laugardagur, nóvember 19, 2005

ÍRAK!

All svakalegt land. Hef nákvæmlega enga skoðun á því hvað er að gerast þar en það breytir því ekki að ég var að vinna með íraka um daginn. Ég er búinn að fá svo mikið að vinna að ég held varla saur lengur. Var meira að segja að vinna í morgun(ekki með írakanum) frá kl 7 og það er laugardagur....er ekki viss um að ég hafi upplifað það áður.
Aftur að írakanum, hann heitir Adnan og seinna nafnið hans er eitthvað sem að ég nennti ekki að leggja á minnið. Það er sem sagt skemmst frá því að segja að maðurinn(svona ca 40 ára) er klón af Saddam Hussein! Svolítið truflandi og verandi vitleysingurinn sem að ég er hugsaði ég svo mikið um það að ég var næstum búinn að segja það við hann...vill ekki hugsa um afleiðingarnar. En hann er búinn að búa hérna í DK í 5 ár og ég held að ég hafi aldrei heyrt jafn illa talaða dönsku á ævinni. Hér er það fyrsta sem hann sagði við mig: "Jeg er not so very god at snakking danish".
Ég ætla aðeins að fara til baka....Ég þurfti að fá far með honum af því að við vorum að fara að vinna á stað sem er útí sveit og við erum báðir hjá vikargruppen danmark og þau þar stungu upp á því að ég myndi nýta mér farið. Þá er kannski ekki svo vitlaust að nefna það, að á meðan við vorum að keyra ákvað hann að segja mér frá þeirri skemmtilegu staðreynd að hann var bara nýkominn með bílpróf af því að bílpróf frá írak gildir ekki hérna.....ég lýg því ekki að svona 5 mín. eftir að hann sagði mér þetta, hljóp svartur köttur yfir götuna(eða slóðann sem að við vorum á, verandi upp í sveit og svoleiðis). Ég hélt að þetta gerðist bara í bíómyndum en skipti þeirri hugsun fljótlega út fyrir meira back in the moment hugsun: "Gæti ég skrúfað niður rúðuna, hoppað út og lennt á þessum gróðurhúsum sem við erum að keyra framhjá, án þess að meiða mig?"
Þrátt fyrir að vera lifandi í dag er ég enn að furða mig á af hverju ég hoppaði ekki út! Held í alvörunni að hvað sem að hefði komið fyrir mig hefði ég alltaf getað sagt; "jah, ég hef nú séð það verra, læknir. Var að vinna í ÚRGANGS OG ENDURVINNSLUSTÖÐINNI!" og þá segir læknirinn; "Æ, greyið. HJÚKKA gefðu greyið manninum meira morfín."
Aftur að írakanum Adnan....þetta var gríðarlega skemmtilegur vinnudagur. Hann sagði brandar út í eitt og ég skildi ekki orð af því sem hann var að segja og af hættu við að hann myndi go Hussein on my ass, þá kinkaði ég bara kolli og skellti upp úr öðru hverju...vona að ég hitti hann aldrei aftur. Hann var samt ekkert einhver stupid innflytjandi, í írak var hann computer engeneer(eða hvernig sem það er skrifað) og kom hingað til læra meira en það er greinileg ekki kennt á ensku hérna þannig að hann fellur á hverju prófinu eftir annað. Minnir helst á mig á Laugum!
Gæti skrifað um Adnan í svona 2 klukktíma í viðbót en nenni því ekki.

Manchester vann Charlton í dag 3-1 = ÓLEY!


...you fucking asshole!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

sunnudagur, nóvember 20, 2005  
Blogger Gummi said...

hva´? kemur enginn í heimsókn?

þriðjudagur, nóvember 22, 2005  
Blogger Sveinsson said...

Bara hann ég...

þriðjudagur, nóvember 22, 2005  
Blogger Sveinsson said...

Mér finnst að þú hefðir átt að láta reyna á það og hoppa á gróðurhúsið. Nú fáum við aldrei að vita hvort þetta sé hægt án þess að meiða sig. Nema þú náttúrulega gerir þér aðra ferð þangað "uppeftir" eða where the hell it is you went.

þriðjudagur, nóvember 22, 2005  
Blogger Gummi said...

já ég biðst fyrirgefningar á þessu framtaksleysi mínu. Tell you what, ef að ég lendi aftur í bíl með íraka sem að kann ekki að keyra skal ég pottþétt íhuga málið betur.

miðvikudagur, nóvember 23, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home