sunnudagur, desember 03, 2006

Ný tilboð.

Nú er maður orðinn svo sjóaður í hótelbransanum. Kemur manni lítið á óvart lengur. Nema kannski þegar maður fer í skúffuna sem er merkt "ný tilboð" gæti maður átt von á að skoða nýjustu tilboðin. Hvað ætli sé "heitt" í dag? Jú, mikið rétt, ónýtir kúlupennar er það sem ég fann í þeirri skúffu. Skemmtilegt.
Hver og einn starfsmaður er með sína eigin skúffu. Þar sem að mér leiðist "stundum" á næturvakt er ég "stundum" að hnýsast í annara manna málum. Haldiði að ég hafi ekki fundið axlarpúða í einni skúffunni og það er strákur sem á þessa skúffu OG hann á kærustu. Ég hélt ég yrði ekki eldri.
Nú er Julefrokost tíðin gengin í garð og hótelið heldur all marga svoleiðis og það þýðir bara eitt: Sjúklega mikið af blindfullu, eldra fólki. Sem er ekkert nema æðislegt. Elska það. Kaldhæðnin er að fara með mig hérna...
Það er líklegast best að líkja þessum julefrokost-um við þorrablót okkar íslendinga, mikið borðað og meira fyllerí. Gaman að því. Svo þegar fólk er orðið nógu fullt þá kemur það í móttökuna og biður mig um að hringja á leigubíl, sem ég geri eiginlega bara af því að ég get ekki beðið eftir að allar þessar byttur drulli sér út.
Um síðustu nótt kemur s.s. svona skemmtilega fullur, eldri maður, og biður mig um að panta leigubíl og segist vilja að hann sé pantaður með nafni svo að það komi ekki einhver annar og steli leigubílnum hans. Ekkert mál. Hann stendur þarna fyrir framan mig á meðan ég hringi. Bið um leigubíl á þessu nafni. Fæ það svar að það sé ekki hægt að setja nöfn á bílana af því að það séu julefrokost-ar út um allan bæ og geðveikin sé mikil. Fólk verður bara að standa fyrir utan og vera tilbúið. Ég þakka fyrir, legg á og segi þetta við kallinn sem verður algjörlega brjálaður yfir þessu. Segir að ég sé að gera lítið úr honum af því að hann sé ekki einhver forstjóri og að þetta sé skammarlegt fyrir Grand Hotel og ég sé búinn að eyðileggja fyrir honum kvöldið og svo framvegis. Ég get alveg játað það að ég var orðinn smá smeykur þar sem að þetta var hraustur kall og hann var að öskra á mig. Átti alveg eins von á að hann myndi skella sér yfir borðið og kýla úr mér eins og tvær tennur eða svo. Kellingin hans var eitthvað byrjað að reyna að draga hann í burtu en gekk ekki vel. Ég ákvað að hætta að tala, útskýringar voru ekki á leið inn í hausinn á honum hvort eð er. Ég svaraði honum ekki einu sinni þegar hann öskraði einhverjar spurningar í áttina að mér.
Þetta endaði með því að hann byrjaði að labba í burtu, snýr samt við til að láta mig vita að við komum sko til með að hittast næst í réttinum! "Fínt" sagði ég bara...

Lífið gæti verið verra - ég gæti verið að vinna við þetta:

9 Comments:

Blogger Hlynur Gauti Sigurðsson said...

Hvenær verður maður svo svona gamalmenni.

sunnudagur, desember 03, 2006  
Blogger Sveinsson said...

Ég ætlaði að setja eitthvað sniðugt en ég fór á fætur klukkan 8 í morgun og núna er klukkan 16:50 og ég er svo syfjaður að ég er dofinn í hausnum.

mánudagur, desember 04, 2006  
Blogger Garðar said...

Uppáhaldið mitt hérna hjá þér Gummi... Elska vinnusögurnar þínar og sérstaklega söguna með írakanum þegar þú varst í temp job dótinu og þegar þú braust allt í gróðurhúsinu, humm..., verð eiginlega að fara að lesa það allt aftur

mánudagur, desember 04, 2006  
Blogger Gummi said...

já, ég tharf eiginlega ad komast í temp team dótid aftur - thetta er ordid leidinlegt blogg hjá mér.

mánudagur, desember 04, 2006  
Blogger Garðar said...

nærð seint að toppa temp team bloggið ;)

þriðjudagur, desember 05, 2006  
Blogger Garðar said...

þetta er samt mjög flott hjá þér, ekki hætta Gummi, gerðu það...

þriðjudagur, desember 12, 2006  
Blogger Gummi said...

jú, ég er ad fara hætta thessu. Thad kemur kannski ein færsla í vidbót.

þriðjudagur, desember 12, 2006  
Blogger AM said...

Ertu búinn að gera útgáfusamning? Legg til að þú látir prenta best of og gefir í jólagjöf.

miðvikudagur, desember 13, 2006  
Blogger Gummi said...

thad er hugmynd...

miðvikudagur, desember 13, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home