föstudagur, maí 05, 2006

Lost?

Lost eða Prison Break? Prison Break it is.
Lost eða Scrubs? Scrubs it is.
Lost eða Guiding Light? Held ég verði að segja Guiding Light!

Þessir Lost þættir eru farnir úr því að vera einu frumlegustu og mest spennandi þættir sem sýndir hafa verið í sjónvarpi í það að verða langdregnari en einmitt Guiding Light! Ég hata G.L. útaf lífinu og ætti að það að gefa ágætis mynd af því hvað Lost er að gera mér þessa dagana.
Það lítur allt út fyrir að þeim takist að draga þetta út til að geta búið til eitt síson í viðbót, klapp, klapp. Ótrúlega leiðindi alveg hreint að reyna að halda augunum opnum í gegnum einn svona þátt. Eftir þetta síson er ég hættur að eyða mínum dýrmætu augum í þetta drasl. Þegar ég verð kominn á elliheimili verða þeir kannski hættir og þá get ég spurt blinda kallinn sem þurfti að hlusta á síðustu tvo þættina hvernig þetta endaði allt saman.
Mín vegna mega þau öll rotna á þessari skíta eyju!



Prison Break rúlar by the way...

26 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já! Sammála! Meira að segja Mæðgurnar (Gilmore Girls) gera meira fyrir mig en Lost, þessa dagana.

föstudagur, maí 05, 2006  
Blogger AM said...

Hvað er þetta Lost? Ég hef ekki séð einn einasta þátt.Er pointless að horfa á fyrsta seasonið eða er það ánægjulegt í sjálfu sér?
What to do?

föstudagur, maí 05, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

I know the feeling, gafst upp á season 1 af lost, en verð að viðurkenna að ég er byrjaður að kíkja á season 2 ...

Er samt alveg við það að gefast upp aftur.

föstudagur, maí 05, 2006  
Blogger Gummi said...

Maður getur eiginlega ekki bara kíkt á season 1 til gamans, endar á cliffhanger...drasl!

föstudagur, maí 05, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

1. þáttaröð var miklu betri og alveg þess virði að skoða, bara ef þú veist að þú byrjar á toppnum. Ég hef hins vegar tekið gleði mína, West Wing eru komnir aftur!

föstudagur, maí 05, 2006  
Blogger AM said...

West Wing eru ekki nógu twisted fyrir minn smekk, fröken Bartlett. Ég skal horfa á þá þegar forsetinn fer að stunda ólöglegar hleranir eða drepur vændiskonu á hótelherbergi og kemst upp með það.

föstudagur, maí 05, 2006  
Blogger Sveinsson said...

Hey Gummi.

Eru starfsmenn Skjás 1 ekki með afslátt í Sautján?

föstudagur, maí 05, 2006  
Blogger Gummi said...

West Wing eru fínir. Ef þú vilt twisted forseta, horfðu þá á season 5 af 24.
Hey Daði, skiptir það máli? Þekkir þú einhvern sem er að vinna á skjá1?

föstudagur, maí 05, 2006  
Blogger Sveinsson said...

Hélt að Bjössi væri nú að vinna þar. Ætlaði að láta hann kaupa fötin og nýta mér afsláttinn. En hann virðist ekki svara símanum eða smsi...

föstudagur, maí 05, 2006  
Blogger Gummi said...

Held að hann kunni ekkert á síma, mannstu eftir: Kaupa Kóbalk Cóblab!

föstudagur, maí 05, 2006  
Blogger Sveinsson said...

Ó já. Það mun seint gleymast. En s.s...er hann með afslátt ef hann vinnur hjá Skjá 1?

föstudagur, maí 05, 2006  
Blogger Garðar said...

hehe... horfi á í síðustu viku ömurlegan lost þátt, númer 20. Hann var bara upprifjunarþáttur og já, ömurlegur. Hlóð niður númer 21 í dag og kom heim núna eftir að hafa farið á Flamman (Eldinn - The Flame) og byrjaði spenntur að horfa á en mér til enn mikillar meiri mæðu var þessi líka upprifjunarþáttur...

