fimmtudagur, janúar 18, 2007

My O so loved hate list.


Jamm og jæja. Ekki mikið að frétta héðan. Er bara búinn að vera að reyna að ganga frá málunum hérna og það gengur bara upp og ofan. Held samt að þetta takist, með góðra vina hjálp, að sjálfsögðu. En ekki eins og það sé nógu leiðinlegt þá fékk ég þá flugu í höfuðið að horfa á Snakes on a plane, með engum öðrum en
Samuel L. Jackson í aðalhlutverki, sem minnti mig á "haturslistann" minn. Ekki það að ég hafi eitthvað gert ráð fyrir að þetta væri góð
mynd...ágætis afþreying, minnir mig að ég hafi hugsað með mér. En ég er heldur ekki frá því að Samuel nokkur Jackson hafi verið, með þessari mynd, að hirða annað sætið af Jackie nokkrum Chan.


Ég hata...:

..frunsur
..samuel l. jackson
..jackie chan
..lélega tónlist(það er svo mikið af þessu drasli að ég fer ekki nánar út í það)
..lán
..kirkjuklukkuna sem er hérna fyrir utan og fer í gang klukkan 8 á morgnana og hamast í nákvæmlega 2oghálfa mínútu. Hún spilar ekki einu sinni lag eða segir manni hvað klukkan er. Bara hamast non-stop!!
..óskipulag(N.B. rusl getur verið skipulagt)
..dót sem virkar ekki
..óstundvísi
..allt þetta reykingarbann
..blómin sem dóu í íbúðinni minni
..fólk sem starir á frunsuna mína
..rispaða DVD diska
..rigningu um jólin
..stærðfræði, hún er bara rugl þegar maður er kominn lengra en plús, mínus, deilingu og margföldun
..þegar ég man ekki lengur hvað ég hata!

6 Comments:

Anonymous Big mama said...

Djísös kræst, Gummi, á hverju ertu??

föstudagur, janúar 19, 2007  
Blogger Gummi said...

Síðasta snúning?

sunnudagur, janúar 21, 2007  
Blogger Garðar said...

skemmtileg mynd af typpinu verð ég að segja...

mánudagur, janúar 22, 2007  
Blogger Sveinsson said...

gmana

þriðjudagur, janúar 23, 2007  
Anonymous Hemmi Hemm Hemm said...

Ég hef verið að reyna ná í þig núna upp á síðkastið. Það er ekki heiglum hent. Er númerið ekki hjá þér 6941059?
Endilega láttu heyra í þér.

Hemmi klippara nemesis
(6941709)

þriðjudagur, febrúar 06, 2007  
Blogger Gummi said...

close...6961059

þriðjudagur, febrúar 06, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home