þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Tannkrem...ekki skola??

Sá auglýsingu/upplýsingartrailer frá samtökum tannlækna eða eitthvað álíka. Skiptir ekki máli hver það var, bara að það kom í sjónvarpinu sem lýgur btw aldrei. Þar var mér sagt að ég ætti ekki að skola munninn eftir að ég væri búinn að tannbursta mig. Ætti að leyfa tannkreminu að vellast um í kjaftinum á mér alla nóttina. Allt í fína, geri það. Fer ekkert að ögra sjónvarpinu bara sí svona!
Þetta hefur s.s. enginn gríðarleg áhrif á svefninn en daginn eftir - HÚHA! Stóð 2 metrum frá Siggu og var að tala við hana og ég sá hvernig hún fölnaði af andfýlu minni og svo var hún nú líka svo góð að benda mér á að það væri ekki allt í lagi með þetta um leið og hún beygði sig frá og hljóp í burtu.
Meira að segja ég tók eftir því hvað ég var andfúll. Var smeykur við að draga inn andann ef að ég skyldi nú allt í einu kæfa sjálfan mig. Ég er að segja ykkur það að ég hefði getað látið fíl leggjast niður og grenja hefði ég andað á hann.
Ég ætla samt að halda áfram að skola ekki eftir tannburstun, af því að sjónvarpið sagði mér að gera þetta.

Talandi um lykt. Það er eitthvað að gerjast inn í eldhúsi. Get ekki alveg sett puttann á það. Ekki af því að ég veit ekki hvað það er. Vil bara ekki koma við það. Held ég hafi heyrt það hlægja að mér áðan...

Svo er ég að fara að taka gríðarlega ákvörðun. Ætla að skipta yfir í "Beta Blogger". Veit ekkert hvað það er og er meinilla við breytingar en Sigga segir það sé da bomb. Ætti aldeilis að lífga upp á daginn hjá mér.

Ef að eitthvað fer úrskeiðis og þetta blogg hverfur algjörlega, gæti mér ekki verið meira sama og bið engann mann afsökunar.

5 Comments:

Blogger Garðar said...

Já, ég kem ekki fyrr en í janúar, verður örugglega búinn að gefast upp á tannkreminu þá ;) Er samt pínu spenntur á að sjá hvernig þetta verður eftir viku.

Og já, ég er orðinn beta blogger líka... Allt vesen í kringum þetta blogg er nánast horfið (þá meina ég allt fyrir utan að láta sér detta eitthvað sniðugt í hug. Hlakka til þegar solleiðis útgáfa kemur)

þriðjudagur, nóvember 14, 2006  
Blogger Sveinsson said...

Ég ætlaði að commenta áðan..svo fór ég held ég að tala við þig á MSN..held ég..gæti verið að ég hafi bara eitthvað truflast..tengdist eitthvað fisk eða bíl..

Allaveg...here's my comment:

gmana

þriðjudagur, nóvember 14, 2006  
Blogger Gummi said...

Bílar eru fínir...

miðvikudagur, nóvember 15, 2006  
Blogger Unknown said...

Það var mjög skemmtilegt nóttina sem ég flutti yfir í Beta - afar athyglisvert verð ég að segja og íslensku stöfunum hefur ekki alltaf liðið sem best síðan greyjunum.

föstudagur, nóvember 17, 2006  
Blogger Gummi said...

Nei, their eru ekki búnir ad vera í miklu studi hjá mér heldur.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home