Djö... ég skal sko blogga um þetta helvíti og ætlaði einmitt að skrifa það sem þú skrifaðir að eftir þetta síson væri lost afskrifað. Góðir þættir en ef þeir fara ekki að hafa endi bráðum og þá meina ég góðan endi... (þarf ekkert að enda á að einhvað gott gerist, bara að það verði gott ef þú skilur).

Svo ég sat allan þáttinn vonsvikinn eins og mús í gildru sem drepst ekki strax... "afhverju valdi ég að skríða í gegnum þessa lykkju til að fara í ostinn?" bara til þess eins að í lokin að sjá "Stay tuned for the next episode..." og þar er lýst hvað gerist í lokin á fyrstu seríunni!

Og þá sá ég skráarnafnið aðeins betur... Lost --s1-- e21!

Helv...

Djö..

Ands.!

laugardagur, maí 06, 2006  
Blogger Gummi said...

Garðar, þú ert snillingur! :D

laugardagur, maí 06, 2006  
Blogger Sveinsson said...

Já...miklir Lost complexar í gangi?

laugardagur, maí 06, 2006  
Blogger TaranTullan said...

Hefur eitthvað komið í ljós með þennan ísbjörn þarna úr fyrstu seríunni? Horfði nebblega bara á nokkra í fyrstu seríu og nokkra úr annarri.

laugardagur, maí 06, 2006  
Blogger Garðar said...

virðist hafa verið ímyndun úr myndasögublaðinu sem walter (blökkukrakkinn) var með. Allavega var mynd af einum þar...

laugardagur, maí 06, 2006  
Blogger Gummi said...

Ég held að ég hafi séð þau drepa einn svona ísbjörn...ekkert frekar útskýrt, bara skrýtið að það væri ísbörn þarna á hitabeltiseyju, go figure!

laugardagur, maí 06, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Var ísbjörn í fyrri seríunni??? Ég hef líklega misst þráðinn fyrr en ég hélt... Talandi um TV - mæli af öllu hjarta með hinum ömurlegu Close to Home fyrir þá sem eru í sjálfsmorðshugleiðingum. Það er eiginlega ekkert í gangi nema My name is Earl og Family Guy... sem minnir mig á það, Gummi! Ég kjúaði FAG343 um daginn sem er hvorki meira né minna en þátturinn sem þú notaðir fyrir síðasta hausttreilerinn þinn; manstu þar sem þeir leka allir upp og út um gluggann á barnum af því að einhver er að grenja út af einhverju. Þá grét ég aftur úr hlátri og varð að kjúa endinn 6 sinnum áður en ég náði honum réttum. Fyrst úr hlátri og svo úr söknuði... músímúsímús...

laugardagur, maí 06, 2006  
Blogger AM said...

Ég var einmitt að kaupa mér Season 4 af Family Guy og horfði á fyrsta þáttinn áðan... "The Passion of Christ: Crucify This!"
Þeir fara ekki versnandi.

laugardagur, maí 06, 2006  
Blogger Gummi said...

Aawww, sakna ykkar líka!
My Name Is Earl, það voru gerðir 14 góðir þættir af því. Allt eftir það er bara endurtekning og þá orðið frekar þreytt.
Getur einhver sagt mér hvert ég var kominn í Dead Like Me?

sunnudagur, maí 07, 2006  
Blogger AM said...

Það var fólk sem hætti (óvart) á toppnum. Vorum við ekki næstum því búin með fyrstu seríuna? Ég þýddi númer tvö sl. haust. Það var aldrei nein þáttaröð sýnd alveg óslitin á S1.

sunnudagur, maí 07, 2006  
Blogger Gummi said...

Hefur einhvern tímann verið sýnd heil þáttaröð alveg óslitin á S1?;)

sunnudagur, maí 07, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Já.

sunnudagur, maí 07, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Til að komast að raun um hvort mýs haldi að leðurblökur séu englar fékk Vísindavefurinn Félagsvísindastofnun til að gera skoðanakönnun meðal músa, og var hlutfallið milli húsamúsa og hagamúsa jafnt. Því miður fékkst engin niðurstaða út úr þessari könnun þar sem svarhlutfall var ekki marktækt. Ekki var hægt að hringja í mýsnar þar sem engin þeirra var í símaskránni og því var þeim send spurningin á blaði. En mýsnar átu bara blaðið í stað þess að svara spurningunni.

