fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Það var líka fimmtudagur í síðustu viku.

Man vel eftir honum. Langar rosalega að hringja og segjast vera veikur núna. Ég er nefnilega svo vanafastur. Svo er ég líka að fara á 12 - 20 vakt þannig að ég lendi í miklu meiri samskiptum við fólk núna heldur en á næturnar, sem er ekki gott.
En ég hef aftur á móti ákveðið að láta reyna á þetta "smílaðu framan í heiminn" dót. Athuga hvort það virkar. Annars get ég eiginlega ekki kallað mig vísindamann. Er búinn að taka hinn helminginn á þetta. Var fúll, pirraður og jafnvel þunglyndur í 3 vikur. Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist.
Ég er var að reyna að setja niðurteljara á síðuna mína í gær. Eftir gríðarlega vinnu og hugsjónarsemi er ég búinn að fá staðfestingu á að hann sé þarna en ekki með öllum tekstanum sem ég skrifaði undir hann. Svo sé ég hann ekki þannig að þetta er allt saman mjög furðulegt...."easy to use" MY ASS!!

Er að fara til Köpen um helgina(alveg eins og ég var að fara að gera síðasta fimmtudag) að hitta Tinnu og Arnar og fleiri góða. Veit ekkert hvenær þau koma. Veit bara að ég og Arnar ætlum að horfa á Man.Utd. - Chelsea á sunnudaginn þó það þýði að við missum af lestum og flugvélum og vinnu! Held nefnilega að ég eigi að fara að vinna á sunnudaginn....man það bara ekki og dettur ekki í hug að tjékka á því...

Svona var ég eftir síðustu KBH ferð....

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Við lendum um hádegi, förum beint á hótelið og eigum svo stefnumót við HH - vísindaferð á Nyhedsavisen.
Þú verður ekki svona þreyttur eftir okkar heimsókn; þú verður glaður og endurnærður.

fimmtudagur, nóvember 23, 2006  
Blogger Gummi said...

Ég verd allavega gladur og endurnærdur og...what was that third thing you said?

fimmtudagur, nóvember 23, 2006  
Blogger Sveinsson said...

Þessi mynd styrkir mig í þeirri ákvörðun að hætta að drekka.

fimmtudagur, nóvember 23, 2006  
Blogger Gummi said...

Djöfull ertu veikgeðja.

föstudagur, nóvember 24, 2006  
Blogger Garðar said...

jebb... ég er samt á báðum áttum hvort þetta sé kanski bara ekki þú Gummi en ekki mynd sem þú fannst einhversstaðar á netinu

föstudagur, nóvember 24, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

skellir ískáp fyrir framan hann og meira þarf maðurinn ekki. En afhverju tvær rúllur, hmm ?
Jæja, farinn að sjá Tool í Glasgow. mhuhaha!

laugardagur, nóvember 25, 2006  
Blogger Gummi said...

damn you!

sunnudagur, nóvember 26, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home