sunnudagur, desember 17, 2006

Jæja!

Ég eyddi góðri viku í að finna góða titil fyrir (hugsanlega)síðustu færsluna mína....þetta var það sem mér datt í hug:

"Jæja!"


En það er ýmislegt búið að gerast á undanförnum vikum. Einna helst að ég fer ekki aftur út til Danmerkur eftir jólafríið nema eina helgi í byrjun febrúar til að hjálpa Siggu að tæma íbúðina. Hún þarf nefnilega að vera hérna út janúar til að klára prófin og ætlar svo að koma heim líka.
Ástæðurnar fyrir því að ég er að flytja heim á klakann fyrr en ég ætlaði eru margar og slungnar, myndu margir jafnvel kalla þær margslungnar!
Ein gæti til dæmis verið sú að ég er að fara yfir um á heilsu og geði við að vinna hérna á kvöldin og næturnar. Alveg að fara með mig hvað þetta er yfirnáttúrulega leiðinlegt og fólkið sem ég er að vinna með er ekki plús. Það er ekki ein manneskja þarna sem mig langar að tala við og ef ég myndi sjá þau út á götu myndi ég líklega fara í felur til að þurfa ekki einu sinni að segja hæ við þau.
Ég gerði alltaf ráð fyrir að koma aftur á Skjáinn þegar ég flytti heim og var í viðræðum um einmitt það þegar að mér bauðst önnur vinna upp úr þurru. Eftir að hafa vandlega hugleitt báðar stöður, kosti og galla, þá er hægt að segja frá því að ég er að fara að vinna fyrir 365 miðla. Nánar tiltekið Sirkus og byrja að öllum líkindum þann 3. janúar.
Þetta er eitthvað sem að ég er búinn að segja ykkur flestum en svo eru kannski einhverjir sem koma hingað sem ekki hafa fengið að heyra þetta.
Ætli þetta sé ekki aðalástæðan fyrir þessu öllu saman; vinna.
Svo er maður kannski bara kominn með nóg af því að vera í fríi. Ég hef ekki verið í fullri vinnu síðan ég flutti hingað út og þegar ég hef verið í hálfri vinnu hérna hef ég notað allar leiðir til að taka eins mikið frí og ég gæti til að gera sem minnst. Það verður all svakaleg tilbreyting að koma heim í fulla vinnu og tilheyrandi geðveiki en gaman þó. Allt sem stuðlar að því að ég geti keypt nýjan Bens sem fyrst er góðs viti!
Veit ekki hvort ég á eftir að sakna einhvers héðan...kannski Adnan og hans mad driving skills...kannski ruslakallanna....kannski öllu fólkinu sem var að blæða út og æla og væla á spítalanum...veit það ekki.
Ég veit eiginlega ekki hvað ég að skrifa hérna meira, mér er farið að finnast þetta svo hundleiðinlegt og svo hefur mér líka farið svo hrikalega aftur í íslenskunni eftir að ég flutti hingað og það sem kannski verra er, er að enskan mín er orðin alveg svipað slæm. Mesta svindlið er náttúrulega að að ég hef ekkert bætt mig í dönskunni á móti!
Þeir sem krefjast frekari útskýringa geta náð í mig í síma 696 1059 eftir kl. 17. þann 21. des.. Ef við gefum okkur það að það komi einhver heilvita setning út úr mér...

Annars bara þakka ég samfylgdina hérna á blogginu í þetta eina og hálfa ár og við sjáumst líklega fyrr eða seinna.

GMG

gummi80@gmail.com
msn: gmgmu@hotmail.com

11 Comments:

Blogger Gleraugu said...

Quitter!

sunnudagur, desember 17, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Það verður fínt að fá þig heim.

mánudagur, desember 18, 2006  
Blogger AM said...

Þú getur ekki hætt að blogga núna. Time útnefndi þig mann ársins. Svo er fullt af furðufuglum á Sirkus sem þú getur bloggað um.

mánudagur, desember 18, 2006  
Blogger Gummi said...

Það verður fínt að koma heim.

Þeir gætu komist á snoðir um bloggið og byrjað að lesa það...vá hvað það yrði skrýtinn mórall á vinnustaðnum þá.
Time? Var það fiskþurkunarstöðin Time í Zimbabwe, rekinn af John Wuzimuzie og David Lovemore?

mánudagur, desember 18, 2006  
Blogger Garðar said...

já, þú mátt ekki hætta núna maður. Þau finna ekkert bloggið þitt, it's a freaking sirkus there!

og já Gummi, þú varst í alvörunni valinn maður ársins hjá Time tímaritinu! Tékkaðu bara á því

mánudagur, desember 18, 2006  
Blogger Gummi said...

I see...very clever...


sjáum til hvad gerist.

mánudagur, desember 18, 2006  
Blogger Gummi said...

Mig langar ad bæta vid ad thessi nöfn sem ég notadi eru real. Thetta eru 2 gaurar frá Zimbabwe og their hafa verid gestir hérna á hótelinu.

mánudagur, desember 18, 2006  
Blogger AM said...

Þú reiknar greinilega með að vera frekar neikvæður út í vinnufélagana... þú sleikir þá bara upp á blogginu og verður Mr. Popular og valinn í byrjunarliðið og kóngur á ballinu etc.

mánudagur, desember 18, 2006  
Blogger Gummi said...

riiiiight....

mánudagur, desember 18, 2006  
Blogger Atli said...

það var gaman að kynnast þér ;)
hafðu það gott á klakanum

miðvikudagur, desember 20, 2006  
Blogger Gummi said...

I lige måde mar´!

Thess má geta ad ég er núna á minni sídustu næturvakt og ádur en ég yfirgaf heimilid kom í ljós ad ég hef líklega étid íslenska sim kortid í símann thannig ad ég veit ekki alveg hvenær nákvæmlega verdur hægt ad ná í mig. Ætla ad reyna ad kaupa nýtt sim kort um leid og ég kem heim og heimta náttúrulega sama númer...

miðvikudagur, desember 20, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home