miðvikudagur, maí 10, 2006

Butler - A smart move.

Við Sigga versluðum okkur kaffivél í október. Butler, heitir hún og sölufrasinn "A smart move" er líka prentað í síðuna á henni. Ég setti hana í gang fyrir 56 mínútum og hún er enn að! Ég þori ekki að fara inn í eldhús og tjékka á henni því óhljóðin eru gríðarleg. Ég er búinn að vera vakandi í 57 mínútur og hef ekkert kaffi fengið - þetta verður langur dagur...

Maður þarf að mæta í vinnu á eftir og ég er fallinn frá þeirri hugmynd að gera einhverja tilraunir á spítalanum. Ástæðan er líklega sú að maður veit aldrei hvort maður er að fara að fokka í einhverjum sem er nýbúinn að missa ástvin.

Árshátíð SKJÁSEINS verður haldin í KöPen um helgina og ég ætla að gera mér ferð þangað og hitta liðið, teiga nokkra öllara, syngja nokkra slagara og hlusta á annað eins. Hit me with your rythem stick er ofarlega á óskalistanum ásamt Hit me baby one more time í íslenskri þýðingu Hemma Hemm. Síðast þegar SKJÁREINN hélt árshátíð sína í KöPen var stuð.
Uppúr stóð held ég lyftuferðin hjá mér og Hemma, næturöskrin í Dignusi, þegar ég þurfti að útskýra fyrir Bnak hvernig maður færi yfir "strikið", autopilotinn hans Hemma, Long Island drykkirnir hans Bjössa og leiðbeiningarnar sem hann gaf Bigga, að Biggi skyldi hafa fundið staðinn. Margt fleira náttúrulega sem maður man ekki sökum ölæðis og akkúrat núna: Kaffileysis.

Nú er The Butler - A smart move búinn að vera í gangi í 90 mínútur og er ekki enn hætt! Það er eins gott að þetta verði besta kaffi sem að ég hef á ævinni fengið...

Við Sigga vorum bæði í fríi í gær og tókum daginn snemma. Byrjuðum á að fara á kaffihús og fengum okkur brunch. Röltum svo niður göngugötuna og tókum þá snilldar ákvörðun að kaupa okkur tennisspaða og bolta. Skemmst frá því að segja að við fundum svo engann tennisvöll.
Svo fórum við og ætluðum að kaupa okkur sjónvarp. Fundum eitt 32 tommu JVC tæki og gíruðum okkur upp fyrir að taka það með heim. Ákváðum að dreifa greiðslunum yfir 3 ár þar sem að peningar eru ekki eitthvað sem að við skítum þessa dagana en þá var það náttúrulega ekki hægt þar sem að reglur um svoleiðis kaup segja til um að maður verði að vera búinn að búa hérna í 5 ár áður en það er hægt! Skemmst frá því að segja að við keyptum ekki neitt sjónvarp.
En það rættist nú samt úr deginum þar sem okkur var svo boðið í grillveislu til Kristjáns og Nooru(finnsk). Eftir matinn, sem var geðveikur, spiluðum við hið æsispennandi og gríðarskemmtilega Kubb ásamt því að slátra einum kassa af bjór. Skemmst frá því að segja að ég og Sigga töpuðum þessu spili.



Nú eru 102 mínútur síðan The worst Butler in the world var settur í gang og ekkert lát virðist vera á óhljóðunum sem berast úr eldhúsinu...ég er að verða hálf argur.

16 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sögurnar af kaffivélinni vekja með mér mikla sorg - ég var einmitt að klára 1. bollann af rjúkandi, ilmandi, indælu kaffilatte; úr Ottolina baunum með eftirbragði sem minnir helst á súkkulaði... Vanti þig almennilega kaffivél og kaffi í'ana veistu hvert þú leitar. Bestu espressovélarnar eru nefnilega ódýrastar á Íslandi, ótrúlegt en satt. Sem hefur reyndar þann ókost að tómahljóðið í veskinu mínu verður stundum óbærilegt. En þá fæ ég mér bara kaffi. Eða nýpressaðan ávaxtasafa úr Waring ávaxtapressunni minni sem kostar, bæðevei einungis 9.900..! Eða ís..!

