mánudagur, nóvember 27, 2006

KBH! (það á ábyggilega að vera pé þarna einhverstaðar.)

Það mætti halda að jólin væru komin í Tívolíinu í KBH. Svakalegur jólabær sem að maður labbar inn í. Meira að segja hinir fúlustu Grinch-ar eins og yours truly komst næstum því í jólaskap.


Eða kannski var það af því að ég var svolítið hífaður. Það sem skiptir máli er að ég og Sigga vorum þarna með skemmtilegu fólki. Eins og ég var reyndar líka með um síðustu helgi en við fórum bara ekki í Tívolíið. Langar bara að þakka öllum fyrir samveruna og Tinna, við Sigga erum bæði sammála um að þú sért hetja! Vel flestir, þar á meðal við, hefðum legið upp á hótelherbergi og vælt alla helgina.

6 Comments:

Blogger AM said...

Djöfull er gaman að sjá mig í svona drukkinni Fræbblastellingu.

miðvikudagur, nóvember 29, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Djöfull geturðu verið væminn. En þetta er rétt hjá þér, það var svo sem alveg ástæða til að væla, þið eruð svo djöfulli leiðinleg. Ég geri þetta aldrei aftur og má ég biðja um tannpínu í allar tennur frekar en þurfa að ganga í gegnum þessa samvistaraun með ykkur aftur. Ég efast raunar um að ég komi yfir höfuð aftur til Kaupmannahafnar í bráð, nema hún brenni og öll ummerki um veru ykkar þar með. Nei, annars, músímúsímúsímús. Tönnin á batavegi, pensilín tekið við af íbúfen. Hvar eru Einar og Helgi? OgdjöfullerAMfullur! Hann var ekki einu sinni með eyrnaverk!

miðvikudagur, nóvember 29, 2006  
Blogger Gummi said...

Thú hefdir átt ad sjá hann 5 mín. seinna...daudann.

miðvikudagur, nóvember 29, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hann er enn timbraður og það sést langar leiðir!

fimmtudagur, nóvember 30, 2006  
Blogger Gummi said...

Það hlýtur að vera, ég er nefnilega ekkert þunnur!

fimmtudagur, nóvember 30, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Steve Holt!

laugardagur, desember 02, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home