þriðjudagur, maí 02, 2006

Tilraun: AKbs 42187

Ekki dauður enn! Það veit bara á gott...

En já, tilraunir. Hef mjög gaman af þeim. Er búinn að standa í einni svoleiðis síðastliðna tvo mánuði.
Sigga hélt því nefnilega fram að klósettið myndi haldast hreinna ef að ég myndi setjast niður í hvert skipti sem að ég pissaði. Þetta er reyndar staðreynd sem að ég hef heyrt margar konur halda fram.
Þannig að ég setti þessa tilraun í gang ASAP og til þess að halda nákvæmlega utan um niðurstöðurnar þreif ég klósettið sjálfur, sem ég geri nú reyndar hvort eð er þannig að engin breyting á því svo sem...
Eftir mánuð af því að setjast niður í hvert skipti sem að ég pissa get ég með sanni sagt að klósettið helst ekki hreinna! Ekki nóg með það, ég er ekki frá því að það verði jafnvel ógeðslegra!
Ég lenti meðal annars í því að það skvettist piss upp undir setuna og í afar óþægilegum tilvikum skvettist piss á lærin á mér. Þá datt mér í hug að reyna að stýra kvikindinu aðeins og þá lenti ég í því að það skvettist bara upp á rassinn á mér í staðinn! Ekki mjög gaman að þurfa alltaf að fara í sturta eftir eina stutta klósettferð.
Hinn mánuðinn stóð ég og kostirnir eru mun fleiri. Ekkert þvag á setunni, ekkert þvag á rassi né lærum, minni þrif og mér líður aðeins meira eins og karlmanni.
Niðurstaðan er einföld strákar, stöndum, heilsum hershöfðingjanum og verum stoltir af því!



Ég held að þetta sé bara eitthvað sem að konur segja af því að þær eru öfundsjúkar yfir því að geta ekki staðið sjálfar þegar þær pissa...

16 Comments:

Blogger AM said...

Þú ert sannur karlmaður að þora að leggja í þessa tilraun og hvað þá að segja frá henni. Ég held að þetta sé flottasta bloggfærsla sem ég hef nokkurntímann séð og ég á margar bækur sem eru miklu verri en þetta. The force is strong in you.

þriðjudagur, maí 02, 2006  
Blogger Gummi said...

Try and keep this up I will. Copenhagen close I sense...

þriðjudagur, maí 02, 2006  
Blogger AM said...

Ég sé fyrir mér heila bók: "Gummi gerir tilraunir" þar sem þú svarar þessum hversdagslegu spurningum. Þú gætir til dæmis lokað þig inni í ísskáp og athugað hvort ljósið slökknar eða rannsakað við hvaða hitastig nákvæmlega bjór verður ódrekkandi.

þriðjudagur, maí 02, 2006  
Blogger Gummi said...

Ljósið slökknar í ískápnum, ég rek alltaf hausinn í helvítis takkann!

þriðjudagur, maí 02, 2006  
Blogger Gummi said...

ég meinti að ljósið slökknar EKKI.

þriðjudagur, maí 02, 2006  
Blogger Gummi said...

NEI, ég meina að það slökknar AF ÞVÍ að ég rek alltaf hausinn í takkann....helvítis maður, ég held ég þurfi að setjast niður eða eitthvað áður en ég meiði mig!

þriðjudagur, maí 02, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég tek undir ummæli AM varðandi bloggfærsluna, en persónulega myndi ég borga fyrir að fá að lesa þrenn síðustu komment frá þér, kæri Gummi. Ég grét úr hlátri.
ALDREI hætta að blogga og ENN SÍÐUR hætta að kommenta á bloggið þitt!
Þú átt að skrásetja athafnir þínar og gefa þær úr á bók. Ég meina, Gilzenegger gerði það...

þriðjudagur, maí 02, 2006  
Blogger Gummi said...

Já, þetta er hugmynd. En vinsamlega ekki setja mig í hóp með Gilzenegger, ég kann ekki að meta það.
Þið verðið þá bæði að koma með mér til Ítalíu og Spánar, ég á enn lokið nokkrum tilraunum með naut og ís, annað til að pikka og hitt til að ummorða allt sem að ég segi. :D

miðvikudagur, maí 03, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Frábær hugmynd! Ég er on, hvað með þig, Arnar?

Ps. Gilzenegger er góður drengur, og jafnvel eilítið vanmetinn...

miðvikudagur, maí 03, 2006  
Blogger AM said...

Ég fór einu sinni í Bananasplitferð um Bretland þannig að ég er til í Ísferð til Ítalíu.

miðvikudagur, maí 03, 2006  
Blogger Gummi said...

exellent...

miðvikudagur, maí 03, 2006  
Blogger Gummi said...

...við þurfum risastórt kælibox, fullt af rauðum vasaklútum og einn trúð, hugsanlega tvo ef tilraunin skyldi ekki heppnast í fyrsta skipti. Spurning hvort að þú færð ekki bara Gilzenegger til að fara í trúðabúning og koma með okkur fyrst að þið eruð svona bestest buddís?

miðvikudagur, maí 03, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég skal spyrja hann. Ekki afskrifa hann... Hvenær leggjum við í'ann og hvert er förinni heitið?

fimmtudagur, maí 04, 2006  
Blogger Gummi said...

Í dögun, við þurfum að stoppa stutt í Frakklandi og fá lánaðann smá bút úr turni þar...

fimmtudagur, maí 04, 2006  
Blogger AM said...

Ég er nú eldri og reyndari en þið og legg því til að við Schwingum fyrst yfir til Feneyja og fáum okkur einn gelato áður en lengra er haldið.

föstudagur, maí 05, 2006  
Blogger Gummi said...

Eins og ég sagði...ég þarf ykkur svo mikið! Auðvitað stoppum við í Feneyjum. Gondólar eru mitt uppáhald! Auk þess á ég sitt hvað vantalað við þessa gaulara sem stýra þeim. Þetta verður rosalegt!

þriðjudagur, maí 09, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home