föstudagur, apríl 13, 2007

143

Ég er að koma upp úr göngunum um páskana eftir að hafa verið þar niðri á ekki meira en 40kmh. á eftir gamalli kellingu sem er svo lítil að hún þarf að hífa sig upp á stýrinu til að sjá út.
Komin þokkaleg röð fyrir aftan okkur og allir frekar pirraðir á henni, vil ég ímynda mér.
Um leið og við erum komin upp úr göngunum og akreinarnar verða tvöfaldar, gef ég allt í botn, stefnuljós til vinstri og byrja að taka fram úr.
Hægfara bílar halda sig til hægri og vinstri akrein er notuð til framúraksturs, ekki satt?
Þessi kellingartuðra heldur sig á vinstri akreininni sem gerir það að verkum að ég er allt í einu að horfa beint í framljósin á bíl sem er á leiðinni niður í göngin! Og hún er ekkert að kveikja á perunni og færa sig, nei, nei, heldur bara sínu striki. Ég rétt náði að komast fram fyrir hana og blóta henni í sand og ösku!
Hún er meira að segja það treg að bílarnir sem voru á eftir mér voru byrjaðir að taka fram úr henni hægra megin!

Mig langar að hitta helvítis blinda, heyrnalausa fíflið sem lét hana fá bílpróf!!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Af hverju í andskotanum fórst þú ekki framúr hægra megin??????




Guðni

þriðjudagur, maí 08, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home