þriðjudagur, september 12, 2006

Klakinn.

Klakamótið var haldið í KöPen þetta árið. Það var farið með rútu héðan um fimmleytið á föstudegi. Hafsjór af bjór í rútunni, sem reyndist nú eignlega vera frekar skringilega innréttaður strætó. Við hefðum getað verið á hjólabát mín vegna. Stemningin var gríðarleg. "Rútunni" tókst ekki að koma sér út fyrir bæjarmörk áður en allir voru komnir úr að ofan og byrjað var að grátbiðja um pissustopp. Alvöru pulsuveisla hér á ferð.
Við komum til Köpen um átta leytið. Okkar var plantað í eitthvað íþróttahús í Gladsaxe sem er um 15 mín. frá strikinu. Mönnum tókst varla að komast inn um dyrnar áður en farið var að skipuleggja hópferðir niður í bæ þar sem við vorum svo á djamminu lengi.
Mér tókst náttúrulega að týna öllum sem ég var með og ákvað því bara að reyna að finna íþrótthúsið aftur.
Klukkan var fimm. Ég var bara með 50 kall á mér. Vissi að það kostaði 150 kall að taka leigubíl til baka. Finn mér hraðbanka. Lokaður. Finn annann hraðbanka. Lokaður! Finn þriðja hraðbankann. LOKAÐUR!! Spurði fyllibyttur sem frjamhjá mér fóru hvað væri eiginlega í gangi. "Jú, sjáðu til, öllum hraðbönkum er lokað á milli klukkan 2 og 6 á nóttunni til að koma í veg fyrir að fólk sé rænt."
Það eina sem þetta kom í veg fyrir að var að ég komst ekki úr bænum. Beið til 6 og svoleiðis réðst á hraðbankann. Fór nú samt ekkert að sofa fyrr en klukkan var að verða hálf átta.
Getið rétt ímyndað ykkur hjartaáfallið hjá kútnum þegar hann var rekinn á fætur, klukkutíma seinna og sagt að hann sé að verða of seinn í leik.
Við vorum með þrjú lið á mótinu, A, B, og C. Ég var að sjálfsögðu hafður í A liðinu enda framúrskarandi knattspyrnumaður hér á ferð....þegar ég er ekki fullur! Það rennur ekki af manni á einum og hálfum tíma en mér til mikillar gleði rennur heldur ekki af manni á þremur tímum sem gerði það að verkum að allt liðið var fullt ennþá. Mótherjarnir voru sem betur fer ekki í mikið betra ástandi, unnum þá. Í næsta leik vorum við orðnir all svakalega þunnir. Byrjuðum leikinn einum manni færri þar sem enginn kann að telja í þynnku, töpuðum þeim leik. Tókum okkur svo saman í andlitinu og unnum næstu tvo leiki og tryggðum okkur sæti í undanúrslitunum sem yrði spilað á sunnudeginum. Í allt át ég 6 íbúfen, tvær treo, eina samloku, drakk eina kók og spilaði 180 mín. af fótbolta á laugardeginum. Mér finnst það mikil hlaup fyrir þunnann mann...

Ég er orðinn hálfónýtur og þreyttur af því að rifja upp og skrifa um hvað ég var þreyttur og ónýtur...verða að klára þetta seinna.

I gotta lay down.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég held vart þvagi af spennu hvernig undanúrslitin fóru!!

þriðjudagur, september 12, 2006  
Blogger Gummi said...

Getur það einhver?!

miðvikudagur, september 13, 2006  
Blogger Hlynur Gauti Sigurðsson said...

ööö, einn tími í svefn, rúmlega það í næsta leik. Er ekki allt í lagi, Er ekkert tekið neitt tillit til leikmanna á svona mótum, þeir þurfa nú að hvíla sig. Þetta er rugl.

miðvikudagur, september 13, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ertu ennþá þunnur?

fimmtudagur, september 14, 2006  
Blogger Gummi said...

ójá!

fimmtudagur, september 14, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

bíddu, akkuru akkuru akkuru var maður ekki látin vita að þessu - það hefði verið snild að sjá ykkur

föstudagur, september 15, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

já þar sem að ég kann ekki alveg kínversku þá veit ég ekki hvað ég á að fylla út hérna fyrir neðan né þá heldur á hvada takka ég á að ýta til að þú sjáir hver ég er...hjáálp

föstudagur, september 15, 2006  
Blogger Gummi said...

hahaha! Hélt, og mér sýnist að þú sért ennþá á Tælandi eða í einhverjum af þessum bjánlöndum sem þykja hrísgrjón góð.

föstudagur, september 15, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

nei nei er komin heim, en það er samt allt ennþá á kínversku - call me...

sunnudagur, september 17, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home