mánudagur, september 18, 2006

Helvítis markvörðurinn!

Nú, við erum s.s. ennþá staddir á laugardegi þar sem ægileg veisluhöld eru skipulögð á O´Learys eða eitthvað álíka. Þar áttum við að mæta allir sem einn og það gerðum við líka, fyrir utan einn. Við vorum reyndar ekkert búnir að heyra í honum síðan á föstudagskvöldið en það er önnur saga...

Mönnum fannst ógurlega erfitt að koma sér í gírinn á lau. kvöldið sökum þynnku og almennra óþæginda eftir 180 mín. af fótbolta um daginn. Þá datt mér í hug að prófa eitthvað sem vinur minn sagði mér einu sinni. Hann er stundum kallaður BNAK og gott ef við sátum ekki bara einmitt í KöPen, á írskum pöbb þegar hann lét þessa viskumola falla: "Ef það gengur illa hjá þér að byrja drekka aftur eftir fyllerí eða þú ert bara þunnur, þá er algjör snilld að fá sér einn dökkan Guinness".
Ekki veit ég af hverju ég mundi eftir þessu, but I did. Þannig að ég prófaði þetta og nokkrir hermdu eftir. Það leið ekki á löngu þar til þeir sem fengu sér ekki Guinness voru farnir heim. Hinir tóku aðra nótt í KöPen en voru samt komnir aðeins fyrr heim en síðast.
Ég persónulega náði kannski svona 3 - 4 tíma svefn fyrir undanúrslitin.

Fyrsti leikurinn okkar á sunnudeginum var, skemmtilegt nok, á móti B liði Óðense manna. Það var 0 - 0 eftir frekar ódramatískan hálfleik. Við í A liðinu sjálfsagt að spila svolítið varfærnislega til að vera vissir um að tapa ekki fyrir B liðinu, sem hefði verið slæmt. En í seinni hálfleik settum við 3 mörk og þeir ekkert. Komnir áfram.
Mættum Herlev Angels í næsta leik. Langur og leiðinlegur leikur sá. 5 mín. fyrir leikslok náðu Englarnir að pota inn hrottalega ljótu marki og pökkuðu bara í vörn. Mikið panik! Sett í fimmta og aldeilis hlaupið af sér spikið. Færðum okkur framar á völlinn og spörkuðum af öllu afli á markið þeirra, án árangurs. Ég fæ svo boltann fyrir miðri miðju, sóla einn og heyri hrópað að mér úr öllum áttum: "SKJÓTTU!!". Skaut og hitti beint í rassgatið á okkar eigin manni, DAM!
Mínútu seinna lendi ég í alveg eins aðstöðu og tek aftur skotið. Smellhitti tuðruna svona svakalega. Besta skot ævi minnar stefnir í ótrúlega fallegum boga rakleiðis upp í fjærhornið...okkar menn á hliðarlínunni byrjaðir að fagna...ég var kominn með aðra höndina upp í loftið...heyri útundan mér einhvern hrópa: "YES!"...þetta var fallegt...kemur ekki helvítis markvarðarkvikindið out of fucking nowhere og galdrar fram fallegustu markvörslu lífs síns...nær að slengja vísifingri í tuðruna og sveigja henni yfir þverslánna! BRJÁLAÐUR! Leikurinn flautaður af.

Við fórum svo í leikinn um þriðja sætið. Hann var nú svona bara meira til gamans gerður. Báðum liðum fannst ekki skipta miklu máli hvort þeir fengju brons eða ekki neitt. Markvörðurinn hjá þeim var mestann tímann frammi og svoleiðis bull í gangi. Hann var svo hvattur til að loka markinu og því tók hann eitthvað persónulega og velti markinu, fékk fyrir það gula spjaldið. Á þessum mótum er maður sendur útaf í 10 mín. ef maður fær gula spjaldið. Hann hljóp útaf og kom stuttu seinna aftur inná, bara í útivallarbúning. Þegar dómarinn fattaði það gaf hann honum rauða spjaldið og ég meina það, hann gaf honum það. Hann tók það allavega með sér útaf. Strákar hoppuðu upp í skallabolta eftir að vera búnir að draga bolinn yfir hausinn, það var soldið skrautlegt. En við unnum þann leik samt 3 - 1.

