mánudagur, maí 08, 2006

Ætli ég fái mér ekki bara eina steikarsamloku...

Ég væri til í eina svoleiðis núna.


Maður var að vinna um helgina. Sigga líka. Við fórum með 2 lík niður í frystinn og Sigga fór með eitt án mín. Í seinna skiptið taldi ég 13 lík þarna niðri og gerði mér grein fyrir því að ég hef aldrei séð svona mörg lík í einu. Áhugavert, ekki satt?
Á laugardaginn kom inn maður sem hafði verið að leika sér á mótorhjóli og hafði verið með félaga sinn aftan á. Þeir dúndruðu svo aftan á traktor með þeim afleiðingum að ökumaður vélhjólsins missti aðra löppina og aðra hendina, félagi hans lést.

Svo kom annar strákur inn á bráðamóttökuna. Hann hafði ákveðið að keyra á tré. Ekki nóg með það, hann reyndi svo að stinga lögguna og sjúkraliðana af ON FOOT! Það kom svo seinna í ljós að þessi sami gáfumaður hafði komið á bráðamóttökuna um áramótin líka.
Hann hafði verið í partýi einhverstaðar og ákveðið að skemmta liðinu aðeins. Hann stakk sem sagt sprengju upp í kjaftinn á sér og kveikti í. Óþarfi kannski að taka það fram en ég ætla samt að gera það; hann sprengdi náttúrulega af sér hálft andlitið!
Hann hefur nú fengið viðurnefnið "Hálfvitinn" af okkur venjulega, ef ekki fullkomna, fólkinu.

Ég var nú samt að hugsa(don´t mind the smell). Ég hef aldrei verið að vinna stað þar sem er svona mikið fólk og mig hreinlega klæjar í puttana - verð eiginlega að gera eitthvað við allt þetta fólk. Einhverja tilraun. Eitthvað stórt! Ótrúlegt en satt dettur mér eiginlega ekkert nógu gott í hug. Ekki nógu stórt! Lyktin er að verða óbærileg...

Kannski ert þú með einhverja hugmynd?

13 Comments:

Blogger Gummi said...

Ég á ekki smóking, tími ekki að leigja svoleiðis og held að viðbrögðin verði ekki mikið frábrugðin deginum sem ég mætti óléttufötum...

mánudagur, maí 08, 2006  
Blogger Garðar said...

Hve stórt áttu við?

Erum við að tala um eitthvað bara fyndið eða má það fara svo langt að það gæti kostað þig starfið þitt? :)

mánudagur, maí 08, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

anthrax

mánudagur, maí 08, 2006  
Blogger Gummi said...

tjah...kannski ekki þannig að það kosti mig starfið, bara gula spjaldið ;)

mánudagur, maí 08, 2006  
Blogger Gummi said...

tjah...kannski ekki þannig að það kosti mig starfið, bara gula spjaldið ;)

mánudagur, maí 08, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú þarft að fá góð ráð hjá Sjöfn. Hún er meistari vinnustaðahrekkjanna.

mánudagur, maí 08, 2006  
Blogger Gummi said...

Geturðu ekki bara látið hana fá urlið á þessa síðu? Það er alltof flókið að senda henni email...

mánudagur, maí 08, 2006  
Blogger Sveinsson said...

I almost had something...but It's gone.

Ahh nuts....

I mean...ahh nuts.

þriðjudagur, maí 09, 2006  
Blogger AM said...

Komdu með teikningar af sjúkrahúsinu, ljósmyndir af gangandi vegfarendum, ninja-búning, hlerunartæki, ómsjá, djúpköfunarbúnað og flugvélamóðurskip til Köben og þá getum við fundið eitthvað út úr þessu.

þriðjudagur, maí 09, 2006  
Blogger AM said...

Og hár af manni með kynfærakirtlavanseytingu.

þriðjudagur, maí 09, 2006  
Blogger Gummi said...

Ég er ekki viss um að kynfærakirtlavanseytin sé einu sinni orð en ég sá mann sem var með slöngu upp í tippið á sér um daginn, fyrir utan það þá er allt tilbúið nema ninja búningurinn...

þriðjudagur, maí 09, 2006  
Blogger Sveinsson said...

Er þetta ekki alveg eins og í Scrubs að vinna á spítala? Eða er þetta jafn dramatískt og spennandi og ER ?

Maybe not...

En þessir þættir ættu að gefa þér einhverja hugmynd.

miðvikudagur, maí 10, 2006  
Blogger Gummi said...

Þetta líkist voða lítið scrubs og ennþá minna ER. Sem voru hálfgerð vonbrigði, verð ég að játa.

miðvikudagur, maí 10, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home