þriðjudagur, júlí 04, 2006

Heiðursdráp.

Þá er maður kominn af Keldunni eins og það er stundum kallað. Það verður voða lítið eða ekkert fjallað um Hróarskelduhátíðina fyrr en að ýmis mál eru komin á hreint.
Þangað til langar mig aðeins að kasta þessu fram(hugsanlega ekki fyrir börn):

Heiðursdrápsaga Danmerkur.

1986 var 16 ára drengur og móðir hans drepin í íbúð þeirra í Horsens. Drengurinn átti kærustu sem var 15 ára. "Vandamálið" var að faðir stúlkunnar var búinn að lofa einhverju gaur í Tyrklandi að hann mætti fá hana. Faðirinn sá sjálfur um morðin.

Seinna sama ár var 31 árs tyrknesk kona drepinn í Kaupmannahöfn af tengdapabba sínum fyrir svipaða óhlýðni.

1993 var 25 ára Kaupmannahafnarbúi drepinn af pakistanskri konu sinni og bróður hennar vegna þess að hann hafði ákveðið að hann ætlaði að skilja við hana.

1995 voru tyrkneskar systur skotnar í Helsingor af tyrkneskum manni. Systurnar voru skyldar tengdardóttur mannsins sem hafði farið frá sínum manni. Þær létu lífið útfrá sárum sínum.

1997 neitaði 20 ára gömul stúlka að láta þvinga sig í að giftast frænda sínum og var þar af leiðandi hengd. Stóri bróðir hennar skar hana svo á háls fyrir framan alla fjölskylduna.

2001 var 22 ára íranskur strákur hamraður með kúbeini þar til hann lét lífið. Það var faðir kærustu hans sem að sá um verkið. Hann átti víst í einhverjum vandræðum með að fá dóttur sína með sér heim til Írans.

Seinna það ár lét 59 ára gamall maður lífið eftir barsmíðar fjögurra manna. Hann gat ekki talað son sinn í það að biðja kærustunnar sem strákurinn var með.

Stuttu seinna, sama ár, var 14 ára stelpa frá Írak drepin af föður sínum. Honum fannst hún vera orðin aðeins of dönsk í sér, að eigin sögn.

2005 stóðu níu manns í því að elta uppi og drepa unga konu úr þeirra fjölskyldu. Í síðustu viku voru þau öll fundin sek og dæmd í fangelsi(mislangt). Það þykir sögulegt að þau skyldu öll hafa fengið dóm þar sem upp að þessu hefur einungis sá sem framkvæmdi morðið verið dæmdur.

(tekið, með engu leyfi, úr Xtra Fyens Stiftstidende)


Ég veit ekki með ykkur en ég ældi næstum yfir síðuna af ógeði. Ef einhver er á móti því að alhæfa, þá er það ég, en fjandinn hafi það! ÞETTA FÓLK ER BILAÐ Í HAUSNUM!!

5 Comments:

Blogger AM said...

Allt er þetta spurning um siðferðislegt gildismat hjá þessu fólki og í þessu tilfelli er það aftan úr miðöldum eða enn lengra aftur; og rökstuðningurinn er sóttur í trúarbrögðin og þau notuð til að viðhalda þessu gildismati feðraveldisins. Til allrar hamingju öðluðumst við á Vesturlöndum aðra trú með Upplýsingunni og fórum að trúa á frelsi og réttindi einstaklingsins frekar en vald feðranna, fjölskyldunnar, þjóðfélagsins og kirkjunnar. En við eigum dálítið erfitt með að spyrna gegn þessu; lögin virka alltaf eftir á og geta ekki hindrað lögbrot og svo finnst hverjum einstaklingi þetta duga sér vel innan þess samhengis sem hann er í. Þetta eru sömu prinsipp og hjá mafíunni og við vitum hvað það hefur gengið vel að uppræta hana. Það þarf einhverskonar hugræna atferlismeðferð og siðbót innan trúarinnar.

þriðjudagur, júlí 04, 2006  
Blogger Garðar said...

hej hej, nú er 5.júlí og langar mér til að óska þér (okkur) til hamingju með daginn!!!

Skil bara ekki eitt með þetta fólk sem tilheyrir þessum trúarbrögðum hvernig það getur enn ekki fattað að kanski er trúin ekki alveg að virka... hjá okkur skiljum við ekki alltaf hvernig guð getur tekið frá okkur fólk sem okkur þykir vænt um eða stundum fullt af fólki sem virðist ekkert hafa gert af sér. Það er útskýrt með að öll erum við hluti af "the big plan".
Þetta er allt gert til að hughreysta fólk og finna "ástæðu" fyrir að halda áfram með lífið...
Hjá múslimum (alla vega er það trúin í Tyrklandi) erum við að tala um að fólkið tekur sér "vald" guðs í sínar hendur. Hver gefur þeim leyfi til að taka líf? Halda þau ef guð sé virkilega til (held að þau trúi líka á guð, allavega einhvern guð) að hann geti ekki séð sjálfur um að drepa þetta fólk sem dirfist að verða of dönsk, vilja ekki með tilbaka til írans, neita að giftast einhverjum sem þau vilja ekkert giftast eða allar þessar ástæður sem það finnur sér til að leika guð.

Veit að þér finnst gaman að leika guð gummi en þú heldur þig þó við það í tölvunni. (reyndar er grunsamlegt hversu margir mafíósar hafa verið gómaðir síðan þú byrjaðir í þessum "hitman leik"!?!)

miðvikudagur, júlí 05, 2006  
Blogger Gummi said...

Hey já, til hamingju með afmælið til þín líka :D

Mér er svo sem sama hvað fólk gerir heima hjá sér en þegar þú ert farinn að gera þetta í stofunni þar sem þú ert gestur fer þetta að fara í taugarnar á mér.

Þarf bara einhver að segja fólki hvaða ár, eða jafnvel öld, er í gangi hérna.

Auðvitað eru ekkert allir svona, eða eins og Jón Gnarr sagði(á meðan hann var ennþá fyndinn): "Þeir sem ég hef talað við segja bara að Saddam sé fínn gaur."

miðvikudagur, júlí 05, 2006  
Blogger Sveinsson said...

Jæja...

Til hamingju með afmælið báðir tveir, Gummi og Gassi. Nú hafiði opinberlega gengið í hóp gamalmenna. Ég á hins vegar eitt ár eftir í það, þannig að bara já...gaman að því.

miðvikudagur, júlí 05, 2006  
Blogger Gummi said...

hehe, takk fyrir það drengur. See you around on one of those old homes....

miðvikudagur, júlí 05, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home