Sigga var með myndavélina í sumarbústaðarferð með bekknum sínum, þannig að ég á engar myndir af þessu...

13 Comments:

Blogger Hlynur Gauti Sigurðsson said...

Getur verið að þessi markmaður hafi heitið sindri og sé frá Egilsstöðum, spilar með Árósum?

mánudagur, september 18, 2006  
Blogger Gummi said...

Tja, ég veit ekki hvað hann heitir en ef hann spilar með Árósum ætla ég að kæra leikinn því að hann var að spila fyrir Herlev Angels sem koma, and I kid you not, frá Herlev ;)
Þegar ég fer að hugsa út í það held ég að ég þekki Sindra frá Egilstöðum...gaf honum einu sinni 1000 kall ef hann myndi stanga löggu í rassinn - ég sé ekki eftir þeim pening.

mánudagur, september 18, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Og svo kvartarðu undan hinum spengilegu Ítölum??? Prófaðu að mana Sindra frá Egilsstöðum/Herlev/Árósum (hverjum er ekki sama??) til að stanga ítalska löggu í rassinn og gáðu hvað hún gerir við þig! Þær eru sko engir aukvisar, ítölsku löggurnar, ekki frekar en bræður þeirra fótboltahetjurnar.

þriðjudagur, september 19, 2006  
Blogger Hlynur Gauti Sigurðsson said...

Jeg þori að veðja við þig 1.000 kalli dönskum að Sindri frá Egilsstöðum myndi skalla ítalska röggu í lassinn ef hann gæti.

miðvikudagur, september 20, 2006  
Blogger Gummi said...

Já, veistu, ég er eiginlega alveg viss um hann myndi gera það...

Það skiptir höfuðmáli hvaðan hann kemur, Sindri frá Herlev er nefnilega andstyggilegt kvikindi(ekki það að ég þekki einhvern frá Herlev, hvað þá einhvern sem heitir Sindri) og hvað kemur eitthvað af þessu því við að ég hafi verið að segja að fótboltamenn í ítölsku deildinni lægju meira og minna í grasinu allan leikinn????

miðvikudagur, september 20, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert bara öfundsjúkur út í Ítali hvað þeir eru með flottan rass. Og flinkir í fótbolta. Og ákveðnir lögreglumenn.

miðvikudagur, september 20, 2006  
Blogger Gummi said...

eh...jájá...

miðvikudagur, september 20, 2006  
Blogger Hlynur Gauti Sigurðsson said...

Helvítis djöfull, Sindri frá Herlev er ekki svo slæmur, kannast aðeins við hann, en strangt til tekið kemur hann frá Norðfirði, en ég veit ekki hvort að hann er með fótboltalass.

miðvikudagur, september 20, 2006  
Blogger Hlynur Gauti Sigurðsson said...

Hvað er að gerast hérna, hver byrjaði á þessari umræðu með rassa? Hvelítis djöfull.

miðvikudagur, september 20, 2006  
Blogger Hlynur Gauti Sigurðsson said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

miðvikudagur, september 20, 2006  
Blogger Gummi said...

Vil taka það fram að ég dílíta ekki kommentum. Sá hinn sami og skrifaði það sá um að henda því út....held þú ættir að hætta að kommenta þegar þú ert fullur, Hlynur ;D

fimmtudagur, september 21, 2006  
Blogger Hlynur Gauti Sigurðsson said...

Á maður nú að hætta að drekka líka... (annars ýtti ég bara tvisvar á enter, óþarfi að hafa of mikið af því sama)

fimmtudagur, september 21, 2006  
Blogger Gummi said...

Ekki mín vegna...ég þarf bara alltaf að taka það fram að það var ekki ég sem eyddi kommentinu, annars fá ákveðnar manneskjur hizzyfit yfir því að ég sé að ritskoða kommentaboxið.

föstudagur, september 22, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home