miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Kannanir...

..eru eitthvað sem ekki er hægt að taka mark á. Hér finnst mér vera 2 ágætis dæmi:

Tekið af mbl.is:

"Noregur er annað árið í röð efst á lista breska fyrirtækisins ECA International yfir þau lönd þar sem dýrast er að búa. Hár framfærslukostnaður í Noregi fleytti landinu upp í efsta sæti listans. Danmörk er í öðru sæti en Japan vermir það þriðja.
32 lönd lentu í úrtaki ECA International en í könnuninni var m.a. reiknað verð á matvælum, víni, tóbaki, fatnaði, rafmagnstækjum, bílakostnaður og matur á veitingastöðum.

Ekki kemur fram hvers vegna Ísland var ekki nefnt í könnuninni."

og hin er tekin af spjallborði manutd.is:

"Heimslisti IFFHS (1. nóvember 2004- 30. október 2005)

1. LIVERPOOL FC (England) 295,0
2. FC Internazionale Milano (Italia) 292,0
3. FC Bayern München (Deutschland) 279,0
4. Milan AC (Italia) 262,0
5. Manchester United FC (England) 257,0
6. CSKA Moscow (Russia) 245,5
7. Olympique Lyonnais (France) 243,0
8. Arsenal FC London (England) 242,0
9. CA Mouth Juniors Buenos Aires (Argentina) 234,0
10. Villarreal CF (España) 233,0
11. São Paulo FC (Brasil) 230,0
12. Chelsea FC London (England) 229,0
13. PSV Eindhoven (Nederland) 228,5
14. AZ Alkmaar (Nederland) 226,0
15. AJ Auxerroise (France) 225,0
16. Sporting Clube of Portugal Lisbon (Portugal) 215,0
17. Newcastle United FC (England) 207,0
= AS of Monaco (France) 207,0 "

Þætti gaman að fá að spjalla við "snillingana" sem komust að þessari niðurstöðu.
Mér finnst nú reyndar líka rétt að taka það fram að sem manchester manni þá finnst mér bara eitt fáránlega en að liverpool er í efsta sæti og það er hvað manchester er ofarlega...já og kannski set smá spurningarmerki við newcastle þarna en hvað um það, ef einhverjum finnst ég vera að tala út um rassin á mér þá má hann endilega segja mér af hverju hérna fyrir neðan.

3 Comments:

Blogger Gummi said...

amm...en það er semsagt verið að mæla 12 mánuði og það er, held ég, innifalið hvar liverpool kláraði deildina, deildarbikarinn, FA bikarinn og hvar þeir voru í deildinni í lok október, sem mig minnir að sé ekkert glæsilegur árangur. Veit alveg að þeir unnu meistaradeildina(með herkjum :)) en er það eina sem þarf til?

miðvikudagur, nóvember 16, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

yes, Garðar said...

Könnunin er greinilega fölsuð!

Áfram Everton!!!

ps. alltaf gaman að koma með gáfulega punkta inn í umræðuna. en svona er nú bara það.

miðvikudagur, nóvember 16, 2005  
Blogger Gummi said...

hehe, "garðar said" indeed.

Ef eitthvað þá myndi ég nú frekar vilja að sjá Everton en Liverpool á toppnum...

En auðvitað fór þetta eins og ég hélt, það var bara tekið eftir boltastaðreyndinni. Það þarf enginn að segja mér að það er dýrara að búa á íslandi en danmörku!

miðvikudagur, nóvember 16, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home