föstudagur, apríl 28, 2006

Ég er að deyja.

En fyrst þetta: Tulla frænka var að tilkynna það að hún ætti von á litlum skæruliða. Til hamingju með það :) Ég skal fúslega viðurkenna það að þetta er í fyrsta skipti sem að ég hef séð eitthvað sem líkist barni á svona myndum.

Eitt enn áður en ég kem mér að því af hverju ég er að deyja.
Ég er búinn að skrifa undir ráðningarsamninginn við sjúkrahúsið og þar stendur víst að ég megi ekki tala um það sem ég sé eða heyri í á sjúkrahúsinu, einhverskonar þagnarskylda eða eitthvað álíka. I could not care less...

Sigga: "Nú geturðu allavega bloggað um eitthvað skemmtilegt"
Ég: "Heldur þú að það sem ég hef lent í síðustu tvo daga sé skemmtileg lesning?"
Sigga: "Eða þú´st, spennandi"

Hana Siggu mína langar náttúrulega að verða læknir þannig að það sem mér finnst vera ógeðsleg og hræðileg upplifun, finnst henni náttúrulega spennandi og hálf öfundar mig.
Here goes...á miðvikudaginn var ég kallaður inn á skurðstofu til að hjálpa til með að færa einn kall til á skurðborðinu. Maður lendir oft í því. Stundum þarf að snúa þeim á hliðina eða halda uppi löppinni á meðan hún er sótthreinsuð eða eitthvað álíka.
"Við þurfum tvo", sögðu þau.
Ég og Conni stöndum fyrir utan og erum að setja á okkur hanska og húfur. Ég fór að spá í hvort einhver hefði prumpað þarna frammi, smá svona skítalykt, ekkert alvarlegt. Jæja, við förum inn og ég dreg inn andann eins og maður gerir svo oft til að halda sér á lífi. Ég vissi ekki hvort það var að fara að líða yfir mig eða hvort ég var að fara að æla. Þarna inni lá maður á skurðborðinu með opinn skurð á maganum, við erum að tala um OPINN! Inneflin voru bara þarna, riding the wave, upp og niður í gegnum sárið í takt við vélknúna andadráttinn. Þetta var samt ekki það sem fékk mig til að líða svona illa. Maður er búinn að sjá svona oft í þessari vinnu, jafnvel oftar en hollt getur talist. Það sem fékk mig til að vilja æla yfir sjálfan mig og líða svo útaf var sú staðreynd að þetta var Þarma-aðgerð! Ég veit ekki hvort þið gerið ykkur grein fyrir orðinu "Þarma-aðgerð". Fyrir utan opna sárið á bumbunni var búið að skera upp rassgatið á honum og hann hefur náttúrulega enga stjórn á hægðum eða neinu. Þannig að það var kúkur og piss út um allt og lyktin var svo sterk að ég held ég hafi aldrei fundið annað eins. Talandi um að vera rotinn að innan sko...

Það er nú bara þannig að ég skil ekki allt í dönsku tungumáli. Stór orð eru stundum erfið og það er ekkert alltaf sem maður er að tala við fólk sem að nennir að útskýra nákvæmlega fyrir manni hvað það þýðir, sem þau voru að segja. Á fimmtudaginn átti ég að fara og þrífa eina skurðstofuna, þau voru nýbúin að vera í aðgerð þar inni. Ekkert mál.
"Þú þarft að fara í slopp ef þú ferð þarna inn og vera með grímu...og svo mundi ég setja á mig tvo hanska....ég held að þú ættir líka að fara í sturtu þegar þú ert búinn að þessu." Segir ein hjúkkan við mig. "Hvað er málið?" náði ég að stama.
"Sjúklingurinn er nefnilega með.." og svo sagði hún þetta orð: Multiresis...eh...ég er nokkuð viss um svo kom eff og svo á ábyggilega að vera joð þarna einhverstaðar. Pointið er að ég hef ekki hugmynd um hvað hún sagði og hún nennti ekki að útskýra það nánar. Nema hvað ég náði því upp úr henni að þetta er einhver veira og ef að ég smitast þá er ekkert hægt að gera!
"Er ég þá bara dauður?"
"Nei, nei....ábyggilega ekki."
Mig langar heim, var það fyrsta sem að mér datt í hug. En í staðinn fyrir það fór ég niður til yfirkerlingarinnar og ákvað að grenslast fyrir um þessa multi veiru og hvernig ég ætti að haga mér í þeim efnum. Fyrsta sem ég spurði samt var hvort ég fengi áhættubónus. That was a big fat no on that one.
Ég gíraður upp og fleygt þarna inn. Með húfu á hausnum, grímu fyrir andlitinu, tvíbundinn, ermalangann læknaslopp yfir kroppnum og hvíta klossa á löppunum stóð ég bara þarna í fimm mínútur og svitnaði...

Þannig að ég gæti verið með þessa veiru og ég gæti verið að deyja...það fer hver að verða síðastur til að kíkja í heimsókn!

11 Comments:

Blogger TaranTullan said...

Takk fyrir kveðjuna...
Og Váááá hvað þú lifir eitthvað fönkí lífi þessa daganna. Ég gæti þetta barasta aldreiiiii

föstudagur, apríl 28, 2006  
Blogger Garðar said...

ok, ef þú er með einhverja veiru veit ég ekki hvort maður sé að rjúka til þín, kanski ég hringi bara?

föstudagur, apríl 28, 2006  
Blogger Gummi said...

Ég er ekki viss um að ég myndi nota orðið fönkí...eitthvað í áttina að: This is fucked up! Væri kannski nærri lagi :)

Garðar, ef þú kemur og færð þessa veiru líka er ég nokkuð viss um að við getum lögsótt spítalann fyrir eitthvað og lifað góðu lífi...þangað til við deyjum. What do you say?

föstudagur, apríl 28, 2006  
Blogger Gugga said...

Heyrðu Gummi við vorum að spá í að kíkja til ykkar í sumar en svo kom svolítið óvænt uppá...þannig að við verðum bara í bandi! Og ef þið komið til Íslands í heimsókn þá býst ég við að við verðum erlendis, endilega látið vita hvenær þið komið svo við vitum hvenær við eigum að fara út...

laugardagur, apríl 29, 2006  
Blogger Garðar said...

hehe... gætu verið fjörugar 2 vikur uppfullar af spítalapeningum, veirum, bjór og gleði!!!

laugardagur, apríl 29, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Gummi, það var gaman að kynnast þér. Reyndu samt að þrauka fram yfir árshátíðina.
Samúðarkveðjur til Siggu. EF hún lifir þig.

sunnudagur, apríl 30, 2006  
Blogger Gummi said...

Gugga, dyrabjallan hringir hjá þér eftir 379 mín...það verður ég!

Garðar, þetta verður gaman :D

Takk Tinna...kemur þú til KöPen?

mánudagur, maí 01, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Nix. Kem kannski til KöBen í tívolíferð með syni mínum seinna í sumar eins ég hef lofað honum undanfarin 3 sumur... þá skellirðu þér nú með okkur í Legoland, það er að segja ef þú lifir enn...

mánudagur, maí 01, 2006  
Blogger Gummi said...

Ekkert mál, þið kippið mér bara með þegar þið komið frá KöPen...

mánudagur, maí 01, 2006  
Blogger Gugga said...

Vertu velkominn Gummi minn! Ég hef trú á að tvöföldu hanskarnir hafi gert trikkið!!! Svo drepst maður hvort sem er einhvern tímann...

þriðjudagur, maí 02, 2006  
Blogger Gummi said...

hehe

þriðjudagur, maí 02, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home