Ekki gleyma; Islands in the Sun.

miðvikudagur, maí 10, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ætla að hitta Skjásaumingjana í löns í dag - steikarsamloka á Vegamótum kemur sterk inn. Við skálum fyrir þér og væntanlegum endurfundum ykkar. Svo held ég bara áfram að grenja.

miðvikudagur, maí 10, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Böhöhö... böööööööö.... böhööö...

miðvikudagur, maí 10, 2006  
Blogger TaranTullan said...

Já, það er nú skemmst frá því að segja að þú ert nokkuð lengi að vélrita. Þú ert greinilega ekki skammur í að segja nokkurn hlut, af pislinum að reikna.
En segðu okkur svo.......... hvernig var kaffið?

miðvikudagur, maí 10, 2006  
Blogger AM said...

Stream, Tinna! Stream!

miðvikudagur, maí 10, 2006  
Blogger Gummi said...

Heyrðu kaffið endaði í vaskinum, það litla sem fór í könnuna...
Arnar, kemur þú ekki bara með kaffivélina sem að Tinna ætlar að gefa mér?

PS. Ég er ekkert svo lengi að vélrita, ég er bara svo helvíti lengi að hugsa. Sérstaklega þegar ég er þunnur, eins og ég var í morgun. :D

miðvikudagur, maí 10, 2006  
Blogger Gugga said...

Ég veit ekki með kaffivélina en listaverkið er flott. Hvað heitir svo gjörningurinn? Eitthvað á þessa leið:
....reykur og öl eru blómanna böl? Vona að það rætist úr þessu með kaffivélina...

miðvikudagur, maí 10, 2006  
Blogger Gummi said...

tjah...mér fannst þetta bara flott. Fólk má bara sjá út úr þessu og skíra eins og því þykir best henta :)

miðvikudagur, maí 10, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Steikarsamlokan með hvítlauksristuðu nautastrimlunum var himnesk. Við gleymdum að skála fyrir þér, slík var græðgin.

Giftu þig og þá skal ég stuðla að kaffivélasamskoti, greyið mitt.

Slurrrrp... mmmmm... þetta var dásamlegur kaffisopi...

Kíktu á þetta, maður kemst alltaf í gott skap (jafnvel þótt ekkert sé kaffið):

http://video.google.com/videoplay?docid=-8610362188397291938&pl=true

fimmtudagur, maí 11, 2006  
Blogger Gummi said...

Ég nenni ekkert að gifta mig fyrir eina kaffivél...kannski ef þú hendir einni steikarsamloku með, þá gætum við verið að tala saman.

Ekkert að þessu myndbandi, samhæfður dans og alles ;)

fimmtudagur, maí 11, 2006  
Blogger Gummi said...

Gæti einhver sem er að vinna á skjáeinum og les þetta verið svo sniðugur að segja mér hvenær þið komið til KöPen?

fimmtudagur, maí 11, 2006  
Blogger AM said...

Upp úr hádegi á föstudaginn (morgun) (12.maí).
Gistum á Admiral.

fimmtudagur, maí 11, 2006  
Blogger Garðar said...

hej, gæti verið að maður kæmi í heimsókn þarna í lok maí...

Væri til í kanski einn kaffibolla, þú kanski röltir inn í eldhús og ýtir aðeins við Butlernum svo það verði nú tilbúið þegar ég kem

fimmtudagur, maí 11, 2006  
Blogger Gummi said...

Ég er með númerið 26 46 92 87 og ég man ekki hvað maður þarf að setja fyrir framan, eða jú, það er 00 og svo eitthvað meira...

Garðar, ávallt velkominn. Butlerinn er ennþá í gangi held ég, þori ekki lengur inn í eldhús....

fimmtudagur, maí 11, 2006  
Blogger Gummi said...

Admiral...er það ekki sama hótelið og við vorum á seinast?

fimmtudagur, maí 11, 2006  
Blogger AM said...

aye, matey

föstudagur, maí 12, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home