fimmtudagur, september 07, 2006

Grand Hotel.

En fyrst þetta:

Drengurinn sem er að kenna mér hlutina heitir Jeppe Hoy og ég var að lesa grein um að Dean Windass hefði ekki verið seldur til Wigan...
Þó það sé nú gert ágætlega mikið grín að nafninu mínu hérna úti þá er ég nú bara hálf feginn að heita ekki Hár Jeppi eða herra Vindrassgat!

En ég er s.s. kominn með vinnu á Grand Hotel hérna í Odense. Stend í móttökunni, aðallega á nóttunni en það koma líka einhverjar dagvaktir inn í þetta.
Fæ ekki uniform fyrr en eftir 2 mánuði og fæ ekki starfsmannafslátt fyrr en eftir 3 mánuði.
Ég fæ að mat í vinnunni, sem er gott. Var á næturvakt í gær og byrjaði snarlið með nokkrum samlokum. Síðar æstust leikar og hentu var í mann steik með bernaise sósu, bökuðum kartöflum og salati. Deginum var síðan lokið með morgunmati: Hrærð egg, beikon, litlar pulsur, brauð og áleggi. I like it!
Soldið skrýtið samt að vera að vinna í jakkafötum.
Ég átti hálfpartinn von á að það væri nú frekar rólegt á næturvöktum en það reyndist ekki vera alveg rétt. Veit ekki hvort Jeppe er svona ofvirkur eða þá það er bara svona mikið sem þarf að hafa auga með. Kemur ábyggilega ekki í ljós fyrr en ég byrja að vera einn þarna.

Um helgina verð ég í KöPen. Klakamót í gangi.
Þetta er haldið einu sinni á ári. Hérna safnast saman allir íslendingar sem eru að spila fótbolta í danmörku og já, you guessed it, spila fótbolta...við hvorn annan. Mér skilst þeir sem vinni séu yfirleitt þeir sem eru þjálfaðastir í að spila þunnir þar sem að djammið er víst rosalegt á þessum helgum. Ég bind miklar vonir við sjálfan mig...

7 Comments:

Blogger AM said...

Er þetta... bjór?

fimmtudagur, september 07, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér þykir leiðinlegt að ég get ekki lengur talað um þig sem frændann í danmörku sem sér um að þrífa upp blóð og aðra líkamsvessa á spítala... Þú hefur brugðist mér!

föstudagur, september 08, 2006  
Blogger Gummi said...

Það er smá kók þarna líka...

Mér fannst þú ekki vera að nýta þetta til fullnustu þannig að ég varð bara að hætta.

föstudagur, september 08, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Er bjórinn alltaf geymdur í hitakompunni?

föstudagur, september 08, 2006  
Blogger Gummi said...

Já, eins og viskustykkin okkar.
Þetta er sérsniðið horn í eldhúsinu. Fyrir hvað? Tja, bjór t.d..

föstudagur, september 08, 2006  
Blogger Hlynur Gauti Sigurðsson said...

Hei, sláðu á þráðinn ef þig listir, það væri ekki leiðinlegt að sötra einn kaldan með þér um helgina
29630879
Þ.e.a.s. ef þú færð þessi boð í tíma

föstudagur, september 08, 2006  
Blogger Gummi said...

CRAP! var s.s. bara að sjá þetta núna - kominn heim, vel sósaður.

sunnudagur, september 10, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home