mánudagur, júní 12, 2006

Heidis Beer Bar.

HM er komið, sólin er kominn og eh...bjórinn hefur nú reyndar alltaf verið hérna.



Við Sigga fórum í grill fest á föstudaginn með nokkrum dönskum félögum okkar. Siggu leiðist þau og skemmti sér eftir því. Ég skemmti mér vel en alls ekki fallega. Enduðum kvöldið á að fara niður í bæ á Heidis Beer Bar sem er svolítið skondinn staður. Eitthvað að reyna að vera þýskir. Klæða þjónustustúlkurnar upp í svaðaleg dress og reyna að skapa stemmningu. Löggan gerði "raid" á pleisið á meðan við vorum þarna. Einhver hefur skvílað á okkur þar sem við vorum búin að ákveða að stela glösum(sjá mynd), wich we did anyway.
Núna er ég bara sólbrunninn en ég á allavega gott glas til að sötra úr á meðan ég horfi á óheilbrigt mikið magn af fótbolta.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert bara að verða eins og Tinna.

mánudagur, júní 12, 2006  
Blogger Gummi said...

Hvað meinarðu, fullur?

mánudagur, júní 12, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Það eru þín orð.

mánudagur, júní 12, 2006  
Blogger Gummi said...

Já, ég veit. Það stendur "gummi said..." og svo það sem ég sagði, þar af leiðandi mín orð.
Hvað ætlaðir þú að segja?

mánudagur, júní 12, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

hef aldrei sagt að mér leiddist fólkið! aðeins ein manneskja sem var þarna sem fer í taugarnar á mér;)
Þetta var bara ekki minn besti dagur, og ég skemmti mér eftir því! og hana nú!

mánudagur, júní 12, 2006  
Blogger Gummi said...

o, ó! Gummi er í vondum málum...

þriðjudagur, júní 13, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home