi said...

Nákvæmlega!

þriðjudagur, nóvember 07, 2006  
Blogger Gummi said...

Það er reyndar alveg rétt...þess vegna er ég tryggður. :D

föstudagur, nóvember 10, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home