þriðjudagur, október 10, 2006

Ramadan.

Ramadan er eitthvað fyrirbæri sem að bannar múslimum að borða frá sólarupprás til sólarlags í 40 daga. Ekki veit ég til hvers. Kannski halda þeir að Muhammed refsi þeim all svakalega ef þeir njóta lífsins. Skiptir ekki beint máli, þeirra mál. En það getur verið ástæðan fyrir því að þeir sökka í fótbolta. Við íslendingaliðið hérna í Odense vorum að keppa við múslimalið í fótbolta. Skemst frá því að segja að við unnum þá 10 - 2! Yours truly setti eitt svaðalegt mark, rétt kominn yfir miðju og hamraði tuðrunni í þverslánna - það var gaman. Þetta var fyrir 2 vikum.
Síðasta laugardag vorum við á útivelli á móti liðinu sem er efst í deildinni og við töpuðum 2 - 0. Ekki jafn gaman. En ég skemmti mér samt ágætlega. Eftir leikina eru skrifaðir pistlar og ég ætla aðeins að monta mig með því að birta hér smá bút úr leiknum sem við töpuðum á lau.:

"Ekki tókst þó að setja næga pressu til að skora þrátt fyrir að á kafla hefðum við verið tveimur fleiri eftir að Gústi varð fyrir líkamsárás sem var þó einungis refsað með gulu. Gummi lét þó ekki sitt eftir liggja og óð útum allann völl og tæklaði bæði samherja og andstæðinga við mikinn fögnuð áhorfenda sem gerðu bylgju í hvert skipti sem Gummi tæklaði. Barst okkur tilboð í Gumma eftir leikinn en því var hafnað. Gummi var síðan valinn maður leiksins að honum loknum. Í síðari hálfleik tók að rigna mikið og virtist það gera okkur erfitt fyrir að nýta liðsmuninn og tókst ekki að skapa nein stórhættuleg færi utan að Oddur náði að klafsa sig í eitt eða tvö."

Ég er nú ekkert sérstaklega cocky maður en ÉG RÚLA! :D


Think about it...

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú rúlar álíka mikið og sigin ýsa.

þriðjudagur, október 10, 2006  
Blogger Gummi said...

Sem rular by the way OFF THE CHAIN!

þriðjudagur, október 10, 2006  
Blogger AM said...

Hvað var boðið í þig og í hvaða mynt?

miðvikudagur, október 11, 2006  
Blogger Gummi said...

Ég fékk ekki ad vita thad, vissi reyndar ekki ad thad hefdi verid bodid í mig fyrr en ég las thetta....ábyggilega í kringum milljón yen.

miðvikudagur, október 11, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Í mig voru einu sinni boðnir 500 úlfaldar. Það var í múslimsku ríki.

miðvikudagur, október 11, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home