sunnudagur, október 08, 2006

The times, they are a changing.

Það er allt að fara til andskotans. Svartur sunnudagur hérna í gangi. Var að horfa á mikinn reyk koma aftan úr rauðum bíl þegar 16 og hálfur hringur var eftir. "Þetta er Schumacher. Schumacher er fallinn úr keppni!" Öskruðu þulirnir og ég bölvaði öllum heiminum í sand og ösku. Alonso var í öðru sæti en færðist náttúrulega upp í fyrsta, hélt þeirri stöðu og vann(síðhærða spænska fífl). Stigakeppnin var æsispennandi og hefði Schumacher unnið og Alonso í öðru hérna í dag(eða öfugt) hefði lokakeppnin verið óbærilega spennandi. Nú þarf Schumacher að vinna og Alonsa má ekki fá neitt stig sem er svo stjarnfræðilega ólíklegt að það eh...öh...það er ólíklegt bara.
Og svo er hann bara hættur! Schumacher er bara hættur eftir næstu keppni. Eins og það sé ekki nógu slæmt, þá er Ferrari búið að ráða Kimi til liðsins í staðinn! Þetta er hræðilegt. Ég er búinn að eyða góðum 2 eða 3 árum í að hata Kimi og nú þarf ég allt í einu að fara að halda með honum af því að hann er kominn í liðið mitt. Þetta er hræðilegt.
Þetta er eins og að ef Manchester United hefðu keypt Fowler eða Liverpool keypt Keane!

En ég á samt nafnskilti:


Ekki spyrja mig af hverju júmbó er þarna.

Og svo má til gamans sýna þetta líka:

Þá:


Núna:


Erum við ekki dugleg?

12 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvur djöfullinn, ég vissi ekki einusinni að það hafi verið kappakstur.

En þið eruð amk dugleg að drekka. Gott!


P.s. Fyrsta kommentið!

sunnudagur, október 08, 2006  
Blogger Hlynur Gauti Sigurðsson said...

Hva... bíddu, neeeiiii. Þetta er ekki gott. alveg hræðilegt að svona er komið fyrir þér já og öllum hinum. Svona fréttir koma svo sannarlega aftan að manni. Að þetta skuli vera búið, en smá séns. það má náttúrulega alltaf kaupa meira og horfa svo á Alonso rúlla yfir Sjúúmakker.

sunnudagur, október 08, 2006  
Blogger Gummi said...

Já, það má alltaf kaupa meira :) Sé aðallega eftir því að vera búinn með kókið mitt.

mánudagur, október 09, 2006  
Blogger TaranTullan said...

Já mikið djöfull fagnaði ég þegar Schumi datt út maður, ég var nefnilega virkilega farin að hafa áhyggjur af Renault liðinu mínu. En nú virðist sem ég þurfi ekki að hafa meiri áhyggjur, því þetta eru búnir að vera strembnir síðustu kappaksrar vegna þess að Schumi sótti svo hryllilega á.
En nafnspjaldið er flott Gummi, virikilega flott....

mánudagur, október 09, 2006  
Blogger Garðar said...

Sammála! flott nafnspjald!

já, og ég held með kimi og mclaren en nú er kimi að fara til ferrari og ég held sko ekki og aldrei með þeim. Skrýtnir tímar framundar.

Svipað og þegar wayne rooney fór frá everton til man.utd!

Lettland 4-0 Ísland... vívívííííi!

mánudagur, október 09, 2006  
Blogger Gummi said...

En hvað ætlar þú t.d. að gera, elsku Tulla mín, á næsta ári þegar Alonso er farinn til Mclaren? Renault á Ekki eftir að geta kúk í bala...

Þetta með Rooney sko, svolítið öðruvísi finnst mér. En það er samt ábyggilega bara ég. Ég hef nefnilega alltaf haldið smá með Everton(svo lengi sem þeir eru ekki að spila á móti man.utd. að sjálfsögðu). Líka ekki neitt rosalegur rígur á milli Everton og Manchester...eða hvað?

mánudagur, október 09, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hver er þessi "Magnus"?

mánudagur, október 09, 2006  
Blogger Garðar said...

nei, reyndar er nú ekki mikill rígur á milli þeirra og þeir "fengu" hann eiginlega áður en hann varð súperstjarna. Örugglega betra fyrir hann þó það hafi hlakkað í mér þegar á tímabilinu eftir að hann fór leit út fyrir að everton kæmist í meistaradeildina en ekki man.utd en það var það sem hann vildi. (ekki að það hafi gerst þó :)

Talandi um súperstjörnur, þú verður að horfa á "Who want´s to be the next superhero?". Aðeins 6 þættir stjórnaðir af Stan "the man" Lee.

mánudagur, október 09, 2006  
Blogger Garðar said...

ahhh... gleymdi einu. Fór á "Thank you for smoking". Góð mynd!

mánudagur, október 09, 2006  
Blogger AM said...

Það þýðir "mikli", T. Þeir hafa séð þarna á hótelinu um leið hvaða mann nýi starfsmaðurinn hafði að geyma og ákváðu að kalla hann Guðmundur Mikli í móttökunni.

Ég ætla að vona að þið hafið drukkið eitthvað utanhúss; annars finnst mér þetta engin frammistaða á þessum tíma.

mánudagur, október 09, 2006  
Blogger Gummi said...

Close, am, yet so far away.
Magnus er bara gaur sem eg thekki ekki neitt, fekk bara lanad nafnskiltid hans.

Er Stan Lee ekki snarrugladur?

mánudagur, október 09, 2006  
Blogger Gummi said...

Heyrru, ja! Audvitad drukkum vid lika thad sem vid fundum fyrir utan husid!

mánudagur, október 09, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home