fimmtudagur, júní 15, 2006

"Ísbjarnaát ísbjarna valda vísindamönnum áhyggjur."

Og með réttu. Þetta er náttúrulega hrikalegt mál. Held að það sé spurning um að setja Sigríði Önnu Þórðardóttur í málið. Hún fær hjólin til að snúast, klárar dæmið. Við skulum standa upp og klappa svolítið fyrir henni og ég er ekki að grínast! Henni tókst að friðlýsa kúluskít sem finnst meðal annars í Kringluvatni!! KLAPP, KLAPP!
Ætli svona manneskjur komi heim til sín eftir vinnu og séu ánægðar með það sem þeim tókst að "afreka" um daginn? KÚLUSKÍTUR?!?!?!!

Held ég sé smá pirraður. Síðan á laugardaginn er ég búinn að horfa á 3 fótboltaleiki á dag og svo allt í einu í gær þurfti ég að fara í vinnuna og þá voru skitnar 40 mín. allt sem ég sá af fótbolta yfir heilan dag. Að hætta svona cold turkey er bara ekki hollt.
Stóð sjálfan mig að því um hálfsex leytið í gær að hugsa alvarlega um að taka matinn minn og henda í manneskjuna sem sat á móti mér...ooooohhhhh hvað mig langaði, langaði eins og íbjörn í annann.

"Nánar er fjallað um störf Sigríðar Önnu sem umhverfisráðherra í Morgunblaðinu í dag, en hún lætur af starfi umhverfisráðherra í dag."
Mig langar að segja að hún hafi verið rekin, ég ætla rétt að vona að hún hafi verið rekinn.

3 Comments:

Blogger AM said...

Hér detoxa menn milli leikja með því að spila fótboltaleik í Playstation. Lítil framleiðni þessa dagana.

fimmtudagur, júní 15, 2006  
Blogger Tinna said...

Hvílík yfirvegun.

fimmtudagur, júní 15, 2006  
Blogger Gummi said...

Ég er yfirvegaður primativi. Er hægt að biðja um mikið meira?

föstudagur, júní 16, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home