mánudagur, maí 15, 2006

Glapræði - föstudagur.

Ég kom til KöPen á föstudegi, tók við klappi og kossum, leiddi grunlausa ferðalanga í átt að bar sem var farinn á hausinn, mætti í kvöldmat þar sem bjóða átti upp á krókódíl, komst seinna að því að þetta var bara kengúra, átti greinilega afmæli, tók við aðeins fleira klappi fyrir það, fór á karíókíbar, kafnði næstum þar, tók þá bara hjólataxa og hljóp út í brunn, fór upp á hótel og slóst við brunaslöngu sem á einhvern undraverðann hátt hafði yfirhöndina allan tímann, fékk brunasár á puttann eftir slagsmálin, lenti í einhverju drama með stelpum 1, 2 og 3, fór niður í lobby og heimtaði að starfsmenn myndu skoða síðasta klukkutíma í öllum vídjó vélum hótelsins til að leita að manneskju, var beðinn um lýsingu á manneskjunni, hljóp út, heim til Rannveigar og svaf þar.




Svo er ég ekki frá því að ég hafi fengið smá svona af því að ég er að deyja í rassinum.

Laugardagur og sunnudagur koma þegar ég hef safnað aðeins meiri kröftum...

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Arnar sagðist vera að bíða eftir þínu bloggi, hann er líka svo þreyttur að hann getur ekki unnið. Ákvað samt að skoðunarferð í Gummaland skyldi endurtaka með reglulegu millibili. Hvað gerðirðu þeim eiginlega..???

Þú mátt því búast við opinmynntum hópi aðdáenda í heimsókn mjööööög fljótlega og þá skaltu sko fá að skemmta.

Svona, vertu fljótur að jafna þig, annars sendi ég pabba þínum nafnlausa orðsendingu með link á síðuna...

mánudagur, maí 15, 2006  
Blogger Gummi said...

Hahaha, ekkert jafn hvetjandi og almennilegar hótanir.

mánudagur, maí 15, 2006  
Blogger TaranTullan said...

Heyrðu Gummi, komið þið Sigga eitthvað heim í sumar?

þriðjudagur, maí 16, 2006  
Blogger Gummi said...

Við gerum ekki ráð fyrir því eins og staðan er í dag, því miður.

þriðjudagur, maí 16, 2006  
Blogger Garðar said...

nokkuð vel afrekað á einu kveldi!

þriðjudagur, maí 16, 2006  
Blogger AM said...

Ég bíð spenntur eftir lýsingunni á laugardagskvöldi og sunnudegi.

þriðjudagur, maí 16, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home