miðvikudagur, janúar 03, 2007

Back in buisness!


Aldrei að segja aldrei. Held reyndar að ég hafi aldrei sagt aldrei...fyrr en núna.

Hvað um það, ég er kominn aftur til Odense! Og er atvinnulaus!!
"WHAT!? Hvernig fórstu að því, Guðmundur? Hvað er að gerast? Ég næ ekki lengur að fylgjast með hvað er í gangi hjá þér!", gætu sum ykkar verið að segja núna við tölvuskjáinn.

Svona er þetta bara. Ég get varla fylgst með lengur.
Fór á fund Sirkusmanna á milli jóla og nýárs og þá kom í ljós að það var ekki búið að gera ráð fyrir mér fyrr en í febrúar. Ja hvur asskollinn, hugsaði ég þá með mér. Eftir að hafa farið fram og til baka í að pæla hvort ég ætti að vera atvinnulaus á Íslandi eða í Danmörku er ég, eins og áður sagði, kominn til DK aftur.
Kannski bara best að þetta æxlaðist svona. Nú hef ég góðan tíma til að pakka niður dótinu hérna og ganga frá íbúðinni almennilega svo að maður fái nú tryggingarmonninginn til baka(við erum að tala um 200 þús. kr.). Það þarf sjálfsagt að mála pleisið og pússa þetta trégólf sem ég er búinn að vera duglegur að rispa. Hefði líklega ekki náð að rumpa þessu af á einni helgi í febrúar eins og planið var einu sinni.
Nú getur Sigga líka einbeitt sé betur að prófunum og ég skemmt mér við að vera bara heimavinnandi húsmóðir og beðið með heitan mat handa hendi þegar hún kemur heim.
Sem þýðir náttúrulega að stilla pöntunina á pizzunni nákvæmlega þannig að hún verði ennþá heit þegar Sigga kemur heim.

Smellti þessari af um áramótin:

Stay tuned. Aldrei að vita hvað planið verður á morgun...

7 Comments:

Anonymous mamma said...

Ég var að spá í þetta. Sendi þér línu.

miðvikudagur, janúar 03, 2007  
Anonymous Arch Nemesis said...

Leiðinleg að hafa misst af þér á skerinu núna.
Næ þér í febrúar....
Reyni þá að vera ekki drunk 24/7

Yours Truly
Arch Nemesis

fimmtudagur, janúar 04, 2007  
Blogger Gummi said...

hehe, ditto.

fimmtudagur, janúar 04, 2007  
Anonymous sigga said...

Very nice!!
Hvad er svo i matinn i kvøld?? ;)

föstudagur, janúar 05, 2007  
Blogger Gummi said...

Gettu!

föstudagur, janúar 05, 2007  
Anonymous mamma said...

Mér finnst svo rómantískt þegar pör tala saman á blogginu.

föstudagur, janúar 05, 2007  
Anonymous sigga said...

já segðu!!!

Fannst samt ekki annað hægt en að leggja smá skilaboð hérna inn, þar sem hann segist nú næstum því ætla að vera "þjónustukonan" mín næstu 2 vikur:)

föstudagur, janúar 05, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home