laugardagur, júní 03, 2006

Það er fokking fucked up að vinna á spítala!

Alveg getur maður orðið steiktur í hausnum á að upplifa svona mikinn ógeð á svo stuttum tíma.
Í gær kom maður inn á bráðamóttökuna sem hafði lent undir flutningabíl. Og við erum að tala um að hann lenti UNDIR bílnum, var svipað þunnur og umslag.
Ég sá hann sem betur fer ekki, var bara sagt þetta. En ég sá lík, eins og svo oft áður, og fór að hugsa um dauðann.
Svo sá ég fallegasta kraftaverk lífsins, nýfætt barn, og fór að hugsa um dauðann. Eftir því sem ég hugsaði meira um dauðann varð ég meira og meira afslappaður. Eftir allt, þá kemur að því að manni verður trillað niður í frystinn. Eina sem maður getur vonað er að það gerist á skikkanlegum tíma hjá manni...

Mikið blóð á veggjunum hjá mér í gær. Var á tímabili að hugsa um að finna lækninn sem var að vinna þarna inni og spyrja hvort að hann héldi að mér þætti gaman að þrífa blóðslettur af veggjum. Taka svo tuskuna og troða henni framan í hann. Það er vond lykt af blóði.
Stundum held ég að ég væri betur settur á Macdonalds.

Mig langar í hund.

Blómin okkar eru að deyja.

10 Comments:

Blogger AM said...

Mikið er ég feginn því að hetjur eins og þú fást til að vinna á sjúkrahúsum. Ég held að það séu ekki mjög margir sem geta það. Fáðu þér gullfisk.

laugardagur, júní 03, 2006  
Blogger Gummi said...

ok, en ég ætla ekki að kaupa búr undir hann.

laugardagur, júní 03, 2006  
Blogger Tinna said...

Ekki missa það.

sunnudagur, júní 04, 2006  
Blogger Gummi said...

Af hverju ekki?

sunnudagur, júní 04, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

-

sunnudagur, júní 04, 2006  
Blogger Tinna said...

Þú mátt velja:
a)
Þú átt svo lítið eftir og þú yrðir óbærilega skrítinn ef allt færi.
b)
Ég kann ágætlega við þig eins og þú ert.

sunnudagur, júní 04, 2006  
Blogger Gummi said...

Aldrei má maður neitt.

mánudagur, júní 05, 2006  
Blogger TaranTullan said...

Ég vil fá ykkur heim aðeins í sumar, þannig að ég geti boðið ykkur öllum í mat, Kela, Guðna, þér og kærustum.
Er það bara ekkert að fara að gerast?

mánudagur, júní 05, 2006  
Blogger Gummi said...

Ekki eins og staðan er í dag. En það er samt aldrei að vita...

mánudagur, júní 05, 2006  
Blogger Gummi said...

Ég veit! Er að hugsa um að gera þeim greiða og hjóla með þau niður í bæ og gefa einhverjum róna þau, hann mun ábyggilega hugsa betur um þau en ég.

þriðjudagur, júní 06, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home