Því næst hugsuðum við okkur að beita eigindlegum rannsóknaraðferðum og vildum taka viðtal við mýsnar. Á lóð Raunvísindastofununar var búinn til ágætis sandkassi til að geyma mýsnar í á meðan verið væri að taka viðtölin. Fyrst voru fengnar 10 mýs og áttu 9 að bíða í sandkassanum á meðan fyrsta músin var tekin í viðtal. En þegar viðtalinu var lokið voru hinar 9 horfnar.

Til að þetta endurtæki sig ekki var haft samband við háskólaköttinn og hann beðinn um að hafa auga með músunum á meðan verið væri að taka viðtölin. Þetta gerði kötturinn af mikilli samviskusemi, en því miður af minni vísindalegri forsjálni. Mýsnar fóru vissulega hvergi, en því miður voru þær ekki vel til þess fallnar að taka þátt í vísindalegum rannsóknum eftir gæsluna.

Þá brá ritstjórn Vísindavefsins á það ráð að hafa samband við Heimspekistofnun og athuga hvort heimspekingarnir þar gætu komist til botns í því hvort mýs halda að leðurblökur séu englar. Eftir miklar yfirlegur og þunga þanka fengust loks þær niðurstöður að líklega halda mýs að leðurblökur séu englar.

Röksemdafærslur heimspekinganna voru á þessa leið. Fyrst var því velt upp hvort mýs haldi að leðurblökur séu hestar. En það þótti heldur fráleitt. Sennilega halda mýs bara að hestar séu hestar og alls ekki að leðurblökur séu hestar.

(1) Mýs halda að leðurblökur séu ekki hestar.

Næst fékkst það staðfest hjá Náttúrufræðistofnun Íslands að englar eru ekki hestar.

(2) Englar eru ekki hestar.

Og nú virtist ekkert því til fyrirstöðu að setja ‘englar’ í staðinn fyrir ‘ekki hestar’ í setningu (1) og fá niðurstöðuna:

(3) Mýs halda að leðurblökur séu englar.

Til að tryggja að ekki væri verið að draga ályktun í fljótfærni var málið rannsakað aftur og nú með tilliti til hunda. Á svipaðan hátt og áður var talið líklegt að

(4) Mýs halda að leðurblökur séu ekki hundar.

Auk þess var talið ljóst að

(5) Englar eru ekki hundar.

Og með því að setja ‘englar’ í staðinn fyrir ‘ekki hundar’ í setningu (4) fékkst svo niðurstaðan:

(6) Mýs halda að leðurblökur séu englar.

Eftir að hafa rannsakað málið með tilliti til strúta, flóðhesta, múldýra og ísbjarna, var niðurstaða heimspekinganna sú að yfirgnæfandi líkur væru á því að mýs haldi að leðurblökur séu englar.

sunnudagur, maí 07, 2006  
Blogger Gugga said...

Vá, ég sé að ef ég ætla mér að fá viðbrögð við blogginu mínu (sem ég er by the wya í fríi frá) þá þarf ég ekki annað en að skrifa "LOST" eða eitthvað komment um álíka umdeildan (greinilega) þátt!!! En svo er það málið að ég gæti ekki verið meira sammála. Komst einhvern veginn inn í season 1 þarna í miðjunni á henni en í dag lít ég ekki á þetta...það var annaðhvort koddinn eða lost og koddinn vann. Svo stalst ég í jólapakkann þegar ég útvegaði mér þætti 14-18 af Prison Break svo nú ég er búin að eyðileggja spennuna af þeim...gaman, gaman!!

mánudagur, maí 08, 2006  
Blogger Gummi said...

Eins og þáttur þrettán endaði...get ekki ímyndað með að byrja að horfa seasonið á 14 þætti...öss!

þriðjudagur, maí 09, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home