þriðjudagur, janúar 09, 2007

Zero.

Ekki mikið breyst í plönum. Að vísu held ég að Sigga sé búinn að kaupa flugmiða til Skotlands. Ekki gott að segja. Sé hana ekki mikið þessa dagana. Hún fer fyrir allar aldir í skólann að lesa og kemur ekki heim fyrr en seint á kvöldin. En ég held samt að hún sé búin að kaupa þennan flugmiða.
Ég er samt ekki að fara til Skotlands, í þetta skiptið allavega. Þarf að koma mér heim til að vinna.

Kóka Kóla var að setja Kók Zero á markað. Þori ekki að smakka það. Kók er einn af mínum uppáhaldsdrykkjum en allar öðruvísi útfærslur af orginalnum hafa bragðast eins og þurr hrossaskítur! Mér verður hreinlega óglatt af Kók light og hver man ekki eftir Vanillu Kókinu? Það sló nú aldeilis í gegn....
Kók Zero er s.s. sykurlaust og það þarf eiginlega ekki að segja mér meira - eins og flest allir drykkir sem eru sykurlausir þá bara hlýtur þetta að vera vont!

Mig er búið að dreyma allsvakalega síðustu nætur. Alltaf eru Sigga og Guðni, til skiptis, í aðalhlutverkum í þessum kengsúru draumum mínum. Eitt skiptið löbbuðum við Sigga inn í húsið hennar ömmu Kristínar sem vara bara troðfullt af draugum sem að öllum líkindum vildu ekkert frekar en að éta mig. Vaknaði svo stjarfur að hræðslu að ég ætlaði varla að þora að loka augum aftur.

Rosalega erfitt að koma sér í gírinn til að byrja að pakka. Ætla alltaf að fara að byrja á einhverju og þá fatta ég yfirleitt að við komum nú líklega til með að þurfa að nota þetta á næstunni....sem við gerum svo ábyggilega ekki.

Davíð: 2999DKR.

Ég er ennþá að manna mig upp í að taka mynd af mér sem sýnir hvernig ég haga mér þegar foreldrar, einhverjir foreldrar, eru ekki nærri...

og já, Larson rúlar!

9 Comments:

Blogger Sigga said...

Búin að kaupa hann núna:D

þriðjudagur, janúar 09, 2007  
Blogger AM said...

Slappaðu bara af. Þú rumpar þessu af á einni helgi í febrúar.

þriðjudagur, janúar 09, 2007  
Blogger Gummi said...

Sérstaklega ef þú kemur og hjálpar mér! :D

miðvikudagur, janúar 10, 2007  
Blogger Garðar said...

djöfull eru "alvöru" kókistar miklar kellingar... fór með daða um daginn á domino's og einhverja hluta vegna (örugglega var daði að flasha vöðvunum) fengum við kippu af coke light litlum dósum. Held að hann hafi næstum verið búinn að henda þeim áður en við komust út með pizzuna.

Larsson rúlar bigtime og greyið liverpool í gær ;)

miðvikudagur, janúar 10, 2007  
Blogger Gummi said...

Kellingar!? Kunnum bara gott að meta!

Já greyin...en þegar þeir eru með svona snilling bakvið stýrið er ekki hægt annað en að hlægja að þeim:

"Við notuðum marga af leikmönnum okkar í aðalliðinu en þeir skiptu einnig út mörgum leikmönnum. Vandamálið var að við fengum á okkur eins mörg mörk og við gerðum," sagði Benitez.

...priceless!

miðvikudagur, janúar 10, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Larsson og Solskjær í framlínunni! Er hægt að hafa það flottara??

miðvikudagur, janúar 10, 2007  
Blogger Garðar said...

akkúrat það sem ég var að meina... aðeins það besta er nógu gott handa litlu mömmukrílunum ;)

Þú reyndar borðar nú baunirnar þínar svo þú ert nú svaka duglegur strákur.

fimmtudagur, janúar 11, 2007  
Blogger Gummi said...

Ég held ekki. Kaupa svo Alan Shearer(man ekki hvernig þetta er skrifað) og hafa hann á bekknum - titillinn í höfn!

fimmtudagur, janúar 11, 2007  
Blogger AM said...

Og draga Di Stefano af elliheimilinu og grafa upp Puskas... þá erum við að tala saman.

mánudagur, janúar 15, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home