þriðjudagur, maí 30, 2006

Instant er æði!

Á laugardaginn var leikur, gaman mjög. Við vorum að fara að spila við Taarup og var búist við hörkuleik. Sigga ákvað að mæta og horfa á kyntröllið sitt spila og komumst við að því að þetta væri í fyrsta skipti sem að hún hefði séð mig spila fótbolta síðan við kynntumst, sem mér finnst svolítið magnað. Þetta eru allt íslendingar sem eru í þessu liði okkar og furða ég mig alltaf jafn mikið á því hvað við erum miklar væluskjóður þegar okkur gengur illa. 0 - 2 undir í seinni hálfleik og hálft liðið hágrenjandi. En ekki Gummi, nei, nei. Ég tækla bara. Mér finnst það gaman. Súrt að við séum að tapa en ég fæ þó allavega að tækla. 3 mínútum fyrir leikslok erum við á einhvern undraverðan hátt búnir að jafna í 2 - 2 þökk sé einu sjálfsmarki frá Taarup mönnum og miskilnings í aukaspyrnu, sem gerði það að verkum að boltinn lak inn í fjærhornið: Yndislegt!
Andstæðingarnir voru vægast sagt orðnir örlítið pirraðir á mér og mínum háskatæklingum og voru farnir að bregða á það ráð að hoppa upp rétt áður en ég náði þeim og lenda svo ofan á mér og reyna þannig að meiða mig sem mest. Það tókst hjá einum. Hann náði að grafa takkaskóna all hressilega ofan í lærið á mér með þessum afleiðingum:

Og já, let´s just get this out of the way, ég er loðinn. Líkt og alvöru karlmaður, ef þú varst að velta því fyrir þér.
Þetta gula þarna í kringum sárið skiptir lit á hverjum degi. Ökklinn er í álíka góðu formi, bólginn mjög og skemmtilegur. Verð að viðurkenna að hann náði mér þarna, helvítið frá Taarup. Kom samt ekki í veg fyrir að tæklaði hann nokkrum sinnum í viðbót og skemmti mér afar vel! Svo tókust náttúrulega allir í hendur eftir leikinn eins og öpum og köttum sæmir.

Eftir leikinn fórum við svo í mat til Bögga og Katrínar. Þar fengum við lambalæri með hvítlauk í, karpellur og grænar ORA baunir. Himneskt alveg hreint! Ekki jafn himneskt fyrir Siggu daginn eftir að þurfa að deila með mér íbúð. Grænu baunirnar létu til sín taka og sluppu út í þykkum straumum. Svo þykkum að Sigga fann ekki lyktina fyrr en korteri eftir að ég rak við og hún sat bara 2 metrum frá mér.
Í gær kom svo vinnufélagi okkar, hann Jesper, í heimsókn og drukkum við mikið. Mikið gaman, mikið fjör. Við reyndum að kenna honum póker með alveg ótrúlega lélegum afleiðingum. Hann foldaði mjög oft með 3 eins...sigh.

Butlerinn minn er ennþá bilaður. Kominn í instant dæmið á meðan. Get ekki gert við hann, finn ekki hamarinn minn.

Lenti í skondnum atvikum í vinnunni í síðustu viku. Í annað skiptið var ég að koma upp á sjöttu hæð og var að keyra sjúkling út úr lyftunni þegar allt í einu kemur einhver kelling out of fucking nowhere og hendir sér upp í rúmið öskrandi eitthvað um að hún(sú sem lá í rúminu) yrði að hjálpa sér! Á eftir henni kom svo hjúkka hlaupandi og reyndi að draga hana úr rúminu. Ég kláraði að keyra rúmið úr lyftunni og þá stökk crasy lady á mig og sagði að ég yrði hreinlega að hjálpa henni. Ég náði að hrista hana af mér og gaf í, klessti næstum á annað rúm í látunum.
Hitt skiptið var ég að keyra sjúkling inn í lyftu, aftur á sjöttu hæð. Átti að keyra hann niður á jarðhæð í röntgen myndatöku. Það er rafmagnsleiðsla í flestum rúmum til að geta lyft því upp og niður, lappir, bak og svo framvegis. Þessa leiðslu þurfum við alltaf að taka úr sambandi og koma henni einhvern veginn fyrir á rúminu þegar við leggjum af stað úr herberginu.
Við erum komnir í lyftuna og hurðin er að lokast þegar mér er litið niður á gólf og sé að leiðslan hefur dottið niður. Ekki nóg með það, hinn endinn á henni var hinumeginn við lyftuhurðina sem nú var lokuð! Mér datt ekki í hug að a) Ýta á stopp takkann inn í lyftunni, eða b) ýta á "opna hurð" takkann. Í staðinn rak ég upp þetta líka móðursýkis óp og henti mér niður á gólfið, reif í leiðsluna og togaði af öllum lífs og sálarkröftum!
"Hvað er að?" heyrði ég sjúklinginn muldra.
"EKKERT!!" svaraði ég á alveg ótrúlega ekki róandi hátt.
Ég var búinn að sjá fyrir mér að helvítið færi af stað, myndi rykkja í rúmið með þeim krafti að sjúklingurinn fengi hjartaáfall, myndi svo stoppa og þarna myndi ég sitja fastur í lyftu með dauðum manni. En sem betur fer opnaðist helvítis hurðin aftur þegar ég byrjaði að toga í leiðsluna, ég tók hana inn og reyndi að ljúga að honum að ég hefði bara ýtt á vitlausan takka...

..I think he bought it.

8 Comments:

Blogger Garðar said...

ég er að hlægja of mikið til að finna eitthvað til að skrifa hérna...

hahahaha
ehehehehe
haha

þarna hefði verið gott móment til að taka smá vídeóklipp með þig skrækjandi á lyftuna, liggjandi þarna eins og þér er einum lagið

þriðjudagur, maí 30, 2006  
Blogger Gummi said...

Jafnast ekkert á við gott spassakast á almannafæri.

miðvikudagur, maí 31, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Snilld :D

miðvikudagur, maí 31, 2006  
Blogger AM said...

Þetta er úrvals tækifæri fyrir þig til að mæta í vinnuna með rafal á bakinu með innstungu sem þú getur stungið snúrunni í.

fimmtudagur, júní 01, 2006  
Blogger Tinna said...

Heldurðu að Þórólfur verði ekki brjálaður ef Gummi fer í gallann hans?

fimmtudagur, júní 01, 2006  
Blogger Gummi said...

Gæti verið.

fimmtudagur, júní 01, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, þú ert aldeilis sérdeilis hebbinn. Danirnir eru nú ekki þekktir fyrir að spila fallega - sjáið bara gravidsen!

föstudagur, júní 02, 2006  
Blogger Gummi said...

Fautabrögð eru nefnilega þeirra fag.

föstudagur, júní 02, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home